Morgunblaðið - 20.05.2004, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.05.2004, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 137. TBL. 92. ÁRG. FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Magnaðir tónleikar Guðný Guðmundsdóttir fagnar 30 árum sem konsertmeistari Listir Viðskipti | Gagarín finnur fjölina á ný  Tréskipa- smiður á uppleið í KB banka Úr verinu | Rannsaka sandhverfueldi  Róleg sala á úthafskarfa HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær Pétur Þór Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Gallerís Borgar, og Jónas Freydal Þorsteinsson í málverkafölsunarmálinu svonefnda, og hnekkti þar með dómi Héraðs- dóms Reykjavíkur í málinu, en þar voru mennirnir dæmdir í sex og fjög- urra mánaða fangelsi. Meirihluti Hæstaréttar taldi álits- gerðir sérfræðinga sem starfa hjá Listasafni Íslands ekki tækar fyrir dómi þar sem listasafnið er einn kærenda í málinu. Því teljist sekt mannanna ekki nægjanlega sönnuð. Tveir dómarar af fimm skiluðu sér- atkvæði þar sem þeir komust að þeirri niðurstöðu að ákærðu væru sannir að sök. Jón H. Snorrason, yfirmaður efna- hagsbrotadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir dóminn veikan. Hann segir það umhugsunarefni hvort hann setji það fordæmi að sér- fræðingar sem vinna hjá ríkinu telj- ist vanhæfir til að gefa álit í málum þar sem ríkið á einhverja hagsmuni. Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Péturs Þórs, lýsti yfir ánægju með niðurstöðuna og sagði forsendur dómsins þær sömu og komið hefðu fram í málflutningi fyrir héraðsdómi, að sönnunargögnin dygðu ekki til sakfellingar. Sýknað í fölsunarmáli  Sérfræðiálit/4 AÐ MINNSTA kosti tíu Palestínumenn, flestir þeirra unglingar, biðu bana þegar ísraelskir hermenn skutu á um það bil þúsund Palest- ínumenn sem mótmæltu aðgerðum Ísraelshers í flóttamannabúðum við bæinn Rafah á Gaza- svæðinu. Fimmtíu manns særðust í árásinni, þar af 20 lífshættulega. Sjónarvottar sögðu að ísraelsk herþyrla hefði skotið allt að fjórum flugskeytum á Pal- estínumennina þegar þeir gengu frá miðbæ Rafah og í áttina að flóttamannabúðunum. Ísr- aelskir embættismenn sögðu hins vegar að þyrlan hefði aðeins skotið viðvörunarskotum og töldu líklegt að mannfallið hefði orðið þegar skriðdreki skaut fjórum sprengikúlum. Fólkið var að mótmæla aðgerðum Ísr- aelshers í flóttamannabúðunum þar sem 34 Palestínumenn hafa beðið bana síðan ísraelskir hermenn réðust inn í búðirnar á þriðjudag til að eyðileggja göng og byggingar sem Ísraelar segja að hafi verið notuð til að smygla vopnum. Öryggisráðið gagnrýnir Ísraela Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gærkvöldi ályktun þar sem það gagnrýnir manndrápin og aðgerðir Ísraelshers í Rafah. Ályktunin naut stuðnings allra aðildarlanda ráðsins nema Bandaríkjanna sem sátu hjá í stað þess að beita neitunarvaldi. Talsmaður Evrópusambandsins í utanríkis- málum sakaði Ísraelsher um „ófyrirleitni og skeytingarleysi um líf saklauss fólks“. George W. Bush Bandaríkjaforseti kvaðst hafa miklar áhyggjur af málinu og óskað eftir skýringum Ísraelsstjórnar á mannfallinu. Reuters Palestínumaður heldur á pilti sem særðist í árás ísraelskra hermanna í Rafah í gær. Skotið á mótmælend- ur á Gaza Minnst tíu Palest- ínumenn féllu, flestir þeirra unglingar Rafah. AFP. EIN skærasta stjarna óperuheimsins, Olga Borodina, söng með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands í Háskólabíói í gærkvöld fyrir fullu húsi áheyrenda. Borodina syngur í virtustu óp- eruhúsum heims, jafnt austanhafs og vestan, og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir Einnig Söngva og dansa dauðans eftir Múss- orgskí. Sem aukalag tók hún aríu Dalílu, Mon coeur, úr óperunni Samson og Dalílu eftir Saint-Saëns, við gríðarlegan fögnuð tónleika- gesta. Þá var hljómsveitinni ekki síður klapp- að lof í lófa. söng sinn. Hún þykir skara fram úr í rúss- neskum óperum, en einnig sem Carmen, í samnefndri óperu eftir Bizet. Í gærkvöldi söng hún einmitt hina frægu Seguidillu Carmenar, við mikinn fögnuð, og fleiri atriði úr frönskum og ítölskum óperum. Morgunblaðið/Golli Mikil hrifning á tónleikum Olgu Borodinu Viðskipti og Úr verinu í dag BANDARÍSK herþyrla gerði í gær árás á hús í eyðimerkurþorpi í Írak, nálægt landamærunum að Sýrlandi, og yfir 40 manns biðu bana, að sögn íraskra embættis- manna. Þeir sögðu að fólkið hefði verið að halda brúðskaupsveislu í húsinu þegar árásin var gerð en talsmaður Bandaríkjahers neitaði því í gærkvöldi. Talsmaður hersins sagði að árásin hefði verið gerð á Sýrlend- inga, sem hefðu barist með írösk- um uppreisnarmönnum gegn her- námsliðinu í Írak. Bandarískir hermenn hefðu meðal annars fund- flutningabíl sem sagt var að hefði verið notaður til að flytja þá sem létu lífið í árásinni. Meðal annars sáust þar lík nokkurra barna. Írakar sögðu að veislufólkið hefði hleypt af byssum upp í loftið til að fagna brúðkaupinu eins og venja er á þessum slóðum. Banda- rískir hermenn hefðu komið á staðinn til að kanna hvað væri að gerast og síðan farið í burtu. Skömmu síðar hefði þyrlan gert árás á svæðið og lagt tvö hús í rúst. Ramadi er eitt af helstu vígjum uppreisnarmanna sem hafa barist gegn hernámsliðinu í Írak. ið vopn í húsinu eftir árás þyrlunn- ar. Segja börn hafa látið lífið Ziyad al-Jbouri, aðstoðarlög- reglustjóri Ramadi, sagði að 42–45 hefðu látið lífið í árásinni sem var gerð á hús í afskekktu eyðimerk- urþorpi nálægt landamærunum að Sýrlandi og Jórdaníu. Hann sagði að á meðal hinna látnu væru fimm- tán börn og tíu konur. Læknir á sjúkrahúsi í Ramadi sagði að 45 hefðu beðið bana. Fréttasjónvarp AP fékk mynd- bandsupptöku þar sem lík sáust á Yfir 40 Írakar sagð- ir bíða bana í árás Herþyrla sögð hafa gert árás á fólk í brúð- kaupsveislu en Bandaríkjaher neitar því Bagdad. AP. HALLDÓR Ásgrímsson ut- anríkisráðherra afhenti ný- verið sendiherra Bandaríkj- anna á Íslandi formleg mótmæli íslenskra stjórn- valda vegna upplýsinga um misþyrmingar íraska fanga í Abu Ghraib-fangelsinu í Bagdad í Írak. Var sendiherr- ann sérstaklega kallaður í ut- anríkisráðuneytið af þessu til- efni. „Hann kvaðst mundu koma þeim sjónarmiðum íslenskra stjórnvalda á framfæri við stjórnvöld í Washington,“ sagði Halldór í utandagskrár- umræðu um stöðu mála í Írak á Alþingi í gær. /10 Pyntingum mótmælt við sendi- herrann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.