Morgunblaðið - 20.05.2004, Síða 43

Morgunblaðið - 20.05.2004, Síða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2004 43 ✝ Hallgrímur Val-geir Guðmunds- son rafvirkjameist- ari fæddist á Álafossi í Mosfells- sveit 5. október 1930. Hann lést á hjartadeild Land- spítalans við Hring- braut þriðjudaginn 11. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Kristinn Guðjónsson, tré- smiður í Reykjavík, f. á Litlahólmi í Leiru 17.6. 1891, d. 29.1. 1971, og Kristín Jónsdóttir, f. á Bakka í Ölfusi 7.6. 1903, d. 1.4. 1937. Systkini Hallgríms eru: Guðjón, f. 21.2. 1928; María Hall- dóra, f. 23.1. 1934; Hulda Ester, f. 15.5. 1935; Kristín, f. 6.3. 1937. Við lát móður sinnar fór Hall- grímur sjö ára gamall í fóstur til Sigríðar Guðmundsdóttur, f. á Kúfustöðum í A-Húnavatnssýslu 22.5. 1897, d. 5.12. 1985, og Jóns Jónssonar múrara, f. á Skeggja- stöðum í Árnessýslu 6.3. 1891, d. 8.12. 1973. Hjá þeim ólst hann upp ásamt Höllu Pálsdóttur, f. 2.2. 1929, d. 5.3. 2004. Hinn 25. ágúst 1955 kvæntist Hallgrímur Elísabetu Sveinsdótt- ur sjúkraliða, f. í Reykjavík 8.9. 1926, d. 20.8. 1989. Hún var dóttir Sveins E. Sveinssonar matsveins, f. í Reykjavík 19.7. 1899, d. 25.2. 1989, og Hólmfríðar Eyjólfsdóttur f. á Þurá í Ölfusi 20.8. 1892, d. mund Kristin, f. 25.2. 1953, d. 25.4. 1979. 5) Höllu Sjöfn vöku- konu, f. 11.4. 1954, gift Jóhanni Sigurði Víglundssyni kennara, f. 23.1. 1954, börn þeirra eru: a) Guðmundur Örn, f. 16.2. 1983. b) Rakel Sólrós, f. 2.8. 1987. c) Andri Þór, f. 27.7. 1988. 6) Önnu Lydíu umönnunarstarfsmann, f. 9.6. 1955, fv. maki hennar er Kristján Sigurður Þórðarson trésmiður, dætur þeirra eru: a) Eyrún Halla, f. 27.9. 1977, gift Davíð Þór Jóns- syni, f. 19.9. 1973, börn þeirra eru Tristan Alex, f. 27.12. 1998, og Alexía Líf, f. 14.4. 2004. b) Þóra Elísabet, f. 3.1. 1983, unnusti hennar er Karl Viðar Grétarsson, f. 3.8. 1983. 3) Ástríður Anna, f. 18.1. 1989. 7) Sigríði, matráðs- konu, f. 10.12. 1959, sambýlismað- ur hennar er Guðjón Steinarsson bóndi, f. 26.9. 1962, synir hennar eru: a) Hallgrímur Valgeir, f. 21.10. 1974, dóttir hans er Elísa- bet Ásta, f. 21.7. 1997. b) Eiríkur Ingi, f. 9.8. 1976, kvæntur Bertu Gunnlaugsdóttur, f. 1.12. 1981, dóttir þeirra er Selka Sólbjört, f. 7.7. 2000. 8) Svein, verkamann, f. 23.6. 1961, fv. sambýliskona hans er Lára Ólafsdóttir, f. 17.2. 1964, synir þeirra eru: a) Sigurður Axel, f. 4.7. 1980, unnusta hans er Hild- ur Vatnes Kristjánsdóttir, f. 11.9. 1982. b) Fannar Freyr, f. 8.7. 1987. 9) Elsu Halldísi, húsmóður í Svíþjóð, f. 6.8. 1963, gift Hans Er- ik Strandberg, kennara, f. 1.3. 1968, börn þeirra eru: a) Sylvía Emma, f. 24.10. 1992. b) Simon Jó- hannes, f. 9.1. 1994. c) Rosmarie Ellen, f. 12.7. 1996. d) Rebekka Evelyn, f. 9.10. 1997. e) Sóley Birgitta, f. 4.7. 2001. 10) Hall- grímur Valgeir Yoakum, verka- maður (sonur Sigríðar), ólst upp á heimili þeirra hjóna. Útför Hallgríms var gerð frá Garðakirkju 19. maí. 8.12. 1942. Saman eiga þau börnin: 1) Soffíu Söndru, hjúkr- unarfræðing í Banda- ríkjunum, f. 27.9. 1946, fv. maki hennar er Roger Vaughn, börn hennar eru: a) Kristín, f. 15.4. 1967, gift Daniel Zeits, f. 28.10. 1960, börn þeirra eru Robert Daniel, f. 25.7. 1986, og Kayla Elisabet, f. 7.5. 1990. b) Robert (Toby) Kevin Vaughn, f. 19.5. 1975. 2) Fríðu Kristínu Elísabetu sjúkraliða, f. 22.2. 1949, gift Hans Hafsteins- syni rafvirkja, f. 5.8. 1946, börn þeirra eru: a) Hafsteinn, f. 16.9. 1972, unnusta hans er Erla Anna Ágústsdóttir, f. 9.8. 1982. b) El- ísabet, f. 19.7. 1974, gift Gunnari Rúnari Jónssyni, f. 4.11. 1974, börn þeirra eru, Björgvin Axel, f. 24.9. 1990, Daníel Jóhann, f. 13.7. 1996, og Inga Lára, f. 21.1. 2004. c) Róbert Daði, f. 5.5. 1980. d) Jón Pétur, f. 28.4. 1983. 3) Sonju Guð- björgu ljósmóður, f. 26.11. 1951, fv. maki hennar er Guðmundur Bernharðsson trésmiður, f. 9.5. 1951, börn þeirra eru, a) Gísli Val- geir, f. 17.1. 1974, sonur hans er Atli Freyr, f. 12.5. 1992. b) Guð- björg, f. 10.10. 1978, unnusti hennar er Jón Gunnar Kristjáns- son, f. 12.12. 1979, sonur þeirra er Guðmundur Ísak, f. 16.10. 2000. c) Bernharður f. 21.12. 1983. 4) Guð- Að lifa og deyja með reisn er það sem við öll þráum en fáum auðnast. En það má segja um pabba að hann hafi náð að lifa og deyja með reisn. Pabbi var fæddur á Álafossi í Mosfellssveit þar sem báðir foreldr- ar hans störfuðu. En flutti svo til Reykjavíkur fimm ára gamall. Hann var mikill mömmustrákur og var það honum því mikið áfall þegar móðir hans dó af barnsförum vorið 1937. Fósturforeldrar hans reynd- ust honum þó afar vel og átti hann náin tengsl við uppeldissystur sína Höllu Valgerði. Hann lauk gagn- fræðaprófi frá Austurbæjarskóla og stundaði svo nám í rafvirkjun við Iðnskólann í Reykjavík 1949–1953. Ári seinna tók hann sveinspróf hjá Kristmundi Gíslasyni og hóf þá störf hjá Raforku og vann þar til ársins 1958. Það ár byrjaði svo pabbi að vinna hjá Bræðrunum Ormsson við uppsetningu og viðhald á lyftum. Þar vann hann þegar honum bauðst staða í Þýskalandi við sína iðn. Við krakkarnir urðum mjög spennt að flytja til útlanda, pabbi dró svarið á langinn þó hann hafi aldrei ætlað sér að flytja út og bauðst þá verkstjóra- staða hjá Ormsson sem hann þáði. Árið 1973 tók hann við viðgerðar- þjónustu hjá Ormsson en henni var skipt upp þar sem hann hafði bara áhuga á hluta af henni. Þeir voru lengi tveir sem sáu um viðgerðir og eftirlit á lyftum og kölluðu þeir fyr- irtækið sitt Raflyftur. Fyrir nokkr- um árum skiluðu þeir Ormsson aftur inn þessum viðgerðum og viðhaldi á lyftum og starfaði pabbi sem verk- taki hjá þeim síðustu ár. Pabbi og mamma giftu sig 25. ágúst 1955 en þau ætluðu að gifta sig 18. ágúst, á afmæli Reykjavíkur, og litu þau alltaf á þann dag sem brúðkaupsdag sinn. Pabbi sagði að hann liti svo á að hann hefði notið þess einu sinni á ævinni að fá að fara í fæðingarorlof og var það í júní 1955, en þá var allsherjarverkfall í langan tíma og nýtti hann þann tíma í að kynnast þeim börnum sem fylgdu konunni sem hann elskaði og giftist, auk þess að sinna sinni dótt- ur sem fæddist í apríl 1954 og kannski smábarninu sem fæddist þarna í júní og hann tengdi þetta fæðingarorlof við. Foreldrar okkar bjuggu sín fyrstu ár í Hæðargarði 30 í Reykjavík en í október 1962 keyptu þau sér hús í Goðatúni 30 í Garðabæ. Þá vorum við krakkarnir á aldrinum 1½ árs til 16 ára og það yngsta okkar fæddist svo tæplega ári seinna, í ágúst 1963. Þarna var okkar heimili og úr þessu hreiðri flugum við hvert af öðru, en þarna áttum við alltaf skjól, auk allra góðu stundanna sem við söfn- uðumst þar saman. Mamma greindist með krabba- mein þegar hún var rúmlega fimm- tug en þau áttu mörg góð ár eftir það, nutu þess að ferðast saman, auk þess sem þau gerðu mikla breytingu á húsinu en sá draumur hafði blund- að í mömmu frá því að þau keyptu húsið. Þar að auki fannst þeim spennandi að fá barnabörnin hvert af öðru en þau tóku að sér dótturson fæddan 1974. Í ágúst 1989 dó mamma en hún var búin að vera veik allt það ár. Hún vildi enga með- ferð en tók verkjalyf og dó sam- kvæmt sinni ósk á heimili sínu í Goðatúni 30 þar sem pabbi fékk að- stoð okkar systkinanna til að annast hana. Hann bjó í húsinu til ársins 1995, þá keypti undirrituð húsið og bjó þar með fjölskyldu sinni í átta ár. Húsið var selt í fyrra en afsal var ekki undirritað fyrr en á þeim degi sem pabbi dó, skrítin tilviljun. Líf hans snerist að mestu leyti um börn hans og barnabörn síðustu 15 ár. En þó börn og barnabörn séu yndisleg þurfum við líka að eiga vin af gagnstæðu kyni og pabbi var svo heppinn að eiga góða vinkonu síð- ustu 12 ár. Þau ferðuðust mikið, bæði innan lands sem utan og áttu saman margar ánægjustundir. Þau tóku snemma þá ákvörðun að halda sínu fyrra lífi frá því sem þau áttu saman þannig að við krakkarnir kynntumst þeirri konu ekkert. Þegar maður eldist er mikil gæfa að eiga margar dætur sagði pabbi eitt sinn því þær hlúa að manni, en til þess kom aldrei. En við systur er- um sjö eins og dygðirnar sjö. Sú elsta er góðvild, næst kemur friður, sú þriðja er trúmennska, svo kemur hógværð, þá kemur gleðin, kærleik- urinn og langlyndið, en drengjunum fylgdi vonin. Við systkinin erum afar þakklát fyrir að hafa átt svona föður sem umbar allt og sýndi öllu skilning og fannst að allir ættu að fá tækifæri, hann var hinn stóri kærleikur. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, – hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við guð um þúsund ár. (Halldór Kiljan Laxness.) Elsku pabbi, friður guðs veri með þér. Fyrir hönd okkar systkinanna Anna Lydia Hallgrímsdóttir. HALLGRÍMUR VALGEIR GUÐMUNDSSON Elsku mamma. Þú gantaðist stundum með það, að ég myndi nú setja nokkrar línur á blað þegar þú færir. Þegar til kom hafði ég ekki þann kraft sem þurfti til, en ég sagði jú já við þig og orð skulu standa. Við fjölskyldan höfum verið hepp- in í lífinu – svo heppin að eigingirni mín var mikil þegar ég vildi ekki horfast í augu við að þú værir að kveðja mig. Ég vildi hafa þig lengur hjá mér. En svo fann ég að þú varst tilbúin og þá gat ég kvatt, en það var sárt. Ég er svo þakklát fyrir að Gunna Sigga og Mummi voru hjá þér á kveðjustundinni. Allt varð svo fallegt og friðurinn fyllti hjörtu okkar þegar við mættum. Auðvitað er þetta und- arlegt og öðruvísi, sérstaklega fyrir REGÍNA BENEDIKTSDÓTTIR ✝ Regína Bene-diktsdóttir fædd- ist á Ísafirði 14. mars 1917. Hún lést á Landspítalanum 29. desember síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Nes- kirkju 13. janúar. pabba, sem er búinn að hafa þig sér við hlið í 62 ár. En hann er ótrúlega duglegur, orðinn sér- fræðingur á örbylgju- ofninn, hvað þá annað. En þetta er nokkuð sem mun taka hann tíma að venjast, ef það er nokkurn tímann hægt, eftir allan þenn- an tíma sem þið áttuð saman. Ég fæ ennþá þessa hugdettu: „Ég verð að hringja í mömmu og segja henni frá …“ og þá man ég. En ég tala nú oft við þig og segi þér frá – ég hef það á tilfinn- ingunni að þú heyrir og mér finnst ég hafa sönnun þess að þú vakir yfir okkur í fjölskyldunni. Enda var hún þér kær, um það efaðist enginn. Elsku mamma. Þakka þér fyrir allt – alla hjálpina í gegnum lífið – alla væntumþykjuna fyrir mér og börnunum mínum og nú síðast barnabörnunum mínum. Þau elska þig öll. Ástarkveðjur. Þín dóttir Sigrún. Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 Englasteinar Legsteinar Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug í veikindum og við andlát elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, fósturföður, tengdaföður, sonar, tengdasonar og afa, ELÍASAR KÁRASONAR bifreiðastjóra, Flúðaseli 61, Reykjavík. Sérstakar þakkir til hjúkurnarfólks á 12E Landspítala. Ásta Björk Björnsdóttir, Arnar Smári Elíasson, Hjördís Þóra Elíasdóttir, Kári Sævar Elíasson, Rósa Birgisdóttir, Hulda Hrönn Elíasdóttir, Hörður Sigurgeir Friðriksson, Elmar Freyr Elíasson, Björn Finnbogason, Sigrún Sigurjónsdóttir, Björn Guðmundsson, Guðfríður Guðjónsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför systur okkar og mágkonu, STEFANÍU UNU PÉTURSDÓTTUR, Austurbrún 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir til stafsfólks gjörgæsludeildar Landspítalands við Hringbraut fyrir hlýja og góða umönnun. Bogi Pétursson, Margrét Magnúsdóttir, Jóna Vilborg Pétursdóttir, Guðlaug Pétursdóttir, Stefán Pétursson, Kristbjörg Magnúsdóttir, Jón Pétur Pétursson, Sigurlína Pétursdóttir, Eyvindur Pétursson, Halldór Pétursson, Bryndís Björnsdóttir, Ingi Kristján Pétursson, Þorsteinn Pétursson, Snjólaug Aðalsteinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.