Morgunblaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Grettir Smáfólk ÉG BJÓ TIL LISTA YFIR HLUTI SEM ÉG VIL EKKI AÐ ÞÚ TÆTIR MEÐ KLÓNUM ÉG HEFÐI KANNSKI ÁTT AÐ SETJA LISTANN Á LISTANN ÞAÐ VEIT ENGINN HVAÐ DULARFULLI KÖTTURINN ER AÐ HUGSA EKKI EINU SINNI DULARFULLI KÖTTURINN LEIKVÖLL Í KÓPAVOGI VANTAR BLENDING FJÖGUR ÞÚSUND SANKTI BERNARDSHUNDA? ÉG TRÚI ÞESSU EKKI! HVER SENDI ALLA ÞESSA FJÁRHUNDA TIL AKUREYRAR? HVAÐ MEÐ ALLA KETTINA? FIMMTÁN FJÁRHUNDA TIL EGILSSTAÐA... HVAR ER ÞESSI LEIKVÖLLUR? HVAR ER KORTIÐ? HVER BAÐ UM STÓRA DANA? SÍÐASTI YRIRHUNDUR SKILDI HLUTINA EFTIR Í ALGJÖRI ÓREIÐU! Risaeðlugrín © DARGAUD AAARRRRGG!! ÆÆ! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NÚ HEFUR hinn hárprúði for- maður stærsta stjórnmálaflokks ís- lensku þjóðarinnar einmitt fengið svona ofbirtu í augun og virðist því miður vera býsna illa hald- inn af henni. Leitað hefur ver- ið til sérfræðinga (hvar værum við eiginlega stödd án þeirra?) til að koma honum til hjálpar. Þeir tóku til óspilltra málanna og eftir ítarlegustu rann- sóknir komust þeir að þeirri óvæntu niðurstöðu, að þessi hvim- leiði og nauðasjaldgæfi augnsjúk- dómur væri bráðsmitandi, enda kom fljótlega í ljós að nánustu tagl- hnýtingar hans eins og t.a.m. hinir ungu og nýkjörnu þingmenn Sjálf- stæðisflokksins svo og nýskipaður menntamálaráðherra voru komnir með alvarlegt smit. Fyrst datt ein- hverjum í hug að leita ráða hjá Kára Stefánssyni. Hann væri svo bráðgáfaður og eldklár, en það fór á annan veg en búist hafði verið við, vegna þess að hann var kominn í ljós, þ.e.a.s. Norðurljós, þar sem hann nú er næstum öllum stundum og virðist una sér þar mæta vel. Aðrar heimildir, sem ég get ekki fyllilega ábyrgst, herma að Kári hafi verið ansi stuttur í spuna, er erindið var borið upp við hann, og sagðist bara ekki hafa minnsta áhuga á þessu, enda væri hann í þann veginn að finna góðu genin í Norðurljósum. Svo bregðast krosstré sem önnur tré. Nú voru góð ráð dýr. Tvennt kom helst til greina. Annaðhvort að losa sig við Norðurljós eða með öðrum orðum að fjarlægja þau fyrir fullt og allt, þótt það gæti reynst þrautin þyngri. Hitt var að fjar- lægja sjálfa sjúklingana þ.e. að flytja þá héðan til annars lands þar sem Norðurljós eru ekki sjáanleg eins og t.d. til Ítalíu, en svo heppi- lega vill til að þar í landi er einmitt til ákaflega nýtískuleg meðferðar- stofnun, sem fengið hefur ótal al- þjóðlegar viðurkenningar og ómælt hrós fyrir árangursríkar lækningar á ólíklegustu kvillum og viti menn hún er í eigu sjálfs Silvio Berlus- coni eða Il Cavaliere eins og svo margt fleira þar í landi og heitir, bíðið þið nú bara við, Luci di Mez- zogiorno, þ.e. Suðurljós, þótt ótrú- legt sé. Þetta sagði ólyginn Ítali mér, þeir eru til þótt lygilegt megi heita. Mér skilst að meðferðin sem ætl- uð er Íslendingunum yrði aðallega fólgin í því að láta þá horfa tím- unum saman á sjónvarpsstöðvar Silvio Berlusconi allar þrjár og ennfremur á RAI, ríkissjónvarpið ítalska, þar sem hann er líka með alla puttana. Að viti óvitlausra manna er þetta tilvalin leið til þess að íslensku sjúklingarnir geti kynnst á sem skemmstum tíma fjölbreytni í fréttaflutningi, dag- skrárgerð og síðast en ekki síst fjölbreytni í eignarhaldi á fjölmiðl- um! Stjórnendur meðferðarstofn- unarinnar, Suðurljósa, þykjast geta ábyrgst að ofbirtan sem nú hrjáir Íslendingana muni rjátlast af þeim á lygilega skömmum tíma. Öfugt við Norðurljós eru Suðurljós vita- meinlaus og valda þannig engum skaða á augum. Þar sem sá sem hér heldur á penna þykist vita að ítölskukunn- átta flestra ef ekki allra Íslending- anna sé ekki upp á marga fiska er hann reiðubúinn til að kenna þeim þetta gullfallega tungumál, en að- eins gegn ofurgjaldi. Maður verður að gera sitt til að tolla í tískunni. Að lokum þetta, óprúttnir gárungar gætu sagt að ef af þessu yrði myndi öll íslenska þjóðin fagna því innilega ef þetta heilaþvegna og heillum horfna lið sneri aldrei aftur heim til Íslands. Fé hefði farið betra. En ef öllu gamni, gráglettni og skáldskap er sleppt, þá vaknar óhjákvæmilega sú spurning hvort þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu bundnari af sannfæringu formanns- ins en sinni eigin. Hann virðist í einu orði sagt ekki hafa velþóknun á öðrum en þægum jákálfum, sem oft á tíðum eru tilneyddir til að breyta gegn betri vitund, samvisku og skoðunum eins og t.a.m. varð- andi ótæpileg afskipti ríkisins af gjörðum þegnanna og óþolandi for- sjárhyggju. Er ekki raunverulegur en dulbúinn tilgangur forsætisráð- herra Íslands, Davíðs Oddssonar, með fjölmiðlafrumvarpinu að koma á skoðanakúgun og málfrelsis- skerðingu hér á landi? Er hann virkilega sama sinnis og yfirlýstur aðdáandi Mussolinis, Silvio Berlusconi? Það leynir sér engan veginn að miklir kærleikar eru með þeim sálufélögum eins og gagn- kvæmar heimsóknir benda ótvírætt til. Ætlar kannski sagan að end- urtaka sig, en hún segir okkur að á sínum tíma voru ýmsir sjálfstæð- ismenn taldir vera nokkuð hallir undir öfgastefnur á borð við fas- isma og nasisma. Að lokum er mér spurn hvort æðsti ráðamaður íslensku þjóðar- innar, Davíð Oddsson, taki í sama streng og „ræðuskörungurinn“ frelsaði í Hvíta húsinu sem segir í alþekktri einfeldni sinni: „Þeir sem eru ekki með mér eru á móti mér.“ En hvað sem því líður, þá er eitt víst að Davíð Oddsson er nú búinn að fá meginþorra íslensku þjóðar- innar upp á móti sér vegna vanstill- ingar, heiftar og fæðar sem hann leggur á ónefnda feðga. Tökum til í okkar eigin ranni og losum okkur við öfgamann, sem virðist einna helst vilja allt brjóta og bramla. HALLDÓR ÞORSTEINSSON, Rauðalæk 7, Reykjavík. Að fá ofbirtu í aug- un af Norðurljósum Frá Halldóri Þorsteinssyni: Halldór Þorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.