Morgunblaðið - 18.05.2004, Side 40

Morgunblaðið - 18.05.2004, Side 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Grettir Smáfólk ODDI MAN EKKI HVERT HANN SETTI BEINIÐ SITT RÉTT? ÞETTA ER BARA TEGUND AF GLERAUGUN Á NEFINU KVILLANUM ÞETTA HLAUT AÐ GERAST... ODDI ER BÚINN AÐ ELLTA SKOTTIÐ SITT OF OFT NÚNA ER ÞAÐ BÚIÐ AÐ FELA SIG FYRIR HONUM Í DAG ER FYRSTI DAGURINN ÞEGAR NÝI RITARINN KEMUR BYRJAR VINNAN ÉG HÉLT AÐ ÉG FENGI BETIR RITARA... Risaeðlugrín © DARGAUD ÉG FLUTTI AÐALEGA ÚT AF NÁGRÖNNUNUM. ÞAÐ VAR HRÆÐILEGT AÐ BÚA VIÐ ALLAN ÞENNAN HÁVAÐA ÞAÐ VAR EINS GOTT. ÞESSI HELLIR LOSNAÐI Í FYRRADAG OG ÉG GAT FLUTT INN STRAX GJÖRIÐI SVO VEL OOOO EN FALLEGT! MIKIÐPLÁSS! ÞÆGILEGT! OGHLJÓÐBÆRT FYRVERANDI LEIGJANDINN KVARTAÐI UNDAN RAKA. SJÁIÐ! ÞAÐ ER BARA EINN VEGGUR SEM ER RAKUR KOMUM NÆR HÉR ER HANN ÉG ÁKVAÐ AÐ INNRÉTTA ÞENNAN HLUTA HELLISINS SEM BAÐHERBERGI. ÉG ÞARF AÐ REISA 3 VEGGI KRINGUM ÞAÐ OG ÞÁ ER KOMIN... ÞÁ ER KOMIN... STURTA! JÁÁÁ! EKKI VITLAUST GÓÐ HUGMYND! HENTUGT! MIG LANGAR NÆSTUM AÐ PRÓFA HANA MIG LÍKA MIG LÍKA EKKERT MÁL! LÁTIÐ YKKUR LÍÐA EINS OG HEIM HJÁ YKKUR ÉG ER ÁNÆGÐUR AÐ SJÁ HVAÐ ÞIÐ ERUÐ UPPTEKNIR AF HREINLÆTI ROSALEGA ER ÞETTA GOTT! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞEGAR Danir ráku hér einokunar- verslun voru landsmenn óánægðir með það einræði sem ríkti í viðskipt- um og fögnuðu er þeir losnuðu und- an þeim viðskiptaháttum. Vegna þeirrar reynslu bjóst maður tæplega við að viðskiptaráðherra myndi sam- þykkja að á Íslandi yrði búið til sér einokunarfyrirbæri í viðskiptum. Þegar ferðast er um landið þurfa menn víðast hvar að kaupa bensín í gegnum kortasala við tankinn. Þó þetta fyrirkomulag geti verið til þæginda fyrir ferðamenn, á þeim tímum þegar veitingaþjónusta er lokuð, ætti ekki að þröngva þessum viðskiptamáta upp á fólk, sem eina valkost til að greiða fyrir eldsneyti á bílinn. Þar sem flestar bensínstöðvar stunda veitingasölu, sé ég ekki hvaða ástæða er fyrir því að fólk fái ekki að borga inni við kassann. Kostnaðurinn við það er varla svo mikill að hann ætti að sliga olíufélög- in fjárhagslega. Sérstaklega þegar til þess er litið að viðskiptavinir olíu- félaganna eru búnir að aðstoða olíu- félögin við að útrýma heilli stétt manna, sem var með samningsbund- inn rétt til starfsins, eru það raunar enn, og losa olíufélögin þannig við greiðslu á samningsbundnum laun- um og réttindum tengdum starfinu, sem ætti að vera allverulegur hagn- aður fyrir olíufélögin. Þess vegna finnst mér ekki heiðarlegt af olíufé- lögunum að beita viðskiptavini ein- okunarvaldi í þessum viðskiptum. Þessi viðskiptamáti sýnir manni vel hversu einræðið er orðið áberandi á Íslandi. Þar sem fólk þarf að nota pin- númer til að opna fyrir greiðsluna á áfyllingu, getur verið erfitt að kom- ast hjá því að óheiðarlegir aðilar sjái þegar númerið er stimplað inn þar sem tölvurnar eru það hátt uppi að öllum er sýnilegt hvaða tölur eru notaðar. Síðan fara menn og versla í sjoppunni, greiða þar með korti og skilja þá eftir kortanúmer og kenni- tölu. Með þessar upplýsingar geta menn gert ýmislegt. Þess vegna tel ég betra að eigandinn sé einn með upplýsingar um pinnúmerið. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Hamrabergi 5, 111 Reykjavík. Tillitsleysi í viðskiptum Frá Guðvarði Jónssyni: ÞEGAR Doddi var lítill langaði hann mjög mikið til að eignast lítið hænsnabú. Hann eignaðist eina litla hænu og einn lítinn hana. Hann vant- aði hjálp til þess að litlu hænsnin hans gætu þrifist og dafnað. Hann hugsaði með sér að Eyrnastór myndi hjálpa honum við það. Ekki stóð nú á hjálpinni hjá Eyrnastórum. Hann sá til þess að litlu hænsnin hans Dodda fjölguðu sér og döfnuðu vel. Ein- staka sinnum ætluðu vond dýr að ráðast á hænsnabúið en Eyrnastór og Lási lögga sáu til þess að ekkert illt henti hænsnin hans Dodda. Eyrnastór var ánægður með hvað vel gekk hjá Dodda. Hann ákvað að gera allt sem hann gæti til að hænsnabúið hans Dodda gæti stækkað og þrifist. Hann vildi að all- ir sem ættu lítil hænsnabú gætu stækkað þau svo hann gæti fengið nokkur egg við og við. Vinir Eyrna- stórs voru hæstánægðir vegna þess að þeir fengu líka egg og kjúklinga annað veifið. Svo kom að því að hænsnabúið hans Dodda stækkaði svo mikið að Eyrnastórum varð nóg um. Hæn- urnar hans Dodda voru nefnilega farnar að fara inn í garðinn hans Eyrnastórs. Eyrnastórum fannst það ekki gott vegna þess að honum fannst hann ekki lengur ráða yfir garðinum sínum. Hænurnar hans Dodda voru orðnar of ágengar. Svo að Eyrnastór skipti um skoð- un. Hann sagði að hænsnabúið hans Dodda væri orðið of stórt og það þyrfti að skipta því upp. „Það mega ekki vera bæði varphænur og hanar á búinu á sama tíma“, sagði Eyrna- stór. Hann talaði við alla vini sína og sagði þeim að hænsnabúið hans Dodda væri orðið alltof stórt. Það yrði að gelda það svo það stækkaði ekki meira. Allir vinir Eyrnastórs tóku undir þetta vegna þess að Eyrnastór sagði að hann yrði reiður ef þeir samþykktu það ekki. Nokkrir refir sem voru vinir Eyrnastórs gjömmuðu hátt og sögðu alltaf það sem Eyrnastór sagði þeim að segja. Næstum öllu fólkinu, sem hafði keypt egg af Dodda litla, fannst að Eyrnastór væri nú heldur frekur vegna þess að eggin hans Dodda höfðu verið bragðgóð og staðgóð. Áður fyrr höfðu allir þurft að kaupa egg af fyrirtækinu Rúvakri, sem Eyrnastórum var þóknanlegt, en fólkið var orðið vant því að skipta við Dodda. Hann bauð nefnilega upp á góð og fjölbreytt egg. Vonandi fáum við áfram egg frá Dodda. VALDIMAR MÁSSON, Hamarsgötu 1, 750 Fáskrúðsfirði. Doddi litli og Eyrnastór (sönn saga?) Frá Valdimar Mássyni:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.