Morgunblaðið - 18.05.2004, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 18.05.2004, Qupperneq 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2004 35 ✝ Guðjón Einars-son fæddist í Reykjavík 26. apríl 1924. Hann lést á Landspítalanum 10. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Einar Jónsson prentari, f. 15. júní 1899, d. 25. janúar 1965, og Jónína Þor- björg „Nína“ Sveins- dóttir leikkona, f. 3. apríl 1899, d. 29. október 1979. Bróðir Guðjóns var Bragi, prentari, f. 11. júní 1930, d. 9. desember 1994. Bragi var kvæntur Margréti Betty Jónsdóttur, f. 9. september 1930, d. 15. maí 1997. Þau eignuðust fjögur börn, Sturlu, f. 1950, Þór, f. 1951, Jón, f. 1952, d. 2002, Einar Braga, f. 1965. Eftirlifandi eiginkona Guðjóns er Þórdís Guðmundsdóttir, f. 6. mars 1923. Foreldrar hennar voru Guðmundur Gunnlaugsson, f. 5. nóvember 1899, d. 12. janúar 1962, og Björg Jónína Bjarnleifs- dóttir, f. 6. nóvember 1897, d. 24. febrúar 1924. Börn Guðjóns og Þórdísar eru: 1)Ingibjörg, f. 1947, gift Guðjóni R. Ágústssyni, f. 1948, og eiga þau tvö börn: a) Þórdísi Lindu, f. 1968, b) Einar f. 1974. 2) Einar, f. 1948, kvæntur Helgu Guðmundsdóttur, f. 1951, og eiga þau tvö börn: a) Margréti, f. 1973, b) Guðjón, f. 1978. 3) Ingvi Grétar, f. 22. apríl 1951, d. 5. desember 1993, kvæntur Valdísi Gunnlaugs- dóttur, f. 1951, og áttu þau eitt barn, Guðmund Pétur, f. 1971. 4) Þorbjörg, f. 4.6. 1961, gift Gylfa Ernst Gíslasyni, f. 1961, og eiga þau tvö börn: a) Ernst Fann- ar, f. 1984, b) Íris Ósk, f. 1992. Barna- barnabörn Guðjóns eru átta. Guðjón lærði prentiðn í Steindórs- prenti en starfaði síðar í prentsmiðj- unni Eddu til ársins 1959 þegar hann lauk meistaraprófi í prentiðn. Sama ár hóf hann störf hjá Dagblaðinu Tíman- um sem ljósmyndari og síðar sem skrifstofustjóri ritstjórnar þar til hann hætti störfum vegna aldurs árið 1994. Á yngri árum starfaði Guðjón sem sýningarmaður í Há- skólabíói. Guðjón spilaði knattspyrnu með Val og var knattspyrnudómari í mörg ár. Þá lék hann á básúnu og spilaði í nokkrum lúðrasveitum, þó lengst í Lúðrasveit Reykjavík- ur og Lúðrasveitinni Svan. Einnig spilaði hann í jazzhljómsveitum með Braga bróður sínum. Síðustu árin söng hann með Karlakórnum Kátir karlar. Guðjón sat í stjórnum ýmissa fé- laga. Hann var lengi í trúnaðar- ráði Framsóknarflokksins, heið- ursfélagi í Félagi íslenskra radíóamatöra og sæmdur gullme- dalíu Lúðrasveitarinnar Svans. Á síðustu árum var hann félagi í Öð- lingaklúbbi Félags íslenskra hljómlistarmanna. Útför Guðjóns fer fram frá Kristskirkju í Landakoti í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það er ekki oft sem maður kynnist fólki sem er trútt sinni sannfæringu. Þetta er eiginleiki sem gerir hvern mann betri. Einmitt þannig var tengdafaðir minn, Guðjón Einarsson. Hvort sem um var að ræða stjórnmál, tónlist, bifreiðar eða velferð sinna nán- ustu. Guðjón var alltaf mjög ákveðinn og það var unun að kynnast einstak- ling sem hætti ekki fyrr en málin voru komin í höfn. Guðjón hafði óvenju næmt skyn á það sem fagurt var. Hvort sem um var að ræða ljósmynd, útsetningu á lagi fyrir kór eða klæða- burð. Hér kom maður aldrei að tóm- um kofunum. Guðjón passaði upp á að ekkert vantaði. Hvert smáatriði skipti máli. Guðjón var einn af þeim einstak- lingum sem unni sér ekki hvíldar. Sem blaðaljósmyndari var hann alltaf tilbú- inn að fara á vettvang til að fanga rétta augnablikið án þess þó að fara yfir vel- sæmismörk. Handlaginn var hann og á þessum árum smíðaði hann radíó- senda til að nota við áhugamál sitt, radíóamatör. Eftir að hafa sest í helg- an stein gat hann ekki unað sér við stofugluggann og horft á. Hann varð að taka að sér verkefni tengd áhuga- málum sínum. Flest tengdist þetta tónlist og málefnum aldraðra. Guðjón hafði skemmtilegan frá- sagnarhæfileika. Það var ekki haldin veisla án þess að hann bæði ekki um orðið. Frásagnargleði hans endur- speglaði viðburðaríkt líf hans og hann gætti þess að krydda á viðeigandi hátt. Guðjón varð 80 ára 26. apríl síðastlið- inn. Hann hafði alla tíð haft gaman af veisluhöldum og verið hrókur alls fagnaðar. En nú voru aðrir tímar. Þau voru farin að þyngjast skrefin og tveimur vikum seinna var hann allur. Eftir situr minning um mann sem kennt hefur okkur hinum að vera sjálfum okkur trú. Megi minning hans lifa. Gylfi Ernst Gíslason. Kær fjölskylduvinur Guðjón Ein- arsson hefur kvatt þennan heim rúmri viku eftir að hann hélt upp á áttræð- isafmælið með rausnarbrag. Ég kynntist Guðjóni unglingur þeg- ar hann giftist frænku minni Þórdísi Guðmundsdóttur. Það má segja að við höfum fylgst að gegnum gleði og sorg. Guðjón var góður drengur, barn- góður og hjálpsamur. Skáti sem sýndi það í verki. Umhugsun hans um Ingi- björgu Gunnlaugsdóttur fósturmóður Þórdísar var fágæt. Börn og barna- börn hafa notið hlýju hans og um- hyggju. Guðjón átti margar hliðar og áhuga- mál og var tónlistin kannski fremst, enda höfðu þeir Bragi bróðir hans not- ið tónlistar hjá móður sinni Nínu Sveinsdóttur leik- og söngkonu og föð- urins Einars píanóleikara. Guðjón var traustur félagi í Lúðra- sveit Reykjavíkur og í Lúðrasveitinni Svan og í stjórn þeirra um tíma. Guð- jón var líka radíóamatör og komst í tengsl við umheiminn löngu á undan internettengingum enda situr hann þriggja ára við tæki föður síns. Minningarnar um góðan mann hrannast upp, t. d. þegar hann lánaði mér stelpuplöturnar sínar með Fats Waller og kynnti mig fyrir jazzinum, eða heimsóknirnar til fjölskyldu minn- ar í Svíþjóð, sérstaklega í fermingu dóttur minnar. Hann var líka þessi frábæri ljósmyndari og skilur eftir sig minningar um atvik og atburði sem geymast og gleymast aldrei. Þegar Guðjón og Þórdís gengu í kaþólsku kirkjuna valdi hann sér heil- agan Frans sem verndardýrling og var það með réttu. Ég votta allri fjölskyldu Guðjóns, Þórdísi og börnunum mína innilegustu samúð. En ég bið „blow Gabriel blow“ því núna færðu góðan liðsmann í hina himnesku lúðrasveit. Hvíldu í friði og megi hið himneska ljós lýsa þér. Björg Ingvarsdóttir. Það var á útmánuðum ársins 1966 eða rétt eftir miðja síðustu öld sem leiðir okkar Guðjóns Einarsonar lágu fyrst saman. Auglýsing birtist í Dag- blaðinu Tímanum, blaði sem var keypt á mínu heimili, óskað eftir manni í myndamótagerð. Ég var nýskriðinn úr skóla með lítil framtíðarplön á þeirri stundu sem þessi auglýsing birtist. Ég vann á Eyrinni eins og það var kallað sem var ekki vinna til fram- tíðar. Ég hringdi og við Guðjón mælt- um okkur mót, lífið lék við mig, Guð- jón Einarsson ljósmyndari Tímans tók mér opnum örmum og sagði mér, eftir stutt samtal, að ganga frá launa- kjörum mínum við framkvæmdastjóra Tímans, því ég skyldi mæta á ákveðnum tíma til vinnu. Sem sagt ég var kominn í þá stöðu að ganga á fund mektarmanna í þessu þjóðfélagi og ræða um kaup og kjör. Það verður að segjast að ég var mjög taugaóstyrkur, kominn í þá stöðu að sækjast eftir mannsæmandi launum við mann sem ég taldi að hefði öðrum hnöppum að hneppa en að þjarka við strákpjakk um laun. Launin sem buðust voru þriðjungi lægri þeim sem ég hafði á Eyrinni. Heimurinn hrundi yfir mig, mér þótti ég vera snuðaður en þar sem ég var búinn að bindast fastmælum um að mæta á tilsettum tíma til vinnu hjá Guðjóni Einarssyni tók ég þessu með æðruleysi og batt mínar vonir við að mér myndi takast að sanna mig og fengi umbun eftir þrjá mánuði. Mér þótti Guðjón traustvekjandi maður við fyrstu kynni. Tíminn leið og þrettán ár unnum við Guðjón saman, ógleymanlegur tími og mjög svo þroskandi, ekki bara í myndamótagerð eins og upphaflegt verk var, heldur við ljósmyndatökur fyrir næststærsa dagblað landsins; Tímann. Á Tímanum var mikil starfs- gleði og metnaður af hálfu ritstjór- anna, Indriða G. Þorsteinssonar, rit- höfundarins Jóns Helgasonar sem var ritstjóri Helgarblaðs Tímans og Þór- arins Þórarinssonar þess geðgóða rit- stjóra og þingmanns. Ógleymanlegt fólk sem þarna starfaði. Ég bar ótak- markaða virðingu fyrir þessum mönn- um og verkum þeirra og hugmyndum, Guðjón Einarsson var þar engin und- antekning, hann lagði mjög mikinn metnað í verk sín. Einhverju sinni þótti ritstjórn Guðjón Einarsson hafa staðið svo vel í verkum sínum að hann fékk umsögn um sig og afrek sín með myndavélinni á forsíðu blaðsins. Um- sögnin tíundaði hvaða viðburði Guðjón hefði myndað þá helgina. Þessa stemmningu drakk ég í mig og ákvað að gera myndavélina að mínu áhaldi til að skrá líðandi stund í gegnum lins- una. Guðjón var mín stoð og stytta í fyrstu skrefunum sem dugandi ljós- myndari á dagblaði, hann var minn mikli örlagavaldur í því lífi sem ég hef lifað og tileinkað mér allar götur frá sextíu og sex og enn er ég að. Enginn dagur er fyrirséður og flestir skemmtilegir, kunningjahópurinn sem ég hef eignast á lífsleiðinni feiki- stór, þökk sé okkar fystu fundum. Ég votta eftirlifandi eiginkonu og vinkonu minni Þórdísi Guðmundsdótt- ur og fjölskyldu hennar mína dýpstu samúð við fráfall míns ágæta vinar Guðjóns Einarssonar. Hann kveð ég með mikilli þökk og hlýhug. Gunnar V. Andrésson. Það vill oft fara svo í þessu jarðlífi, að maður uppgötvar ekki fyrr en það er liðið eitthvað sem manni þótti hvað vænst um. Í gamla íslenska máltæk- inu segir: „Enginn veit hvað átt hefir fyrr en misst hefir.“ Kynni okkar Guðjóns heitins hófust rétt fyrir 1960, en þá fór ég að skrifa í Tímann sáluga öðru hvoru og skömmu seinna fasta þætti um frímerki og fleira. Ég þekkti nokkra menn fyrir á blaðinu, en um leið og kynni okkar Guðjóns hófust var það engin spurn- ing að hann reyndist mér í öllum ráð- um bestur. Var þar sama hvort um myndefni eða ritað mál var að ræða. Enda var Guðjón afbragðs blaðamað- ur og í engu síðri ljósmyndari. Ég var aftur á móti aldrei nema free-lance blaðamaður, eða dálkahöfundur og tómstunda ljósmyndari. Hjá honum gat ég alltaf sótt ráð og leiðbeiningar sem voru veitt af fagmennsku og fús- um vilja. Smám saman jukust kynnin og upp kom að áhugamálin voru mörg, sem við áttum sameiginleg. Kynntumst við hjón einnig konu hans og fjölskyldu og urðu það góð kynni. Aldrei munum við gleyma ferð sem við fórum saman um Írland sumarið áður en ég fór alger- lega að helga mig kennslu og skóla- stjórn. Þar áttum við saman marga ógleymanlega daga. Í þessari ferð kynntumst við því einnig að við höfð- um afar líkar skoðanir á trúmálum. Varð þetta allt til þess að treysta betur böndin milli okkar. Þegar frá leið hitt- umst við svo oftast í kirkjunni okkar ýmist við athafnir eða á fundum safn- aðarfélaganna. Þegar nú kemur að kveðjustund, skal Guðjóni þakkað fyrir að hafa skil- ið eftir svo margar sólarstundir í lífi okkar, sem og fyrir hlýjuna og ein- læga vináttuna á vegferð lífsins. Guð geymi þig og allt þitt fólk. Sigurður H. Þorsteinsson og Torfhildur Steingrímsdóttir. Gamlir lúðurblásarar sjá nú á bak góðum vini og öflugum félaga í áratugi þegar Guðjón Einarsson er allur. Hann var virkur félagi í tveimur lúðra- sveitum í áratugi. Svaninum frá unga aldri, en gekk til liðs við Lúðrasveit Reykjavíkur um 1970 og reyndist góð- ur félagi. Guðjón var þeirrar gerðar, hvort sem um starf hans var að ræða eða áhugamál, að hann átti erfitt með að sitja hjá, auðum höndum, þegar verk var að vinna eða mál krafðist um- ræðu og lausnar. Það leið því ekki á löngu, eftir að hann kom til leiks með LR, að honum voru falin trúnaðar- störf, og rækti hann þau af alúð, og reyndist kappsfullur talsmaður út á við og lagði gott til allra mála. Hann átti sæti í mörgum stjórnum sveitarinnar, einkum sem gjaldkeri eða endurskoðandi, en Guðjón var manna glöggvastur á tölur. Þá var hann í ferðanefnd vegna vesturfarar 1987, en hann tók einnig þátt í tveimur öðrum vesturförum, 1972 og 1975. Guðjón átti farsælan starfsferil við prentun og blaðaútgáfu. En hann átti einnig mörg áhugamál og sinnti þeim öllum vel, en tónlistina lét hann aldrei sitja á hakanum né félagsskapinn sem henni tengist. Auk lúðrasveitanna tveggja lék hann með Sveiflusextett, og þegar stofnaðar voru prentara- hljómsveitir vegna afmæla prentara- félagsins var sjálfsagt að leita til Guð- jóns. Þá starfaði hann á síðari árum með kór eldri borgara. Ég tel mig mæla fyrir hönd félaga í Lúðrasveit Reykjavíkur er ég færi Guðjóni Einarssyni látnum kærar þakkir fyrir allt starf hans í þágu sveitarinnar. Ég votta Þórdísi Guð- mundsdóttur, konu hans, svo og öðr- um aðstandendum, samúð mína og Guðrúnar konu minnar. Sverrir Sveinsson. GUÐJÓN EINARSSON Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Elskulegur bróðir minn og mágur, GUÐMUNDUR BRAGI JAFETSSON, Hrafnistu, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 19. maí kl. 15.00. Halldóra Jafetsdóttir, Ingvi Guðmundsson. Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, BJARNI MAGNÚSSON, Borgartúni 30a, áður Heiðvangi 8, Hafnarfirði, lést á St. Jósepsspítala, Hafnarfirði, föstu- daginn 14. maí sl. Útförin fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 24. maí kl. 13.30. Sigrún Steingrímsdóttir, Dóra Margrét Bjarnadóttir, Sigurjón Pálsson, Ingunn Bjarnadóttir, Gunnar Rúnar Óskarsson, Magnús Bjarnason, Anna Sveinsdóttir, Steingrímur Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.