Morgunblaðið - 20.05.2004, Page 1

Morgunblaðið - 20.05.2004, Page 1
STOFNAÐ 1913 137. TBL. 92. ÁRG. FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Magnaðir tónleikar Guðný Guðmundsdóttir fagnar 30 árum sem konsertmeistari Listir Viðskipti | Gagarín finnur fjölina á ný  Tréskipa- smiður á uppleið í KB banka Úr verinu | Rannsaka sandhverfueldi  Róleg sala á úthafskarfa HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær Pétur Þór Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Gallerís Borgar, og Jónas Freydal Þorsteinsson í málverkafölsunarmálinu svonefnda, og hnekkti þar með dómi Héraðs- dóms Reykjavíkur í málinu, en þar voru mennirnir dæmdir í sex og fjög- urra mánaða fangelsi. Meirihluti Hæstaréttar taldi álits- gerðir sérfræðinga sem starfa hjá Listasafni Íslands ekki tækar fyrir dómi þar sem listasafnið er einn kærenda í málinu. Því teljist sekt mannanna ekki nægjanlega sönnuð. Tveir dómarar af fimm skiluðu sér- atkvæði þar sem þeir komust að þeirri niðurstöðu að ákærðu væru sannir að sök. Jón H. Snorrason, yfirmaður efna- hagsbrotadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir dóminn veikan. Hann segir það umhugsunarefni hvort hann setji það fordæmi að sér- fræðingar sem vinna hjá ríkinu telj- ist vanhæfir til að gefa álit í málum þar sem ríkið á einhverja hagsmuni. Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Péturs Þórs, lýsti yfir ánægju með niðurstöðuna og sagði forsendur dómsins þær sömu og komið hefðu fram í málflutningi fyrir héraðsdómi, að sönnunargögnin dygðu ekki til sakfellingar. Sýknað í fölsunarmáli  Sérfræðiálit/4 AÐ MINNSTA kosti tíu Palestínumenn, flestir þeirra unglingar, biðu bana þegar ísraelskir hermenn skutu á um það bil þúsund Palest- ínumenn sem mótmæltu aðgerðum Ísraelshers í flóttamannabúðum við bæinn Rafah á Gaza- svæðinu. Fimmtíu manns særðust í árásinni, þar af 20 lífshættulega. Sjónarvottar sögðu að ísraelsk herþyrla hefði skotið allt að fjórum flugskeytum á Pal- estínumennina þegar þeir gengu frá miðbæ Rafah og í áttina að flóttamannabúðunum. Ísr- aelskir embættismenn sögðu hins vegar að þyrlan hefði aðeins skotið viðvörunarskotum og töldu líklegt að mannfallið hefði orðið þegar skriðdreki skaut fjórum sprengikúlum. Fólkið var að mótmæla aðgerðum Ísr- aelshers í flóttamannabúðunum þar sem 34 Palestínumenn hafa beðið bana síðan ísraelskir hermenn réðust inn í búðirnar á þriðjudag til að eyðileggja göng og byggingar sem Ísraelar segja að hafi verið notuð til að smygla vopnum. Öryggisráðið gagnrýnir Ísraela Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gærkvöldi ályktun þar sem það gagnrýnir manndrápin og aðgerðir Ísraelshers í Rafah. Ályktunin naut stuðnings allra aðildarlanda ráðsins nema Bandaríkjanna sem sátu hjá í stað þess að beita neitunarvaldi. Talsmaður Evrópusambandsins í utanríkis- málum sakaði Ísraelsher um „ófyrirleitni og skeytingarleysi um líf saklauss fólks“. George W. Bush Bandaríkjaforseti kvaðst hafa miklar áhyggjur af málinu og óskað eftir skýringum Ísraelsstjórnar á mannfallinu. Reuters Palestínumaður heldur á pilti sem særðist í árás ísraelskra hermanna í Rafah í gær. Skotið á mótmælend- ur á Gaza Minnst tíu Palest- ínumenn féllu, flestir þeirra unglingar Rafah. AFP. EIN skærasta stjarna óperuheimsins, Olga Borodina, söng með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands í Háskólabíói í gærkvöld fyrir fullu húsi áheyrenda. Borodina syngur í virtustu óp- eruhúsum heims, jafnt austanhafs og vestan, og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir Einnig Söngva og dansa dauðans eftir Múss- orgskí. Sem aukalag tók hún aríu Dalílu, Mon coeur, úr óperunni Samson og Dalílu eftir Saint-Saëns, við gríðarlegan fögnuð tónleika- gesta. Þá var hljómsveitinni ekki síður klapp- að lof í lófa. söng sinn. Hún þykir skara fram úr í rúss- neskum óperum, en einnig sem Carmen, í samnefndri óperu eftir Bizet. Í gærkvöldi söng hún einmitt hina frægu Seguidillu Carmenar, við mikinn fögnuð, og fleiri atriði úr frönskum og ítölskum óperum. Morgunblaðið/Golli Mikil hrifning á tónleikum Olgu Borodinu Viðskipti og Úr verinu í dag BANDARÍSK herþyrla gerði í gær árás á hús í eyðimerkurþorpi í Írak, nálægt landamærunum að Sýrlandi, og yfir 40 manns biðu bana, að sögn íraskra embættis- manna. Þeir sögðu að fólkið hefði verið að halda brúðskaupsveislu í húsinu þegar árásin var gerð en talsmaður Bandaríkjahers neitaði því í gærkvöldi. Talsmaður hersins sagði að árásin hefði verið gerð á Sýrlend- inga, sem hefðu barist með írösk- um uppreisnarmönnum gegn her- námsliðinu í Írak. Bandarískir hermenn hefðu meðal annars fund- flutningabíl sem sagt var að hefði verið notaður til að flytja þá sem létu lífið í árásinni. Meðal annars sáust þar lík nokkurra barna. Írakar sögðu að veislufólkið hefði hleypt af byssum upp í loftið til að fagna brúðkaupinu eins og venja er á þessum slóðum. Banda- rískir hermenn hefðu komið á staðinn til að kanna hvað væri að gerast og síðan farið í burtu. Skömmu síðar hefði þyrlan gert árás á svæðið og lagt tvö hús í rúst. Ramadi er eitt af helstu vígjum uppreisnarmanna sem hafa barist gegn hernámsliðinu í Írak. ið vopn í húsinu eftir árás þyrlunn- ar. Segja börn hafa látið lífið Ziyad al-Jbouri, aðstoðarlög- reglustjóri Ramadi, sagði að 42–45 hefðu látið lífið í árásinni sem var gerð á hús í afskekktu eyðimerk- urþorpi nálægt landamærunum að Sýrlandi og Jórdaníu. Hann sagði að á meðal hinna látnu væru fimm- tán börn og tíu konur. Læknir á sjúkrahúsi í Ramadi sagði að 45 hefðu beðið bana. Fréttasjónvarp AP fékk mynd- bandsupptöku þar sem lík sáust á Yfir 40 Írakar sagð- ir bíða bana í árás Herþyrla sögð hafa gert árás á fólk í brúð- kaupsveislu en Bandaríkjaher neitar því Bagdad. AP. HALLDÓR Ásgrímsson ut- anríkisráðherra afhenti ný- verið sendiherra Bandaríkj- anna á Íslandi formleg mótmæli íslenskra stjórn- valda vegna upplýsinga um misþyrmingar íraska fanga í Abu Ghraib-fangelsinu í Bagdad í Írak. Var sendiherr- ann sérstaklega kallaður í ut- anríkisráðuneytið af þessu til- efni. „Hann kvaðst mundu koma þeim sjónarmiðum íslenskra stjórnvalda á framfæri við stjórnvöld í Washington,“ sagði Halldór í utandagskrár- umræðu um stöðu mála í Írak á Alþingi í gær. /10 Pyntingum mótmælt við sendi- herrann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.