Morgunblaðið - 18.05.2004, Side 44

Morgunblaðið - 18.05.2004, Side 44
ÍÞRÓTTIR 44 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ TÓLF leikmenn stigu sín fyrstu skref í efstu deild um helgina þegar fyrsta umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu var leikin. Nýliðar Víkings áttu sex þeirra. Þá voru tólf aðrir nýir leikmenn í deildinni sem koma allir að utan. Víkingarnir sex sem hófu feril sinn í efstu deild í tapleiknum gegn Fram, 3:0, voru þeir Grétar S. Sigurðarson, Steinþór Gíslason, Kári Árnason, Vikt- or Bjarki Arnarsson, Stefán Örn Arnarson og Þor- valdur Már Guðmundsson. KA var með tvo nýliða gegn Keflavík, Hauk I. Sigurbergsson og Jón Gunnar Eysteinsson, sem báð- ir koma frá Neskaupstað, Fram var með þá Heiðar Geir Júlíusson og Andra Stein Birgisson og KR með Sigmund Kristjánsson og Gunnar Kristjánsson. Níu af tíu liðum deildarinnar tefldu fram tólf nýj- um leikmönnum sem koma frá öðrum löndum. Ellefu erlendum leikmönnum, ásamt Atla Sveini Þórarins- syni hjá KA. Aðeins Fylkir stillti upp „alíslensku“ liði. Sex nýliðar léku í liði Víkings SAMTALS mættu 7.196 áhorfendur á leikina fimm í fyrstu umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu um helgina. Að meðaltali voru því 1.439 áhorfendur á hverjum leik. Þetta er besta aðsókn á leiki í fyrstu um- ferðinni í sextán ár, eða frá árinu 1988, en þá komu 7.366 áhorfendur á leikina fimm, eða 1.473 að meðaltali á leik. Flestir komu á KR-völlinn en 2.108 sáu Íslands- meistarana tapa fyrir FH. Á Akranesi voru 2.020 manns á leik ÍA og Fylkis en það hefur ekki áður gerst að yfir 2.000 manns mæti á tvo leiki í fyrstu umferðinni. Þá voru 1.418 áhorfendur á Laugardalsvellinum þegar Fram mætti Víkingi, á Akureyri sáu 853 leik KA og Keflavíkur og loks voru 800 manns í Grindavík á leik heimamanna gegn ÍBV. Í fyrra komu 6.488 áhorfendur á leiki fyrstu umferð- ar, 7.019 árið 2002 og 6.912 árið 2001. Árið 1988 sáu 1.017 áhorfendur leik Keflavíkur og Völsungs, 1.040 sáu Leiftur mæta ÍA, 1.602 sáu Akur- eyrarslag KA og Þórs, 1.676 sáu KR leika við Víking og flestir fylgdust með viðureign Fram og Vals, 2.031. Besta aðsókn á fyrstu leikina í 16 ár KAREN Burke, hin reynda enska knattspyrnukona, getur ekki leikið alla leiki ÍBV í sumar vegna atvinnu sinnar í Englandi. Hún rekur veitingastað og gisti- heimili í Liverpool ásamt bróður sínum og er að hluta til bundin yfir þeim rekstri vegna sumar- fría. „Það er ljóst að Karen spilar tvo fyrstu leikina, gegn Breiða- bliki og FH, en síðan kemur hún til með að missa eitthvað úr. Ég býst þó við að hún verði með okk- ur í meirihluta leikjanna og þetta verður ekki þannig að hún fljúgi bara á milli í leikina,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, við Morgunblaðið. Karen Burke er 33 ára og hef- ur spilað um 70 landsleiki fyrir Englands hönd. Hún hefur leikið með Fulham í ensku úrvalsdeild- inni í vetur og þá var hún kölluð inn í enska landsliðið á ný um tíma en hún var annars hætt að leika með því. Karen lék 11 leiki með ÍBV síðasta sumar og skor- aði 5 mörk en áður spilaði hún með Eyjaliðinu árin 1999 og 2000. Vinnur í Liverpool og spilar með ÍBV  STEINAR Adolfsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, sem lagði skóna á hilluna fyrir þremur ár- um vegna meiðsla, er genginn til liðs við 3. deildar lið Skallagríms. Þar spilar hann við hlið Ólafs, bróður síns og fyrrverandi landsliðsmanns úr ÍA, sem þjálfar Borgnesinga og leikur með þeim.  ÞÓRÐUR Birgisson, knattspyrnu- maður úr ÍA, gekk til liðs við 2. deild- ar lið KS frá Siglufirði um helgina. Þórður, sem er Siglfirðingur og lék tvo leiki með ÍA í úrvalsdeildinni í fyrra, byrjaði vel með sínu gamla fé- lagi því hann skoraði í sigurleik KS, 2:1, gegn KFS í fyrstu umferð 2. deildarinnar í Vestmannaeyjum.  SILJA Úlfarsdóttir, hlaupadrottn- ing úr FH, bætti tíma sinn í 400 metra grindahlaupi á laugardaginn á móti í Bandaríkjunum. Hún rann skeiðið á 58,10. Hún átti að keppa á fimmtudaginn en það var blásið af vegna óveðurs. Í 4x400 metra boð- hlaupi hljóp Silja sinn sprett á 52,9 sekúndum og var ánægð með það.  ARSENE Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, hefur staðfest að Frakkinn Sylvain Wiltord hverfi á braut frá Highbury í sumar en leik- maðurinn hefur ekki léð máls á því að gera nýjan samning við félagið. Ars- enal greiddi 11 milljónir punda fyrir Wiltord þegar hann gekk til liðs fé- lagið fyrir fjórum árum en fær ekk- ert fyrir hann í sumar.  THIERRY Henry, miðherji Arsen- al, var í gær útnefndur leikmaður úr- valsdeildarinnar í Englandi og þá fékk hann einnig viðurkenningu fyrir að vera markakóngur úrvalsdeildar- innar – skoraði 30 mörk og fékk hann þúsund pund fyrir hvert mark sem hann skoraði. Þá var Arsena Wenger útnefndur knattspyrnustjóri ársins.  STEVE Bruce, knattspyrnustjóri Birmingham, vonast til að geta gengið frá kaupum á Emile Heskey, framherja Liverpool, í dag eða á morgun. Birmingham hefur boðið Liverpool 3,5 milljónir punda í Hesk- ey, en Liverpool keypti hann frá Leicester fyrir fjórum árum á 11 millj. punda.  HESKEY hefur skorað 60 mörk í 228 leikjum sínum fyrir Liverpool en Liverpool hefur þegar tryggt sér arftaka Heskeys, Frakkann Djibril Cisse.  NEWCASTLE hefur sett 50 millj- ón punda verðmiða á varnarmanninn sterka Jonathan Woodgate. Heyrst hefur að Manchester United hafi rennt hýru auga til Woodgate en Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United, hefur sagst ætla að styrkja vörn sína fyrir næstu leiktíð. For- ráðamenn Newcastle segjast ekkert hafa heyrt frá United en þeir segja að leikmaðurinn sé ekki falur fyrir minna en 50 milljónr punda. FÓLK ÍBV er með sterka sveit erlendraleikmanna, þar sem þær Michelle Barr og Mhairi Gilmour frá Skot- landi og hin þraut- reynda enska lands- liðskona Karen Burke eru öllum hnútum kunnugar hér á landi. Claire Johnstone, vara- markvörður skoska landsliðsins, leysir enska landsliðsmarkvörðinn Rachel Brown af hólmi, og þá verður Mary McVeigh frá Bandaríkjunum með ÍBV fram í júlí en þegar hún fer kemur landa hennar Rachel Kruze í staðinn. Ekki má gleyma Elínu Önnu Steinarsdóttur sem er komin til liðs við Eyjakonur frá Breiðabliki, og auk þess skartar liðið skæðasta sóknardúett landsins, þeim Olgu Færseth og Margréti Láru Viðars- dóttur. „Við erum ekkert að fela það að við stefnum á þá titla sem í boði eru. Við urðum í öðru sæti, bæði í deild og bikar, í fyrra og þar sem við ætlum að bæta okkur, eins og við höfum gert ár frá ári, kemur ekkert annað til greina en að horfa á efsta sætið. Okkar lið er vel mannað, sterkt á pappírunum þótt breiddin sé kannski ekki alveg eins mikil og í fyrra. En það er reyndar ekki nóg að vera sterkir á pappírunum eins og sannast hefur áþreifanlega með Real Madrid,“ sagði Heimir við Morgun- blaðið. Fjögur lið berjast um titilinn Miðað við vorleikina virðast ÍBV og Valur vera með tvö bestu liðin, enda er þeim spáð tveimur efstu sæt- unum í deildinni. Heimir segir að hann eigi samt alls ekki von á því að keppnin muni þróast upp í einvígi milli þessara tveggja liða. „Nei, ég sé það engan veginn fyrir mér því KR og Breiðablik eiga eftir að taka þátt í þessari baráttu af full- um krafti. Valsliðið er vissulega firnasterkt, með nánast eingöngu leikmenn úr A-landsliði og 21 árs landsliði í sínu byrjunarliði. Þar að auki er Katrín Jónsdóttir væntanleg til liðs við Val í júní og það er gíf- urlegur liðsauki, hún er bæði góður leikmaður og sterkur karakter. Þótt Hrefna Jóhannesdóttir og þær Ásthildur og Þóra Helgadætur séu farnar frá KR-ingum er lið þeirra ekki síðra en undanfarin ár. Guðlaug Jónsdóttir er komin heim frá Danmörku og þær Guðrún Sóley Gunnarsdóttir og Elín Jóna Þor- steinsdóttir eru með á ný eftir meiðsli, og það munar um minna. Þá eru Elfa Björk Erlingsdóttir og María B. Ágústsdóttir komnar frá Stjörnunni, auk þess sem KR er með margar mjög efnilegar stúlkur sem hafa þegar fengið talsverða reynslu með liðinu. Breiðablik er komið með Erlu Hendriksdóttur frá Danmörku og hún er leiðtoginn sem liðið vantaði til þess að blanda sér í toppslaginn. Ég tel að það sé því alveg ljóst að þessi fjögur lið muni berjast um titilinn og það er liðin tíð að einungis tveir leik- ir ráði því hvar Íslandsbikarinn hafnar.“ Stjarnan getur reynst öllum erfiður andstæðingur Heimir telur að Stjarnan gæti gert fjórum efstu liðunum lífið leitt. „Já, ég hef trú á því að Stjörnustúlk- urnar verði þeim öllum erfiður and- stæðingur og komi til með að taka stig og stig af þeim. Ég á hins vegar von á því að FH, Þór/KA/KS og Fjölnir verði í harðri fallbaráttu og eigi ekki mikla möguleika gegn hin- um. Það yrði að minnsta kosti mjög óvænt ef þessi þrjú lið næðu stigum af þeim. Ég á von á því að þetta verði stór- skemmtilegt Íslandsmót og deildin hefur aldrei verið eins sterk og núna. Öflugir leikmenn hafa snúið heim frá útlöndum og breiddin hefur aukist gífurlega. Það er nóg að horfa á hvernig A-landsliðið okkar er skipað í dag, það er byggt upp á ungum og geysilega efnilegum stúlkum, nýrri kynslóð sem er smám saman að taka við. Það er fjöldinn allur af bráðefni- legum stúlkum í deildinni, við erum með Margréti Láru, KR með Hólm- fríði Magnúsdóttur, Valur með Dór- urnar tvær [Dóru Stefánsdóttur og Dóru Maríu Lárusdóttur], Stjarnan með Hörpu Þorsteinsdóttur og FH með Sif Atladóttur. Þannig mætti lengi telja og það er mjög bjart yfir íslenskri kvennaknattspyrnu um þessar mundir,“ segir Heimir Hall- grímsson. Fyrstu umferðinni lýkur á fimmtudag en þá fara hinir þrír leik- irnir fram. Þá mætast FH og Valur í Kaplakrika, KR og Fjölnir á KR- velli og Stjarnan tekur á móti Þór/ KA/KS í Garðabæ. Morgunblaðið/Jim Smart Olga Færseth, hinn marksækni leikmaður ÍBV, á hér í höggi við tvo leikmenn Vals á Íslandsmótinu í fyrra. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, um Íslandsmót kvenna sem hefst í kvöld „Stefnum á þá titla sem í boði eru“ ÍSLANDSMÓT kvenna í knattspyrnu hefst í kvöld með sannköll- uðum stórleik. ÍBV tekur á móti Breiðabliki á Hásteinsvelli í Vest- mannaeyjum en þessi tvö lið eru talin líkleg til að slást um topp- sætin í sumar ásamt Íslandsmeisturum KR og bikarmeisturum Vals. Horfur eru á tvísýnni keppni í sumar, hún gæti reynst jafnari en nokkru sinni fyrr, en liði ÍBV er þó spáð bestu gengi í upphafi móts. Útlit er fyrir að deildin verði tvískipt eins og áður og Stjarnan, FH, Þór/KA/KS og Fjölnir heyi baráttuna í neðri hluta hennar. Eftir Víði Sigurðsson Heimir Hallgrímsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.