Morgunblaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2004 31
Ellefta starfsár Sumarskólans
Fjölbreytt námsúrval, metið í
framhaldsskóla
Skemmtilegt námsumhverfi í HÍ
Kennsla hefst 1. 6. og lýkur 25. 6.
Próf verða 28. – 30. 6. Einkunnir
verða afhentar 2. júlí.
Skráning er alla daga í símum:
565 6429 og 565 6484
LEIKUR og samtal fjölskyldunnar
skipar stóran sess á nýrri yfirlits-
sýningu á verkum Ásmundar
Sveinssonar sem verður opnuð kl.
13 í dag í Ásmundarsafni við Sigtún
á afmælisdegi myndlistarmannsins,
sem fæddur var árið 1893.
Á sýningunni er lögð áhersla á að
gestir og þá sérstaklega börn og
fullorðnir geti átt eftirminnilega
stund í safninu, brugðið á leik og
um leið fræðst um listamanninn Ás-
mund Sveinsson og kynnst verkum
hans og sögu. Sýningin ber yf-
irskriftina Maðurinn og efnið og
lýsir á lifandi hátt ólíku efnisvali
Ásmundar í verkum sínum. Í upp-
hafi einkenndist efnisval hans af
þeim efnivið sem hendi var næstur
en síðar meir notaði hann efni sem
þá var hefðbundið fyrir hans sam-
tíðarmenn. Á sýningunni getur að
líta nokkur merkustu verk Ás-
mundar unnin í ólík efni. Sama
höggmyndin er sýnd í mismunandi
efnum sem kallar á nýja upplifun af
sama verki. Þannig er ein og sama
höggmyndin sýnd í allt að þremur
ólíkum efnum eins og til dæmis Hel-
reiðin og Veðurspámaðurinn.
Í sýningarskrá er tillaga að leikj-
um fyrir fjölskylduna í því skyni að
auðvelda ungum sem öldnum að
skynja breytingar sem verða á
höggmynd við það að horfa á hana í
ólíku efni. Þar eru líka lagðir til
grundvallar nokkrir umræðu-
punktar sem gætu verið heppilegir
til að skiptast á skoðunum um verk-
in, listamanninn og sýn hans á lífið
og tilveruna. Með þessu móti vill
Listasafn Reykjavíkur gera heim-
sóknina í safnið að eftirminnilegum
og skemmtilegum fjölskyldu-
viðburði og um leið koma til skila
lífi og starfi eins merkasta lista-
manns þjóðarinnar, Ásmundar
Sveinssonar.
Sýningarstjóri er Ólöf Kristín
Sigurðardóttir, deildarstjóri
fræðsludeildar Listasafns Reykja-
víkur.
Helreiðin eftir Ásmund Sveinsson er í þremur útgáfum á sýningunni.
Höggmyndir Ásmund-
ar unnar í ólík efni
EIN ástælasta tónsmíð sögunnar,
Árstíðirnar eftir Vivaldi, var á dag-
skrá tónleika Guðnýjar Guðmunds-
dóttur fiðluleikara í Íslensku óper-
unni á þriðjudagskvöldið. Segja má
að það hafi verið viðeigandi; Guðný
fagnar nú að 120 árstíðir eru liðnar
síðan hún hóf störf sem konsert-
meistari Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands. Flutti hún verkið ásamt nem-
endum sínum, sem einnig var
viðeigandi, því hún er ekki aðeins
með fremstu fiðluleikurum þjóðar-
innar heldur líka einn af okkar bestu
kennurum.
Skemmst er frá því að segja að
þetta var afar vandaður flutningur.
Hljómsveitin var með nánast allt sitt
á hreinu, leikur hennar var þrótt-
mikill og agaður og féll fullkomlega
að hljómnum í einleiksfiðlu Guðnýj-
ar, sem flutti verkið af krafti og list-
rænu innsæi. Túlkun hennar var
ljóðræn og full af lífsgleði, sem var
beinlínis smitandi, því áheyrendur
voru auðsjáanlega óskaplega glaðir.
Á undan hverri árstíð las Gunnar
Kvaran sellóleikari og eiginmaður
Guðnýjar sonnetturnar úr árstíðum
Vivaldis í þýðingu Þorsteins Gylfa-
sonar. Gerði hann það með viðeig-
andi dramatískum tilþrifum sem
pössuðu einstaklega vel við tónlist-
ina.
Ef finna má að einhverju var það
helst hve endurómunin í Gamla bíói
er lítil, sem gerði að verkum að fiðl-
urnar hljómuðu dálítið þurrar, auk
þess sem smávægilegar misfellur
voru óþarflega greinilegar. Þar sem
þær voru svo fáar gerði það þó lítið
til.
Guðný frumflutti tvær íslenskar
tónsmíðar á tónleikunum, og voru
þær eftir Karólínu Eiríksdóttur og
Áskel Másson. Verkið eftir Karólínu,
Sameindir, var fyrir fiðlu og selló;
spilaði Gunnar Kvaran þar með Guð-
nýju. Um var að ræða sjö smástykki
sem öll byggðust á örstuttum hend-
ingabrotum er tónskáldið vann með
og þróaði á ýmsan hátt. Hendinga-
brotin voru ekkert sérstaklega að-
laðandi og úrvinnslan ekkert sér-
staklega frumleg og var útkoman
eiginlega ekkert sérstök, þótt fram-
vinda verksins væri rökrétt og upp-
byggingin vel úr garði gerð. Hins
vegar var tónsmíðin leikin af vand-
virkni og tilfinningahita, og er því
ekki við flutninginn að sakast. Þess
má geta að verk Karólínu virðast
þurfa mikla endurómun ef þau eiga
að njóta sín almennilega (rétt eins og
tónlist Jóns Leifs) og gæti því verið
að umrædd tónsmíð kæmi betur út í
hljómmeiri sal.
Verkið eftir Áskel, Sónata nr. 2
fyrir fiðlu og píanó, var af allt öðrum
toga. Hún grundvallaðist á tveimur
gömlum stefjum og var þrungin dul-
úð og óskilgreinanlegri merkingu;
maður fékk strax á tilfinninguna að
tónskáldið væri að segja manni eitt-
hvað mikilvægt, sem þó varð ekki
komið orðum að á neinn annan hátt
en með tónlist. Uppbyggingin var
glæsileg, allskonar fallegum hend-
ingum og hljómum var raðað saman
á listilegan hátt, en undir niðri var
mögnuð undiralda sem réð öllu sam-
an á óræðan hátt. Þær Guðný og
Nína Margrét Grímsdóttir píanó-
leikari fluttu sónötuna af öryggi og
einkenndist túlkun þeirra af inn-
blásnum skáldskap sem var ákaflega
heillandi.
Sem aukalag spilað Guðný
Zigeunerweisen eftir Sarasate og
þar birtist fiðluleikarinn í essinu
sínu, spilamennskan var gædd við-
eigandi tilþrifum og var beint frá
hjartanu. Í stuttu máli voru þetta
magnaðir tónleikar og er Guðnýju
hér með óskað til hamingju með
stórafmælið; megi hún lengi lifa.
Þrjátíu ár Guðnýjar
TÓNLIST
Ís lens ka óperan
Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari ásamt
nemendum sínum og nokkrum öðrum
hljóðfæraleikurum. Einnig Gunnar Kvaran
sellóleikari og Nína Margrét Grímsdóttir
píanóleikari. Verk eftir Vivaldi, Sarasate,
Áskel Másson og Karólínu Eiríksdóttur.
Þriðjudaginn 18. maí.
AFMÆLIS TÓNLEIKAR
Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari
og -kennari: Magnaðir tónleikar.
Jónas S en
LEIKFÉLAG Sauðárkróks er eitt
virkasta áhugaleikfélag landsins. Fé-
lagið setur alltaf upp leiksýningu fyrir
börn í byrjun vetrar og svo er annað
verk frumsýnt í Sæluvikunni ár hvert.
Nú hefur leikfélagið sett upp hið vin-
sæla íslenska verk um síldina eftir
Kristínu og Iðunni Steinsdætur.
Leikritið er vel skrifað; mannmargt
og fjörugt, með skemmtilegum
söngvum og tónlist frá tíma verksins,
og krefst þess að vel sé haldið á spöð-
unum svo allt renni ljúflega til enda.
Síldin kemur og síldin fer fjallar um
lífið á Fagrafirði þegar allt er á fullu í
kringum síldarvinnsluna eitt sumar
upp úr 1960. Staðurinn gæti verið
hvaða smápláss sem er á landinu því
persónurnar eru svo sannarlega
dæmigerðar fyrir Íslendinga á þess-
um bjartsýnistímum í atvinnulífinu
þegar allt virtist svo einfalt þó að ekki
mætti miklu muna hvort síldin seldist
eða ekki. Þó er í verkinu gert nokkuð
úr samslætti gamla og nýja tímans
þar sem bændur sjá aðeins yfirgang í
velgengni síldarvinnslunnar. Ástir
takast með ungum og gömlum, síld-
arstúlkum og sjóurum, útlendir sjó-
liðar láta sjá sig og yfirvaldið gætir
þess að ekki sé drukkinn of mikill
séníver.
Þessar helstu áherslur í verkinu
eru vel teiknaðar með skemmtilegri
persónusköpun sem leikstjórinn
Þröstur Guðbjartsson túlkar mjög
skýrt. Síldin kemur er þriðja leikritið
sem Þröstur setur upp með leikfélag-
inu á aðeins tveimur árum. Hann hef-
ur gríðarlega reynslu sem leikari og
leikstjóri, en hann hefur leikstýrt um
það bil sextíu áhugaleiksýningum.
Ekki er nein þreytumerki að sjá hjá
Þresti í vinnu hans nú á Sauðárkróki
heldur skín alstaðar í gegn sú alúð
sem kemur fram í nákvæmri leikara-
leikstjórn. Leikararnir í sýningunni
eru tuttugu og fjórir og fara nokkrir
með fleiri en eitt og tvö hlutverk. Mik-
ið af ungu fólki leikur í sýningunni, og
margir þeirra eru að stíga á svið í
fyrsta sinn, en hér sannast svo um
munar að þegar unnið er að persónu-
sköpun innan frá gerir lítið til þó að
flestir leiki upp fyrir sig í aldri. Heild-
armyndin var góð hjá hópnum og í
rauninni hvergi snurða á því að sýn-
ingin rann lipurlega frá upphafi til
enda á frumsýningunni. Að sjálfsögðu
var leikurinn misjafn en nokkrir leik-
arar voru sérstaklega öruggir í hlut-
verkum sínum. Hin óviðfelldnu
bændahjón Ófeig og Málfríði léku
Kristján Örn Kristjánsson og Íris
Baldvinsdóttir ótrúlega sannfærandi
þegar haft er í huga að bæði léku um
það bil tuttugu ár upp fyrir sig. Krist-
ján gæddi Ófeig fyndnum töktum í
tali og hreyfingum en Íris var að öllu
leyti óborganleg og alveg sérstaklega
þegar hún sýndi Málfríði sem síma-
mærina síkjaftandi. Í hluverki töffar-
ans Lilla var Guðbrandur J. Guð-
brandsson en hann hefur útgeislun
sem ekki er öllum gefin; hann virðist
njóta hvers andartaks í leik sínum og
skilar þeirri tilfinningu til áhorfenda.
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir lék
hina ákveðnu Sigþóru af öryggi en
hún hefur margvíslega leiktækni á
valdi sínu auk þess að syngja mjög
vel. Síldarstúlkurnar Hullu, Villu og
Jöklu léku þær Sunna Mist Sigurð-
ardóttir, Jóhanna Sigurlaug Eiríks-
dóttir og Sara Katrín Stefánsdóttir
með fjöri og útgeislun. Fleiri áttu sína
góðu spretti en það var eftirtektar-
vert hvað framsögnin var góð miðað
við þann fjölda af ungmennum sem
voru að leika í fyrsta sinn.
Auk hins lipra rennslis í leiknum
var heildarmyndin góð að öðru leyti;
búningar voru trúir tímanum og
sviðsmyndin var merkilega haganleg
miðað við lítið sviðið og fjölda leikara
en þó fylgdi því stundum of mikið basl
að koma fyrir herbergisveggjum milli
atriða. Vinsæl danslög frá sjötta ára-
tugnum settu skemmtilega róman-
tískan blæ á sýninguna að ógleymd-
um harmóníkuleik undir
skemmtilegum söngvunum sem einn-
ig voru sungnir við vinsæl lög. Dans
og hreyfingar settu svo punktinn yfir
i-ið. Leikfélag Sauðárkróks má vera
stolt af uppfærslu sinni á ,,Síldinni“
sem er tvímælalaust í flokki með
bestu sýningum áhugaleikhússins í
vetur.
Skemmtileg sýning
á Sauðárkróki
LEIKLIST
Leikfélag S auðárkróks
Höfundar: Kristín og Iðunn Steinsdætur.
Leikstjóri: Þröstur Guðbjartsson. Hönnun
leikmyndar: Þröstur Guðbjartsson og
Gunnar Egill Sævarsson. Hönnun lýs-
ingar: Guðbjartur Ægir Ásbjörnsson. Bún-
ingar: Dagbjört Elva Jóhannesdóttir og
fleiri. Harmóníkuleikari: Rögnvaldur Val-
bergsson. Frumsýning í Bifröst, 25. apríl
2004.
S ÍLDIN KEMUR OG S ÍLDIN FER
Hrund Ólafs dóttir
SÝNING á verkum Ríkeyjar
Ingimundardóttur myndlistar-
konu var opnuð í gær í
Birchwood Art Gallery í Winni-
peg. Það var Atli Ásmundsson
konsúll sem opnaði sýninguna.
Í ágúst sl. sýndi Ríkey verk sín
í Public Art Gallery í Gimli í
tengslum við Íslendingadaginn.
Hún er einnig fyrst íslenskra
listamanna til að sýna í Ráðhúsi
Manitoba-fylkis í Winnipeg.
Ríkey útskrifaðist frá Mynd-
lista- og handíðaskóla Íslands í
málun, myndmótun, grafík og
keramik, og hefur frá 1983 unn-
ið að listsköpun og rekið eigið
gallerí í Reykjavík.
Sýningin stendur til 19. júní.
Ríkey
sýnir í
Kanada