Morgunblaðið - 18.05.2004, Síða 36
MINNINGAR
36 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Friðfinna Ingi-björg Óladóttir
fæddist á Smjörhóli í
Öxarfirði 2. júlí 1912.
Hún lést á Dvalar-
heimilinu Hlíð 7. maí
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Óli
Jón Jóhannesson, f.
1881, og Anna Frið-
finna Guðmundsdótt-
ir, f. 1880.
Árið 1938 giftist
Ingibjörg Guðmari
Gunnlaugssyni, f. 9.
september 1913, d. 9.
mars 2002. Börn
þeirra eru: 1) Drengur, andvana
fæddur 1.9. 1938. 2) Haukur, f.
15.10. 1939, kvæntur Mörtu Vil-
hjálmsdóttur f. 1942. Þau eiga
þrjú börn, Ingibjörgu, f. 1964,
Guðmar, f. 1967, og Vilhjálm, f.
1969. 3) Gylfi, f. 24.11. 1944,
kvæntur Arnheiði Eyþórsdóttur,
f. 1958. Fyrri kona hans er Fjóla
Friðriksdóttir, f. 1951, og eiga
þau Þórarin Friðrik, f. 1969, Unni
Björk, f. 1973, og Gunnlaug
Starra, f. 1976. Sonur Gylfa og
Arnheiðar er Eyþór, f. 1990. 4)
Anna Steinunn f. 24.4. 1947, d.
14.12. 1947. 5) Guðmundur, f.
21.11. 1948, kvæntur Helgu S. Að-
alsteinsdóttur, f. 1949. Þau eiga
þrjú börn, Guðmar, f. 1968, Ár-
nýju, f. 1972, og Aðalstein, f. 1980,
6) Óli, f. 1.9. 1951, hann á soninn
Aron Frey, f. 1991 með Maríu
Ingadóttur. 7) Sóley
Birgitta, f. 11.11.
1954, d. 11.9. 1984,
gift Haraldi Gunn-
þórssyni, f. 1955.
Börn þeirra eru Haf-
dís Inga, f. 1973, og
Óli Gneisti, f. 1979.
Dóttir Sóleyjar og
Egils Bjarnasonar
er Anna Steinunn, f.
1969, en hún ólst
upp hjá Ingibjörgu
og Guðmari. Barna-
barnabörn Ingi-
bjargar og Guðmars
eru 12 fædd.
Ingibjörg ólst upp á Smjörhóli,
en fór ung að vinna fyrir sér, m.a.
í vist á Kópaskeri, Skinnastað og
síðar á Akureyri. Hún gekk í hús-
mæðraskóla á Laugum í Reykja-
dal veturinn 1933–1934. Á Akur-
eyri kynntist hún eiginmanni
sínum og settust þau þar að. Þau
bjuggu fyrst í Oddeyrargötu 3, en
síðar að Stekkjargerði 6. Auk
húsmóðurstarfa vann hún á tíma-
bili hjá Útgerðarfélagi Akureyr-
inga, Kaupfélagi Eyfirðinga og á
fataverksmiðjunni Heklu. Ingi-
björg hélt heimili í Stekkjargerði
6 allt til ársins 2003, þegar heilsu
hennar fór að hraka. Fluttist hún
þá á Dvalarheimilið Hlíð, þar sem
hún dvaldi til dauðadags.
Útför Ingibjargar verður gerð
frá Akureyrarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Ingibjörg tengdamóðir mín er
látin. Þá streyma fram minning-
arnar um mæta konu sem reyndist
mér afskaplega vel. Hún ólst upp
með foreldrum sínum og þremur
systkinum á Smjörhóli í Öxarfirði.
Lífsbaráttan var erfið þar sem faðir
hennar var ekki heilsuhraustur.
Ingibjörg fór snemma að vinna fyr-
ir sér en tókst þó að komast á Hús-
mæðraskólann á Laugum. Hana
dreymdi um að ganga menntaveg-
inn en hafði ekki tök á því. Hún var
falleg kona með afskaplega stór og
falleg augu og mikið og þykkt hár
og Guðmar tengdafaðir minn hafði
auga fyrir því. Þau lentu í þeirri
sáru reynslu að missa tvær dætur
sínar ungar, aðra á fyrsta ári og
hina þrítuga. Margir segja að ástin
geti ekki lifað alla ævina en þeirra
ást gerði það. Þau studdu hvort
annað í blíðu og stríðu. Aðdáun-
arvert var þegar tengdafaðir minn
lá banaleguna hvernig hún strauk
og nuddaði fætur hans og létti hon-
um þrautirnar eins og hægt var.
Ingibjörg var mikil handavinnu-
kona og saumaði m.a. púðaver þar
til nokkrum vikum áður en hún lést.
Hún prjónaði líka mikið og oft hef
ég dáðst að henni þegar hún fór
með lopapeysur sem hún prjónaði
til Þýskalands í sína fyrstu utan-
landsferð og seldi þær þar þótt hún
talaði ekki erlend tungumál. Ingi-
björg hafði mikinn áhuga á allri
ræktun og hafði alla tíð matjurtir í
garðinum sínum. Hún hafði einnig
áhuga á trjárækt og yndi af blóm-
um.
Okkar fyrstu kynni hófust þegar
ég var rétt sautján ára og hún þá
fimmtíu og fjögurra. Seinna þegar
Guðmundur sonur hennar var enn í
menntaskóla og við áttum von á
barni kallaði hún á mig inn til sín
og sagði: „Þú getur flutt til okkar,
ég veit þú tefur ekki fyrir Guð-
mundi með námið.“ Þar kom fram
metnaður hennar fyrir því að hann
gæti gert það sem hana hafði
dreymt um. Ég flutti svo til þeirra
og oft hef ég dáðst að Ingibjörgu
fyrir dugnaðinn og viljann þegar
hún hafði okkur öll undir sama
þaki, þrjá syni sína, dóttur og tvær
tengdadætur, allar þrjár með börn.
Ótrúlega litlir árekstrar urðu og
þarna skapaðist góður vinskapur
með öllu þessu fólki. Samtals bjó ég
hjá þeim í þrjú ár og þau reyndust
mér eins og bestu foreldrar. Síðar
fluttum við vestur á land en þegar
börnin okkar fóru norður í mennta-
skóla var faðmurinn opnaður fyrir
þau og tvö eldri börnin okkar
bjuggu hjá þeim. Yngri sonur okk-
ar varð þess ekki aðnjótandi þar
sem aldurinn hafði færst yfir þau
en hann var alltaf velkominn til
þeirra. Það voru ekki bara okkar
börn sem voru velkomin heldur öll
barnabörnin. Ingibjörg vildi halda
vel utan um fjölskylduna og alveg
fram á efri ár safnaði hún saman
fólkinu sínu í mat á aðfangadags-
kvöld.
Þegar við heimsóttum Ingibjörgu
tæpri viku áður en hún dó gat hún
lítið tjáð sig. Við héldumst í hendur
og hún hafði orð á því að hendur
okkar væru kaldari en sínar. Tvisv-
ar færðist yfir hana breitt bros og í
bæði skiptin þegar minnst var á tvö
minnstu barnabarnabörnin.
Ingibjörg var kona sem ræktaði
garðinn sinn í orðsins fyllstu merk-
ingu.
Þetta verða mín kveðjuorð með
þakklæti fyrir samferðina.
Helga.
Nú þegar við kveðjum ömmu
sækja að huganum margar góðar
minningar. Alltaf var jafngaman að
koma til ömmu og afa í Stekkjar-
gerði og dvöl þar, um lengri eða
skemmri tíma, var órjúfanlegur
hluti æsku okkar og uppvaxtar.
Minningar rifjast upp um stóran
barnaskara á hlaupum í gegnum
forstofuna eða jafnvel húsið, parís á
gangstéttinni, kaldar sturtur úr
garðúðara, berjaskyr, ís og ávexti,
grjónagraut með köldu slátri á
laugardögum og lambasteik á
sunnudögum. Því fleiri sem komu í
mat því betra. Ömmu fannst gaman
að taka á móti gestum og þegar þá
bar að garði fannst henni nauðsyn-
legt að geta veitt vel og hafði hún
miklar áhyggjur ef gestir tóku ekki
vel til matar síns í öllum málum.
Henni féll ekki nógu vel ef litlu
krakkarnir máttu ekki fá súkku-
laðimola hjá henni, því alltaf var
konfekt í boði fyrir þá sem komu í
kaffi.
Amma var ótrúlega dugleg – hélt
stórt heimili alla tíð sem hún sinnti
af einstakri elju og natni. Ef ekki
þurfti að stússa í eldhúsinu var hún
óðara komin með prjóna eða nál í
hendurnar að prjóna fyrir afkom-
endurna óteljandi vettlinga, sokka,
peysur, teppi eða annað það sem
hún taldi að einhvern vanhagaði
um. Auk þess var hún alla tíð með
matjurtagarð þar sem hún ræktaði
kartöflur og grænmeti.
Hún amma var mjög stolt af ætt-
boga sínum og fylgdist vel með öll-
um barnabörnunum og barnabarna-
börnunum sínum og gott var að vita
af þeirri umhyggju hennar í okkar
garð. Amma var ljúf og góð kona
sem alla tíð hugsaði meira um aðra
en sjálfa sig og þótt það sé sárt að
horfa á eftir henni getum við glatt
okkur við að fagnaðarfundir hafa
orðið hinum megin þegar hún hitti
afa, börnin sín og aðra ættingja
sem á undan henni fóru.
Við eldri systkinin bjuggum hjá
afa og ömmu á menntaskólaárunum
og þegar við fórum til útlanda til
ársdvalar var ekki hægt annað en
sakna plokkfisksins hennar, sem
var sá besti í heiminum.
Með þakklæti kveðjum við
ömmu, megi hún hvíla í friði.
Guðmar, Oddný og börn,
Árný, Hjörvar og dætur,
Aðalsteinn og Sólveig.
Mér hefur verið sagt að þegar
amma var ung þá hafi hún verið
sterk, dugleg og góð – sjálfur veit
ég að þegar hún var orðin gömul
kona var hún ennþá sterk, dugleg
og góð. Það eru ekki mörg ár síðan
amma hætti að moka stéttina hjá
sér á veturna eða að setja niður
kartöflur á vorin.
Það eru ófáar minningar sem
tengjast því að sitja við matarborð-
ið í Stekkjargerðinu. Þegar ég var
lítill fékk ég alltaf súkkulaðiköku
hjá ömmu á laugardögum en líka
kleinur og pönnukökur. Stórfjöl-
skyldan bjó lengi til laufabrauð
þarna á hverju ári. Frá því að ég
var unglingur og þar til ég flutti frá
Akureyri þá var mér (okkur þegar
á leið) boðið vikulega í mat.
Það er hægt að telja börnin
hennar ömmu, barnabörnin hennar
og barnabarnabörnin en það er
aldrei hægt að telja þá fjöldamörgu
sem hafa hugsað til hennar sem
ömmu sinnar eða jafnvel sem
mömmu sinnar. Hún hleypti svo
mörgum að, hún hugsaði um svo
marga, sumir voru bara hluti af lífi
hennar í stuttan tíma en aðrir urðu
varanlega hluti af fjölskyldunni.
Eitt sinn sá ég að amma hafði
laumast út með bolta og var að
prufa sig áfram á körfuboltavell-
inum í Borgarnesi. Ég var sá eini
sem sá hana þarna og hún vissi
ekki að ég væri að horfa. Allt í einu
hrasaði amma og datt.
Ég fékk áfall og hélt að hún hefði
slasað sig en amma stóð bara á fæt-
ur og dustaði af sér rykið. Þegar
hún tók eftir mér þá hristi hún bara
höfuðið og brosti. Ef amma gerði
einhver mistök eða hafði rangt fyrir
sér þá brást hún mjög oft við með
því að hrista höfuðið og brosa að
sjálfri sér.
Fyrir nokkrum árum horfði ég á
áramótaskaupið með ömmu, þar
var sýnt fram á að ákveðnar bygg-
ingar á höfuðborgarsvæðinu væru
hálfdónalegar í laginu, amma hló
mest yfir þessu atriði. Amma var
ákaflega glaðlynd, hló oft og brosti
mikið.
Þegar ég hugsa um ömmu þá
hugsa ég um brosið hennar.
Óli Gneisti Sóleyjarson.
Eitthvert það mesta lán sem okk-
ur er gefið, er að eiga góða að. Sum
okkar eru til að mynda jafn heppin
og ég, að eiga afa og ömmu langt
fram á fullorðinsár. Að njóta jafn-
vel mikilla samvista við þau, langt
umfram það sem almennt gerist.
Slík var mín heppni og því lýkur nú
einum lengsta kafla ævisögu minn-
ar, og þeim hinsta í ævisögu ömmu.
Heimili afa og ömmu í Stekkjar-
gerði var alla tíð mitt akkeri, fasti
punkturinn í tilverunni. Ég bjó í
kjallaranum sem barn og þá var
gott að geta haft annan fótinn á efri
hæðinni. Ég naut þess að koma í
morgunkaffi, enda var úrvalið oft
betra þar en heima. Gerði svo
morgunleikfimina með ömmu og út-
varpinu. Seinni partinn lögðum við
okkur inni í græna sófa. Minn stað-
ur var sófabakið og amma lagði sig
í stórhættu, því ég átti það til að
dunkast niður á hana þar sem hún
lá og las Snúð og Snældu og aðrar
álíka bókmenntir. Á kvöldin gat ég
laumast upp ef mikið lá við, til
dæmis til að horfa á Dallas, en það
var á bannlista í kjallaranum. Það
var líka amma sem kenndi mér að
drekka kaffi um fimm til sex ára
aldurinn, henni fannst víst að ég
gæti drukkið annað og verra en
það. Með öðrum orðum, hún lét
flest eftir mér, eins og sannar
ömmur gera.
Já, lífið er nokkurs konar hring-
rás. Ég sneri aftur í kjallarann eftir
að hafa verið í námi í Reykjavík og
bjó þar í tvö ár. Fannst gott að hafa
afa og ömmu innan seilingar og að
geta litið til þeirra daglega. Síðustu
árin reyndi ég að endurgjalda að
einhverju leyti okkar gömlu stund-
ir.
Ég er þakklát fyrir að hafa haft
tækifæri til að sitja hjá henni síð-
ustu dagana. Ég er þakklát fyrir að
hafa átt hana að og hafa fengið að
hafa hana hjá mér svona lengi. Ég
er þakklát fyrir að hún náði að
kynnast dóttur minni sem heitir
eftir dætrum hennar. Ég trúi að
hún hafi fengið góðar móttökur á
nýjum stað.
Hafdís.
INGIBJÖRG
ÓLADÓTTIR
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Aðal-
stræti 92, Patreksfirði, 2. hæð, mánudaginn 24. maí 2004
kl. 14:00 á eftirfarandi eign:
Stakkar 1, ásamt ræktun og mannvirkjum, 451 Patreksfirði, Vestur-
byggð, þingl. eig. Ólöf Matthíasdóttir og Skúli Hjartarson, gerðar-
beiðandi Ker hf.
Sýslumaðurinn á Patreksfirði,
17. maí 2004.
Björn Lárusson, ftr.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum sem hér segir:
Bakkatún 2, 465 Bíldudal, Vesturbyggð, þingl. eig. Hannes Bjarnason,
gerðarbeiðandi Sparisjóður Vestfirðinga, mánudaginn 24. maí 2004
kl. 16:00.
Dalbraut 1, 465 Bíldudal, Vesturbyggð, með öllum tilheyrandi
rekstrartækjum, þingl. eig. Jón Þórðarson, gerðarbeiðandi Byggða-
stofnun, mánudaginn 24. maí 2004 kl. 16:30.
Sumarbústaður á Hvammeyri, lóð nr. 1 úr landi Höfðadals í Tálkna-
fjarðarhreppi, ásamt tilheyrandi lóðarréttindum, þingl. eig. Þórunn
Hilma Svavarsd. Poulsen, gerðarbeiðendur Byggðastofnun og Sjóvá-
Almennar tryggingar hf., mánudaginn 24. maí 2004 kl. 17:00.
Sýslumaðurinn á Patreksfirði,
17. maí 2004.
Björn Lárusson, ftr.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á skrif-
stofu embættisins í Aðalstræti 92, Patreksfirði, 2. hæð, sem
hér segir:
Ernir BA 29, sknr. 1410, ásamt rekstrartækjum og veiðiheimildum,
þingl. eig. Arnarflutningar ehf., gerðarbeiðendur Reykjavíkurhöfn
og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., mánudaginn 24. maí 2004
kl. 18:30.
Þórdís BA 74, sknr. 137, ásamt rekstrartækjum og veiðiheimildum,
þingl. eig. Eljan ehf., gerðarbeiðandi Hafnasjóður Vesturbyggðar,
mánudaginn 24. maí 2004 kl. 19:00.
Sýslumaðurinn á Patreksfirði,
17. maí 2004.
Björn Lárusson, ftr.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
NAUÐUNGARSALA
ATVINNA mbl.is
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
EINAR ÓLAFSSON
fyrrv. útsölustjóri ÁTVR,
Hraunvangi 1,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 19. maí kl. 13.30.
Þeir, sem vilja minnast hans, eru beðnir að láta
Krabbameinsfélagið njóta þess.
Hansína Þorkelsdóttir,
Unnur Einarsdóttir, Rafn Baldursson,
Guðrún Einarsdóttir, Hjörtur Páll Kristjánsson,
Þorkell Einarsson, Rut Marsibil Héðinsdóttir,
Gerður Einarsdóttir, Þorsteinn Sveinbjörnsson,
Ólafur Hjalti Einarsson,
Sveinn Ingvar Einarsson, Karin Margareta Johansson,
Pálmi Einarsson,
Jóhanna Einarsdóttir, Gísli Guðmundsson,
Ari Einarsson, Berglind Jónsdóttir,
Snorri Páll Einarsson, Elín Lára Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.