Morgunblaðið - 20.05.2004, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 20.05.2004, Qupperneq 26
AUSTURLAND 26 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Stykkishólmur | Lúðrasveit Stykkishólms minnist þess um þessar mundir að 60 ár eru frá stofnun sveitarinnar. Lúðrasveitin hélt afmælistónleika í Stykkishólmskirkju hinn 1. maí. Nú er ætlunin að heimsækja nágranna- byggðir og halda tónleika á fjórum stöðum um komandi helgi. Á laugardaginn verða tónleikar í Samkomuhúsinu í Grundarfirði kl. 14 og í Ingjaldshólskirkju kl. 17. Á sunnudag heldur lúðrasveitin tónleika í Borgarneskirkju kl. 13 og í Dalabúð í Búð- ardal kl. 17. Dagskrá tónleikanna er fjölbreytt og skemmtileg. Þar er að finna m.a. þjóðlög og dægurlög. Stjórnandi lúðrasveit- arinnar er Martin Markvoll, sem er Norð- maður og hefur stjórnað lúðrasveitinni í vetur. Aðgangseyrir á tónleikana er 500 kr.    Lúðrasveit heimsækir nágrannabyggðir Blönduós | Karlakór Akureyrar-Geysir og Kvennakór Akureyrar verða með tónleika í Blönduóskirkju föstudaginn 21. maí kl. 20.30. Fluttur verður hluti af efnisskrá vortónleika kóranna sem flutt var á heimaslóðum fyrir skömmu við miklar og góðar undirtekir segir í frétt um tón- leikana. Einnig munu kórarnir syngja saman nokkur lög. Einsöngvarar eru úr hópi kór- félaga. Söngstjórar eru Erla Þórólfsdóttir og Þórhildur Örvarsdóttir og um undir- leik sjá Eyþór Jónsson og Snorri Guð- varðsson. Með sól í hjarta Sauðárkrókur | FNV-dagurinn var haldinn hátíðlegur fyrir nokkru. Þennan dag fór fram hin árlega stærðfræðikeppni FNV og 9. bekkjar grunnskóla á Norðurlandi vestra sem hald- in var í sjöunda sinn. Stærð- fræðikeppnin er samstarfsverk- efni FNV, grunnskóla og fyrirtækja á Norðurlandi vestra auk þess sem fyrirtæki utan kjördæmisins koma að verkefninu. Kennarar í stærð- fræði við FNV báru hitann og þungann af samningu og yf- irferð keppnisgagna en grunn- skólarnir sáu um fyrirlögn dæmanna í undankeppninni. Samhliða keppninni var boðið upp á kynningu á Fjölbrauta- skólanum, stuttmyndasýningu nemenda af starfsbraut og tón- listarflutning nemenda úr Tón- listarskóla Skagafjarðar. Í Bók- námshúsi fór fram kynning á námsframboði skólans auk kynningar Námsgagnastofn- unar á stærðfræðikennsluefni fyrir grunnskóla. 24 gestir frá Finnlandi og Danmörku kynntu ásamt nemendum FNV, verk- efnið í „Völvunnar spor“ sem er í umsjá Herdísar Sæmund- ardóttur, fagstjóra í dönsku við FNV. Munir nemenda í verk- námsdeildum og 9. og 10. í öðru varð Friðrik L. Kárason úr Árskóla og í þriðja var Ragnar Tómasson Árdal úr Ár- skóla. Verðlaun að þessu sinni voru afar glæsileg. Sigurveg- arinn hlaut eignarbikar frá KLM verðlaunagripum, Canon I455 prentara frá Nýherja, Tölvuorðabók frá Eddu útgáfu, Casio FX-9750 reiknivél frá Heimilistækjum, ostakörfu frá Mjólkursamlagi Kaupfélags Skagfirðinga, stærðfræðiforrit frá Námsgagnastofnun og Mot- orola C200 GSM síma frá Sím- anum auk peningaverðlauna. Verðlaunahafar í öðru og þriðja sæti fengu peningaverðlaun auk Casio FX-9750 vasareikna, farsíma, rafrænna skólaorða- bóka, farsíma, flugmiða innan- lands frá Íslandsflugi, stærð- fræði-forrit frá Námsgagna- stofnun, minnislykil og flíspeysu frá Nýherja og osta- körfu. Aðrir þátttakendur fengu peningaverðlaun auk Casio fx-350MS vasareiknis fyrir þátttökuna og árangurinn í undanúrslitum. Þessi veglegu verðlaun hefðu verið óhugsandi án þess höfðinglega stuðnings sem stærðfræðikeppnin hefur notið frá þeim 26 fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum sem að keppninni hafa komið. nemendur í úrslitakeppnina. Voru þeir frá Árskóla, Grunn- skólanum á Hofsósi, Grunn- skóla Siglufjarðar, Grunnskóla Húnaþings vestra, Grunnskól- anum á Blönduósi, Húnavalla- skóla, og Varmahlíðarskóla. Í fyrsta sæti varð Óskar B. Helgason úr Varmahlíðarskóla, bekkjar Árskóla sem sækja verklega kennslu til FNV voru til sýnis í Verknámshúsi. Þá var sumarhús, sem nemendur í húsasmíði hafa byggt í vetur, opið almenningi. 122 nemendur af Norðurlandi vestra tóku þátt í undankeppn- inni. Að þessu sinni komust 16 Kepptu í stærðfræði á FNV-deginum Morgunblaðið/Björn Björnsson Sigurvegarar í stærðfræðikeppninni, f.v. Ragnar P. Árdal, Friðrik L. Kárason og Óskar B. Helgason. LANDIÐ Geitagerði | Á dögunum stór- skemmdist heimilisrafstöð við Hrafnsgerðisá á Droplaugarstöðum í Fljótsdal. Ástæðuna má rekja til þess að rafstöðvarhúsið fylltist af snjó og túrbínan losnaði upp af fest- ingum sínum og lyftist í um eins metra hæð. Hitastig var um frostmark þegar þetta gerðist, mikil krapahríð í byggð og snjókoma til fjalla, en áin alauð, vegna undangenginna hlý- inda. Ekki sáust merki um krapa- hlaup í ánni. Svo virðist sem snjórinn hafi myndast inni í túrbínunni, líklega vegna undirkælingar vatnsins í þrýstirörunum og þrýstingsmunar sem leiðir til þess að vatnið frýs þeg- ar það skellur á skóflum vatnshjóls- ins. Snjór fyllti frárennslið, sprengdi upp túrbínuna og fyllti að lokum stöðvarhúsið. Ekki er vitað um sam- svarandi atburð annars staðar hér á landi. Húsið fullt af snjó en alauð jörð Að morgni 3. maí kom Helgi Hjálmar Bragason bóndi á Setbergi, í Droplaugarstaði og sá að það var rafmagnslaust. Þegar komið var að stöðvarhúsinu sá hann að það var fullt af snjó, þó að jörð væri alauð. Ekki var viðlit að opna dyrnar og var brugðið á það ráð að losa glugga á stafni hússins. Síðan var gengið í að moka snjónum úr húsinu, sem reyndist óskemmt. Snjórinn virtist vera af venjulegri gerð, hvítur kornasnjór og nokkuð þéttur, eink- um næst vélunum. Skýringar vandfundnar Helgi Hallgrímsson náttúrufræð- ingur frá Droplaugarstöðum, nú bú- settur á Egilsstöðum, kannaði að- stæður og bar málið undir vísinda- og tæknimenn, m.a. á Orkustofnun, Veðurstofu Íslands og Verkfræði- stofu Austurlands. Einnig hafði hann samband við aðra rafstöðvar- eigendur og Árteig í Kinn, sem fram- leiða litlar vatnsaflstöðvar. Enginn kannaðist við ámóta fyrirbæri og skýringar voru ekki á reiðum hönd- um. Í greinargerð sem Helgi Hall- grímsson tók saman, er eft- irfarandi niðurstaða: „Flest- ir eru þó sammála um að skýringanna sé að leita í undirkælingu vatnsins ( þ.e. hitastigi fyrir neðan frost- mark), sem hafi stafað af mikilli ofanhríð og snjóburði í ána uppi á Heiðinni. Um tíma gæti áin hafa runnið fram sem þykkt krapavatn, án þess þó að um eiginlegt krapahlaup með tilheyrandi uppbelgingi, hafi verið að ræða. Neðst í vatnsrörun- um bráðnar krapinn vegna aukins þrýstings (frost- mark vatns lækkar með auknum þrýstingi) og eyðir þar með varma úr vatninu og veldur aukinni kælingu þess, svo að það er verulega undirkælt þegar það spýtist út úr krananum á vatnshjólið og frýs þá samstundis og myndar kristalla.“ Heimilisrafstöðin breyttist í snjóframleiðsluvél vegna undirkælingar í þrýstirörum Undur og stórmerki á Droplaugarstöðum Ljósmynd/Einar Guðsteinsson Búið að moka mesta snjónum út: Rafstöðvarhúsið á Droplaugarstöðum slapp óskemmt þrátt fyrir gífurlegt fannfergi innandyra. Þeyttist í loft upp: Túrbínan sem breyttist óvænt í snjóframleiðsluvél losnaði af festing- unum við atganginn. Reyðarfjörður | „Við höfum ekki hugmynd um hvernig þetta verður í raun og veru og verðum bara að laga okkur að breytingunum jafn- óðum,“ segir Jóna Ólafsdóttir, starfsmaður í Sparkaupum á Reyð- arfirði, spurð um hvernig henni lítist á væntanlega uppbyggingu á Reyðarfirði. „Mér líst bara vel á og það verður forvitnilegt að fá ný andlit í byggðarlagið og meira líf en verið hefur,“ svarar Bjarney Ingv- arsdóttir, samstarfskona Jónu, að bragði. Þegar spurt er um hvort þær noti ekki tækifærið og skipti um vinnu þegar sprenging verður í atvinnulífinu segjast þær ekkert hafa hug- leitt það, en auðvitað verði möguleikarnir allir aðrir innan skamms en verið hefur í fábreyttu samfélagi þar sem atvinnumöguleikar hafa fjarri því dropið af hverju strái. „Menn hafa hér þurft að harka af sér á köflum,“ segir Jóna og telur umbreytinguna af hinu góða. Rólyndislegt yfirbragðið hverfur af bænum „Bærinn verður þó sjálfsagt aldrei samur aftur, ekki svona rólynd- islegur eins og verið hefur til margra ára. Bráðum teygja sig hér blokkir hátt upp í loftið og göturnar verða fullar af fólki. Auðvitað mun maður sakna rólegheitanna að vissu marki, en þó ekki, því kyrr- staðan í atvinnulífinu var að drepa allt. Nú kemur unga fólkið heim aftur þegar það er búið að mennta sig af því að tækifærin verða til staðar hér.“ Er að gera holu í fjallið „Pabbi minn er að gera holu hérna í fjallið hinum megin og tók fjöl- skylduna með sér,“ segir Skagastúlkan Malen Steindórsdóttir, sem vinnur í Sparkaupum ásamt ígripavinnu í Olís og á bar í bænum. „Við vorum úti í Noregi að vinna þar og komum svo hingað. Pabbi er yf- irverkstjóri í Fáskrúðsfjarðargöngum og við búum hér á Reyðarfirði á meðan göngin eru gerð. Þetta verður allt í lagi,“ segir hún. „Verður sjálfsagt skemmtilegra heldur en nú er í bænum, því hér er heldur dauflegt enn sem komið er.“ Verðum að aðlag- ast jafnóðum Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Taka breytingum á reyðfirsku samfélagi fagnandi: Malen Steindórsdóttir, Bjarney Ingvarsdóttir og Jóna Ólafsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.