Morgunblaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Pétur Stefáns-son, Kjarrhólma 30, Kópavogi, fædd- ist á Ásunnarstöð- um í Breiðdal 9. febrúar 1925. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut aðfaranótt 12. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Stefán Árna- son, bóndi á Ásunn- arstöðum, f. 6. mars 1867, d. 7. desember 1932, og Kristborg Kristjánsdóttir á Kirkjubóli í Stöðvarfirði, f. 16. september 1899, d. 31. desember 1932. Alsystir Péturs var Sigríð- ur, f. 20. júní 1932, d. 16. nóv- ember 1995. Sigríður giftist Bandaríkjamanni og bjó hún í Bandaríkjunum alla tíð eftir það og andaðist þar. Þau eignuðust þrjár dætur sem allar eru búsett- ar þar vestra. Stefán faðir Péturs var þrígiftur og var Kristborg in Ásgeir Guðmundsson, bóndi og kaupfélagsstjóri í Krossnesi í Norðurfirði í Strandasýslu, og Valgerður Jónsdóttir frá Trölla- tungu í Steingrímsfirði. Foreldrar Péturs og Sigríðar létust með þriggja vikna millibili og var Pétur þá sjö ára að aldri en Sigríður þriggja mánaða göm- ul. Fyrst eftir lát foreldranna var Pétur í umsjón móðurfólks síns fyrir austan, en fór svo til hálf- bróður síns Lúðvíks R. Kemp og konu hans Elísabetar, en Oddný og Björgólfur tóku Sigríði að sér. Pétur ólst upp á Illugastöðum og strax og aldur leyfði var hann farinn að vinna öll þau störf sem krafist var af börnum þess tíma. Pétur lauk barnaskólaprófi, en aðstæður leyfðu ekki frekari menntun. Pétur lagði gjörva hönd á margt um ævina. Hann stundaði meðal annarra starfa vegavinnu, byggingastörf og sjó- mennsku. Í mörg ár stundaði hann vinnu hjá Vita- og hafna- málastofnun við bryggjusmíði víðs vegar um landið en frá 1978 til 1992 vann hann í steypuskál- anum hjá Ísal. Útför Péturs fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 10.30. þriðja kona hans. Með fyrstu konu sinni (1889) Helgu Lúð- víksdóttur Kemp, d. 1897, átti hann tvö börn, Lúðvík R. Kemp, vegavinnu- stjóra á Illugastöðum í Laxárdal í Skaga- firði, f. 8. ágúst 1889, d. 31. júlí 1971, kona hans var Elísabet Stefánsdóttir, f. 5. júní 1888, d. 1. ágúst 1984, og Oddný, f. 25. september 1932, d. 23. febrúar 1977, sem giftist Björgólfi kaupmanni Stef- ánssyni í Reykjavík. Önnur kona Stefáns föður Péturs var Sigríð- ur, d. 1922, Marteinsdóttir í Árnagerði í Fáskrúðsfirði, börn þeirra komust ekki upp. Pétur kvæntist hinn 7. septem- ber 1983 Ólafíu Guðrúnu Ásgeirs- dóttur, kjólameistara, f. 8. sept- ember 1918 og lifir hún mann sinn. Foreldrar Ólafíu voru hjón- Iðin hönd nú hvílast má. Hlífðarlaust er starfa náði. Vinsælt hjarta hætt að slá. Hvers manns vild er gera þráði. Þar sem aldrei þótti bresta þolgerð, ráðdeild, tryggð og festa. (M. Joch.) Vart er hægt að gefa betri lýs- ingu á svila mínum og fjöldskyldu- vini Pétri Stefánssyni en fram kem- ur í erindi þessu. Líf hans mótaðist af vinnu, tryggð, hjálpsemi og heið- arleika allt frá barnæsku til hinsta dags. Pétur hefur verið tryggur vinur okkar frá því að hann kvænt- ist mágkonu minni, Ólafíu Ásgeirs- dóttur, fyrir rúmum tuttugu árum. Hjónaband þeirra reyndist þeim báðum farsælt. Pétur var góður heimilisfaðir sem unni Löllu af heil- um hug og bar mikla umhyggju fyr- ir henni. Hann var Löllu svo þakk- látur fyrir að búa honum það heimili sem hann hafði ætíð þráð og hennar létta lund og ljúfa viðmót gaf honum þá hlýju og ástúð sem hann þarfnaðist. Pétur missti báða foreldra sína með þriggja vikna millibili aðeins sjö ára gamall. Allir geta ímyndað sér hvílíkt reiðarslag það hefur verið fyrir þennan litla dreng að missa allt sem gildi hefur í einu vetfangi. Móðurfólk hans fyrir austan tók hann að sér fyrst í stað og þótti honum þar gott að vera, en um ári síðar óskaði hálfbróðir hans Lúðvík R. Kemp og Elísabet kona hans eftir að taka litla drenginn að sér og fór hann þá norður í Skaga- fjörð á framandi slóðir til allra ókunnugra. Það var mikið áfall, því þótt fólkið væri gott og Skagafjörð- urinn fallegur þá vantaði eitthvað sem var heima. Hin viðkvæma sál litla drengsins sem saknaði mömmu og pabba lokaði sig af með sína sorg og hleypti ekki öðrum þar að. En hann átti margar minningar frá Ill- ugastöðum og þar á meðal sagði hann okkur oft frá berjabrekkunni sem að hann eignaði sér og sagði engum frá. Það var hans staður. En hann hélt góðu sambandi við ætt- ingja sína. Aðeins fjórtán ára að aldri fór Pétur í vegavinnu og eftir það var vinnan hans aðalsmerki. Pétur var einn þeirra manna sem lögðu gjörva hönd á margt og var enginn svikinn af vinnu hans. Hann lagði metnað sinn í vinnuna, hann var mikill vinnuþjarkur og allt sem að hann gerði var traust og vandað. Handtak hans var traust til hinstu stundar. Pétur var mikið snyrti- menni og var sama við hvað hann vann, alltaf var snyrtimennskan til staðar. Pétur var mikill náttúruunnandi. Þau Lalla höfðu mikla ánægju af að fylgjast með komu lóunnar og ann- arra fugla í brekkuna fyrir ofan heimili þeirra og fannst manni á stundum að Pétur þekkti einn fugl- inn frá öðrum. Pétur hefur verið mér og fjöl- skyldu minni einn tryggasti vinur frá fyrstu tíð. Með hverju árinu sáum við betur hversu mikið gull af manni hann var. Maðurinn minn Snorri, sem var bróðir Löllu, og Pétur náðu mjög vel saman og þeg- ar Snorri lést tóku þau mikinn þátt í missi okkar og umhyggjusemi þeirra í minn garð og okkar var ómetanleg. Pétur var þess fullviss að sem kvenmaður gæti ég hvorki beitt hamri né naglbít og ef ég minntist á að eitthvað væri bilað á heimilinu, hvort sem það var krækja á glugga eða laus skrúfa, var hann kominn með sín verkfæri og lagfærði það sem þurfti. Og svo þegar ég hringdi til þeirra, alveg uppfull af þakklæti, sagði Lalla mín: „Jæja, elskan, þú hefur orðið vör við að búálfurinn úr austurbæn- um kom í heimsókn til þín.“ Pétur var mjög ættrækinn og vinmargur. Hann var ekki mikið fyrir að fara í heimsóknir en hringdi oft til vina og ættingja og bar hag þeirra mjög fyrir brjósti. Þau hjón voru mjög barngóð, enda segjum við að Lalla sé uppá- haldsfrænka stórfjöldskyldunnar. En þá var Pétur ekki síður vinsæll hjá yngri kynslóðinni. Litlu telpurn- ar í fjöldskyldu minni sóttu í fangið til hans og það var ógleymanlegt að sjá hve hann ljómaði upp og brosið færðist yfir andlit hans þegar þær komu til hans einhvern seinasta daginn er hann lá banaleguna uppi á spítala. Seinasta árið hefur verið Pétri erfitt. Veikindi hans ágerðust með hverjum mánuðinum sem leið og loks fór sjúkdómurinn með sigur af hólmi, en lífsvilji hans var svo sterk- ur að hann vildi ekki láta bugast fyrr en í fulla hnefana. Pétur andaðist aðfaranótt 12. maí sl. 79 ára að aldri. Péturs er sárt saknað af öllum þeim sem stóðu honum nærri. Björgvin Gylfi sonur minn og fjöl- skylda sem búsett eru í Danmörku senda samúðarkveðjur handan um hafið með þökk fyrir liðna tíð. Lalla mín. Við erum öll með hug- ann hjá þér og biðjum Guð að styrkja þig. Kristjana H. Guðmundsdóttir. Lokadagurinn, 11. maí, er síðasti dagur vetrarvertíðar. Fyrir Pétur Stefánsson, sem stundaði sjó- mennsku til margra ára, markaði þessi dagur oft þáttaskil. Það er því táknrænt að þessi dagur varð hans lokadagur í þessari jarðvist. Hann lést laust eftir miðnætti 12. maí eftir erfið veikindi. Hann var einn af mín- um traustustu og bestu vinum og breytti þar aldursmunur engu. Sumum kann að hafa fundist hann nokkuð þver og kannski lokaður. En þegar komið var inn fyrir skelina, mátti finna að þarna fór hinn ljúfasti maður sem hafði hlýtt hjarta og sterka réttlætiskennd. Hann tók það nærri sér ef honum fannst að þeim vegið sem síst skyldi. Sjö ára missti hann foreldra sína með nokk- urra vikna millibili. Þegar við rædd- um æsku hans og uppvöxt mátti finna hve mikil og djúpstæð áhrif þessi reynsla hafði haft. Hann vann erfiðisvinnu alla sína tíð og hafði þann þroska sem þeir fara á mis við sem fá allt rétt upp í hendurnar. Þegar hann hætti störfum, búinn að líkamlegri heilsu, kom í ljós að gamli maðurinn hafði verið þriggja manna maki í vinnu, þótt hann nyti þess aldrei sjálfur í launum eða vegtyll- um. Hann var afar iðinn og mjög handlaginn og féll sjaldan verk úr hendi. Það var gott að leita til hans þegar leysa þurfti verkefni sem tengdust smíðum eða viðhaldi á heimilinu. Og þótt heilsan væri farin og hann gæti ekki verið beinn þátt- takandi í verkinu var leiðsögn hans ómetanleg. Ég kynntist honum fyrst sem barn, þegar þau voru í tilhuga- lífinu, hann og eftirlifandi eiginkona hans, Ólafía Ásgeirsdóttir, föður- systir mín. Tilhugalífið varð talsvert langt en þegar Lalla var 64 ára ákváðu þau að hefja sambúð. Þegar við vorum boðin í 65 ára afmæli Löllu, fundum við strax að eitthvað lá í loftinu. Lalla nuddaði hálffeimin á sér hendurnar en á milli fingranna mátti sá glansandi giftingarhring. Hann hafði þá látið verða af því að biðja hennar Löllu sinnar. Pétur var vinur vina sinna og betri, traustari og tryggari vin er ekki hægt að hugsa sér. Hann hafði ákveðnar skoðanir og var trúr sinni innri rödd. Hann var hreinn og beinn og aldrei heyrði ég hann baktala neinn. Barngóður var hann með afbrigðum og dætur okkar Hildar nutu góðs af hlýju hans og umhyggju. Þeim þótti afar vænt um hann og sorg þeirra og söknuður er mikill. Það var okkur Hildi og börnunum heiður að fá að vera samferðamenn Péturs og hafi hann þökk fyrir allt og allt. Eiríkur Jónsson og Halldóra Björnsdóttir, læknar Péturs, veittu honum stuðn- ing og hjálp langt umfram það sem reikna hefði mátt með eða þeirra skylda bauð. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar þvagfæraskurðdeild- ar Landspítala veittu hjúkrun af slíkri alúð og kærleika að einstakt má teljast. Við þökkum af heilum hug öllum þeim sem önnuðust Pétur í veikindum hans. Ásgeir Valur, Hildur og dætur. PÉTUR STEFÁNSSON Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is MOSAIK Hamarshöfði 4 - sími: 587 1960 www.mosaik.is Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 Englasteinar Legsteinar Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, GUNNAR HLÖÐVER STEINSSON, Laufrima 6, Reykjavík, lést laugardaginn 15. maí. Bergþóra Skarphéðinsdóttir og fjölskylda. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLGRÍMUR VALGEIR GUÐMUNDSSON, Stórholti 47, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Garðakirkju miðviku- daginn 19. maí kl. 13.30. Soffía Sandra Cox, Fríða Kristín Elísabet Guðjónsd., Hans Hafsteinsson, Sonja Guðbjörg Guðjónsdóttir, Halla Sjöfn Hallgrímsdóttir, Jóhann Sigurður Víglundsson, Anna Lydia Hallgrímsdóttir, Sigríður Hallgrímsdóttir, Guðjón Steinarsson, Sveinn Hallgrímsson, Elsa Halldís Hallgrímsdóttir, Hans Erik Strandberg, Hallgrímur Valgeir Yoakum, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÁRNI SNÆBJÖRN VALDIMARSSON vélfræðingur, Rauðalæk 25, lést á Landspítala Fossvogi sunnudaginn 16. maí. Dómhildur Guðmundsdóttir, Sigríður Árnadóttir Bernhöft, Birgir Bernhöft, Magnús Árnason, Guðný Guðmundsdóttir, Marta Árnadóttir, Hafsteinn Daníelsson, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri, ÁRNI BRYNJÓLFSSON, (Tryggvaskála), Grænumörk 1, Selfossi, lést á Ljósheimum laugardaginn 15. maí. Útförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 22. maí kl. 13:30. Börn og aðstandendur hins látna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.