Morgunblaðið - 20.05.2004, Síða 23

Morgunblaðið - 20.05.2004, Síða 23
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2004 23 Þingholt | Starfsmenn fyrirtækjanna Hreinsibíla og Fóðrunar ehf. höfðu nóg að gera í Freyjugötu og á Grundarstíg á dög- unum þegar þeir unnu við að fóðra klóakrör- in í holræsakerfinu. En þetta verkefni er unnið á vegum Fráveitu Reykjavíkur, sem heyrir undir Gatnamálastofu. Verkið felst í því að búin er til lögn úr trefjaplasti innan í gömlu klóaklögnina og gamla lögnin notuð sem form. Þannig mynd- ast mun sterkari lögn og endingarbetri. Að sögn Péturs Þórs Kristinssonar, yfirverk- stjóra holræsadeildar hjá Fráveitu Reykja- víkur, þrengist lögnin einungis um nokkra millimetra en rennslishæfni lagnanna eykst til muna. „Skilvirkni eða flutningsgeta lagnarinnar verður um 20% meiri en með steinlögn, þar sem yfirborðið er sléttara og hálla og því rennur skólpið greiðar í gegn,“ segir Pétur og bætir við að unnið verði á fullu í þessu verkefni í sumar og næstu ár. „Við erum að endurnýja lagnirnar gagngert með þessum hætti, sérstaklega í elsta hluta borgarinnar þar sem kerfið er verst farið. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að það þurfi að loka götum, þá er þetta miklu fljót- virkari aðferð til endurgerðar á lögninni.“ Betra en að grafa upp götuna Einn af aðalkostunum við að nota þessa aðferð segir Pétur þann að gatan sé miklu fyrr tilbúin fyrir íbúana og fólk eigi miklu betri aðkomu að íbúðum sínum. „Öryggis- þættir eins og lögregla, slökkvilið og sjúkra- bílar komast líka mun betur að, ef ekki þarf að grafa upp götuna til að endurnýja lagn- irnar.“ Að sögn Péturs eru lagnirnar mismunandi að breidd, en algengast er að þær séu um 230 til 400 millimetrar að þvermáli. „Trefja- sokknum er blásið inn í og svo er hann hert- ur upp með heitu vatni eða útfjólubláu ljósi. Efnið sem er notað í lagnirnar er ekki óskylt því sem notað er í bátasmíði.“ Unnið við endurnýjun klóaklagna með trefjaplasti í Þingholtunum Sterkari og betri lagnir Morgunblaðið/Jim Smart Þarfaverk: Mikið sparast ef ekki þarf að rífa upp heilu göturnar til að laga lagnir. Verðlaunagarður | Minjagarður- inn að Hofsstöðum í Garðabæ verð- ur opnaður formlega á morgun klukkan 15.30. Í minjagarðinum eru varðveittar minjar frá landnámsöld sem sýna að á Hofsstöðum var stór- býli, en þar eru minjar af næst- stærsta landnámsaldarskála sem fundist hefur hér á landi. Þá benda minjar um soðholur við skálann til hátíðahalds að Hofsstöðum á land- námsöld. Við opnunina verður sá sið- ur endurvakinn með hátíð, þar sem víkingar bera fram veitingar að hætti landnámsmanna. Opið hús í Regnboganum | Í dag verður opið hús í leikskólanum Regnboganum, að Bleikjukvísl 10, milli kl. 10.30 og 13.00. Gefst þá fjöl- skyldum barnanna og öðrum gestum kostur á að skoða leikskólann auk þess sem sýning verður á verkum barnanna. Foreldrafélag leikskólans verður með kaffisölu til styrktar Menning- ar- og skemmtisjóði félagsins. Jafn- framt býður foreldrafélagið börn- unum upp á brúðuleikhússýninguna Englaspil sem Helga Arnalds sér um. Kópavogur | Bæjarstjórn Kópavogs sam- þykkti samhljóða eftir nokkrar umræður til- lögu að deiliskipulagi fyrir Lundarsvæðið til auglýsingar. Þar er gert ráð fyrir lítillegum breyt- ingum á skipulaginu, en óbreyttri íbúðatölu, 384 íbúðum í stað 390 eins og tillaga Gunnars Birgis- sonar, sem samþykkt var úr bæjarráði fyrr í mán- uðinum sagði til um. Skipulagsbreytingum úr þeirri tillögu var haldið inni þótt íbúðum væri fækkað aftur í upprunalega tölu. Hin breytta tillaga felur í sér: „heimild til að byggja 384 íbúðir að stofni til í fjölbýli en austast á svæðinu næst núverandi byggð við Birkigrund, er gert ráð fyrir sérbýli, bæði raðhúsum og parhúsum. Hæð sérbýlisins verður 1–2 hæðir. Uppi við Nýbýlaveg er gert ráð fyrir fjórum 8 til 9 hæða byggingum auk kjallara og þakhæðar en neðar á svæð- inu verða 2–5 hæða klasabyggingar. Þétt- leiki byggðarinnar er áætlaður um 40 íbúðir á ha og fjöldi íbúa um 1.100. Miðsvæðis er tekin frá lóð undir leikskóla.“ Tillagan var að lokum samþykkt með öll- um ellefu greiddum atkvæðum og lýstu bæjarfulltrúar yfir ánægju sinni með að sátt væri komin í málið, sérstaklega þar sem hlutfall sérbýlis væri aukið. Skipulagið fer nú til auglýsingar í sex vikur og gefst al- menningi kostur á að gera athugasemdir við það áður en það kemur til endanlegrar af- greiðslu. Áfram 384 íbúðir í Lundarhverfi Álftamýri | Nemendur í níunda bekk RR í Álftamýrarskóla héldu nýlega sumarskemmtun fyrir krakkana í fimmta til sjöunda bekk. Allur ágóði af sumarskemmtuninni rann til Styrktarfélags krabba- meinssjúkra barna. Níundubekkingarnir eyddu fjöl- mörgum stundum í undirbúning til að skemmtunin gæti staðið undir nafni. Meðal annars var salur skól- ans skreyttur með fiðrildum, stórum Afríkudýrum, blómum og sólum. Einnig var útbúið bréf til foreldra, auglýsingar og aðgöngu- miðar. Krakkarnir útveguðu við- urkenningar, happdrættisvinninga og veitingar sem seldar voru í sjoppunni. Tónlistin var sérvalin með tilliti til áhuga krakka á mið- stigi og allt gert til að skapa skemmtilega umgjörð. Að sögn kennara heppnaðist sumargleðin frábærlega vel og var gaman að fá að fylgjast með hversu vel unga fólkið stóð að öllum undir- búningi og framkvæmd. Þegar upp var staðið höfðu safnast 60.000 krónur, auk þess sem krakkarnir gáfu GSM-síma sem þeir höfðu fengið af þessu tilefni. Rósa Guð- bjartsdóttir hjá Styrktarfélaginu kom í lífsleiknitíma, tók á móti ágóðanum, skilaði kærum þökkum frá félaginu og kynnti um leið starf- semi þess. Sumarskemmtun til styrktar veikum börnum Hvað væri upp á teningnum í fjármálunum ef fyrirvinna þinnar fjölskyldu myndi veikjast eða falla frá? Taktu ábyrgð á þínu lífi. Þú færð Lífís líf- og sjúkdómatryggingu hjá VÍS. Hafðu samband strax í dag í síma 560 5000 Þú greinist með alvarlegan sjúkdóm og missir tímabundið úr vinnu. Íbúðarlánin eru í uppnámi og þú óttast að missa fasteign þína. Ef þú ert með Lífís sjúkdómatryggingu hefur þessi reitur ekki fjárhagsleg áhrif. Þú selur nokkur sterlingspund og græðir á því 250 kr. F í t o n / S Í A F I 0 0 9 2 6 7 Vátryggingafélag Íslands Ármúla 3 · 108 Reykjavík Þjónustuver 560 5000 · www.vis.is Útgefandi Lífís trygginga er Líftryggingafélag Íslands hf. · www.lifis.is Endurskinsvesti fyrir börnin | Krakkar í Hafnarfirði fengu ánægjulega sumargjöf þegar Magn- ús Gunnarsson, bæjarfulltrúi og úti- bússtjóri Sjóvár-Almennra í Hafnar- firði, kom færandi hendi á skóla- skrifstofu bæjarins í gærmorgun og færði leikskólum bæjarins 300 end- urskinsvesti að gjöf frá Sjóvá- Almennum. Magnús Baldursson fræðslustjóri þakkaði nafna sínum gjöfina en það voru börn af leikskól- anum Víðivöllum sem tóku við vest- unum sem munu koma sér vel í um- ferðinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.