Morgunblaðið - 20.05.2004, Side 49

Morgunblaðið - 20.05.2004, Side 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2004 49 Stækkun ESB Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi frá Andrési Péturssyni, for- manni Evrópusamtakanna: „Vegna greinar sem undirritaður sendi inn og Morgunblaði birti mánudaginn 3. maí til að vekja at- hygli á fundi um stækkun Evrópu- sambandsins og íslenska útrás skal tekið fram að efni hennar var að mestu byggt á texta sem birtist í fréttabréfi Evrópusamtakanna nokkrum dögum síðar. Það efni var að mestu skrifað af Signýju Sigurð- ardóttur, ritstjóra fréttabréfsins, og hefði hún því einnig átt að vera titluð sem höfundur greinarinnar. Þetta var handvömm af minni hálfu og vil ég því koma þessari leiðréttingu á framfæri.“ Touran sjö sæta Ranglega var sagt í umfjöllun um Toyota Corolla Verso í blaðinu í gær að Volkswagen Touran væri fimm sæta. Hið rétta er að hann er sjö sæta. Leiðréttist það hér með. Nafn misritaðist Þau mistök urðu í Fasteignablaði Morgunblaðsins mánudaginn 17. maí að föðurnafn Elsu Valdimarsdóttur misritaðist í myndatexta. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Fyrirlestur vegna meistaraprófs í verkfræðideild HÍ verður á morg- un, föstudaginn 21. maí kl. 16, VR- II, stofu 158. Reynir Sævarsson, meistaranemi við umhverfis- og byggingarverkfræðiskor verk- fræðideildar Háskóla Íslands, mun flytja fyrirlestur sem hann nefnir: Greining á Skerjafjarðarveitu. Greining er gerð á uppbyggingu og rekstri Skerjafjarðarveitu, sem er suðurhluti fráveitukerfis Reykjavík- urborgar. Mæligögn sem safnað hef- ur verið í kerfinu eru greind. Hermi- líkan af rekstri þriggja stærstu dælustöðva veitunnar er sett upp og það kvarðað með mæligögnum. Lík- anið er notað til að besta rekstur dælustöðvanna og til að kanna hag- kvæmni ýmissa breytinga á rekstri og útfærslu kerfisins. Spáð er fyrir hvernig kerfið muni bregðast við auknu rennsli vegna nýrrar byggðar á veitusvæðinu o.fl. Verkefnið er unnið í samstarfi við starfsmenn Gatnamálastofu Reykja- víkurborgar, sem einnig styrkir verkefnið. Leiðbeinandi Reynis er Sigurður M. Garðarsson, dósent í verkfræðideild, meðleiðbeinandi er Hafsteinn Helgason, ráðgjafarverk- fræðingur hjá verkfræðistofunni Línuhönnun. Prófdómari er Jónas Elíasson, prófessor í verkfræðideild. Fundur um fjölmenningu Menn- ingarmálanefnd Reykjavíkurborgar boðar til opins fundar um fjölmenn- ingu með fulltrúum innflytjenda, í Iðnó, á morgun, föstudaginn 21. maí kl. 17.15. Tilgangur fundarins er að hlusta á raddir innflytjenda og nýta ábend- ingar þeirra til að efla þjónustu menningarstofnana borgarinnar í þágu fjölmenningarlegs samfélags. Ennfremur verður þátttaka innflytj- enda í menningarlífi borgarinnar rædd og hvernig menningarstofn- anir og menningarmálanefnd borg- arinnar geta virkjað mannauð þeirra. Fundurinn fer fram bæði á íslensku og ensku. Fundurinn, sem haldinn er á alþjóðlegum fjölmenn- ingardegi UNESCO, er öllum opinn. Á MORGUN VERKFRÆÐISTOFA Austurlands mun hanna hitaveitu fyrir Eskifjörð. Bæjarráð Fjarðabyggðar lagði til grundvallar forval, þar sem sex völd- um verkfræðistofum var boðið að taka þátt, en þær voru AVA ehf., Fjarhitun hf., Hönnun hf., Tækni- þing Húsavík/Útrás, Verkfræðistofa Austurlands ehf. og VST hf. Talið er að kostnaður við hönnun hitaveitunnar geti numið allt að tíu milljónum króna og er reiknað með að framkvæmdir hefjist á árinu. Hanna hitaveitu fyrir Eskifjörð ÍÞRÓTTIR og hreyfing er þema árlegrar svarthvítrar ljósmynda- samkeppni sem ljósmyndavöruframleiðandinn Agfa stendur fyrir. Á síð- asta ári hlaut Gréta Guðjónsdóttir ljósmyndari fyrstu verðlaun í sam- keppninni og prýðir verðlaunamynd hennar, „Gaukur í lauginni“, dagatal og ýmsar framleiðsluvörur Agfa í ár. Hlaut Gréta Leica M7-myndavél í verðlaun. Agfa er einn stærsti framleiðandi ljósmyndavara í heiminum og er sam- keppnin opin ljósmyndurum alls staðar að. Á síðasta ári voru yfir 5000 ljós- myndir sendar í keppnina. Verðlaunamyndirnar verða valdar af al- þjóðlegri dómnefnd, en síðasti dagur til að póstleggja ljósmyndir er 28. maí næstkomandi. Veitt verða 30 verðlaun og viðurkenningar en þrenn helstu verðlaunin eru Hasselblad-myndavélar. Upplýsingar um samkeppnina og umsóknareyðublað má finna á vef Agfa: www.agfa.com/photo/multicont- rast-competition/invitation/ Verðlaunamynd Grétu Guðjónsdóttur úr ljósmyndasamkeppni Agfa í fyrra, myndin Gaukur í lauginni, prýðir dagatal og framleiðsluvörur Agfa í ár. Svarthvít samkeppni LAX-á ehf. og Agn ehf. ætla að styrkja Barna- og unglingageðdeild Landspítalans – BUGL með því að efna til söfnunar á vefnum agn.is. Lax-á ehf. og agn.is ætla að halda úti verslun á vefnum 20.–31. maí þar sem vörur frá ýmsum fyrirtækjum verða til sölu. Mun fólk geta fengið vörurnar sendar heim með afslætti og rennur allur ágóðinn til þessa málefnis. M.a. verður hægt að kaupa veiðileyfi á vatnasvæði Lýsu 20.–30. júní og mun allur ágóðinn renna til BUGL, segir í fréttatilkynningu. Styrkja BUGL með sölu á vef sínum Laugavegi 32 sími 561 0075 sumarskolinn.is sumarskolinn.is Höfum fengið til sölu Borgartún 28. Um er að ræða eftirsótt skrifstofu- og verslunarhúsnæði á 1. og 2. hæð auk kjallara, samtals alls 600 fm. Til sölu er byggingarréttur á bakhluta lóðar fyrir 6 hæða skrifstofu- og verslunarhúsnæði samkvæmt samþykktu deili- skipulagi. Skrifstofu- og verslunarhúsnæði Teikningar og skriflegar umsagnir fást afhentar á skrifstofunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.