Morgunblaðið - 20.05.2004, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 20.05.2004, Qupperneq 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2004 57 Nánari upplýsingar á www.isisport.is Nýttu eigin orku og vertu með! Í tilefni að fyrirtækjakeppninni Hjólað í vinnuna 17. - 28. maí F A B R IK A N Safnast saman við Laugardalsvöll kl. 14:00 Dreifing happdrættismiða, félagar í hjólreiðasamtökum veita góð ráð og sýna ýmis konar búnað. Lestin leggur af stað í lögreglufylgd kl. 14:30. Dagskrá á Ingólfstorgi Lestarstjórar flytja ávörp: Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, Ellert B. Schram forseti ÍSÍ og Kolbrún Halldórsdóttir þingkona. Heppinn hjólagarpur vinnur glæsilegt reiðhjól frá Erninum. Umsjón: ÍSÍ (Ísland á iði), Landssamtök hjólreiðamanna, Íslenski fjallahjólaklúbburinn, Hjólreiðafélag Reykjavíkur og Hjólreiðanefnd ÍSÍ. Hjolalestin MIKE Skinner snýr aftur með þemaplötu. Þetta er engin rokk- ópera með há- stemmdum sögu- þræði heldur indírappsögur af strætinu. Þótt lög- in standi vel fyrir sínu virkar platan best sem heild, allavega í fyrstu þegar hlustandinn er að kynnast henni. Mikil gleði er fólgin í því að uppgötva að platan tengist öll en ekki er hægt að segja of mikið frá söguþræðinum án þess að spilla fyr- ir. Við sögu koma gaurinn Mike, kærastan Simone og vinirnir Dan og Scott. Helstu aukahlutir eru sófi, sjónvarp (bilað), gras, farsími (batt- eríslaus eða lélegt samband) og þúsund pund (týnd). Lögin hafa öll grípandi viðlag sem auðvelt er að læra. Taktarnir einfaldir og í stíl við það sem heyrð- ist á frumrauninni Original Pirate Material nema tónlistin er fjöl- breyttari í þetta sinn. Fyrstu tónar plötunnar eru dramatískir, í laginu „It Was Supposed to Be so Easy“, sem fjallar um hversdagsdramatík á borð við að gleyma mynddiskinum heima hjá þér og fara með tómt hulstur í vídeóleiguna. Góð kynning á því sem koma skal. Það er meira að segja ballaða á plötunni, „Dry Your Eyes“. Ótrú- lega fallegt lag með melódískum strengjum og gítar sem segir á inni- legan hátt frá sambandsslitum (ástæðan gefin upp í lögunum á undan). Síðasta lagið „Empty Cans“ er frábært, í raun tvískipt lag með tveimur endum á sögunni. Á síðari hlutanum er tónninn mýkri og pí- anó búið að bætast við. Flæði er ekki það sem er Mike efst í huga í rappinu en það eykur bara á einlægnina. Hann notar tungumálið á skemmtilegan hátt, stundum með því að breyta eðlileg- um takti til að leggja áherslu á mál sitt. Platan er ekki fyrir þá sem eru fastir í tónlistarlegum kassa og vilja ekki fara út fyrir sitt rokk eða hipp hopp. Þetta er plata sem er ekki auðvelt að negla niður í ákveðinni tónlistarstefnu og er án efa sú besta sem ég hef heyrt á þessu ári.  Tónlist Sögur af strætinu THE STREETS A Grand Don’t Come for Free Inga Rún S igurðardóttir BRITNEY Spears yfirgaf í skyndi sviðið þegar tónleikum hennar var að ljúka í Berlín í Þýskalandi á dögunum. Hún táraðist og hélt inn í bifreið sem beið hennar fyrir utan tónleikastaðinn. Á meðan voru hljóðfæraleikarar enn á svið- inu að ljúka síðasta laginu á dag- skránni. Hún hélt beint á hótel í borginni og hunsaði aðdáendur sem biðu fyrir utan. Ástæðan fyr- ir þessari uppákomu er sú að Britney hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að þykjast syngja mestan part þeirra tónleika sem hún hefur haldið. Hún beið því óþreyjufull eftir því að ljúka tónleikaferðalaginu og halda heim til sín. Hún hefur nú þegar frestað tónleikaför í Suðaustur-Asíu. Unnusti hennar, Kevin Federline, hefur dvalið með henni stærstan hluta tónleikaferð- arinnar í Evrópu, en parið hefur meðal annars sést sletta úr klauf- unum í Amsterdam og Malaga. Britney Spears gagnrýnd fyrir að þykjast syngja á tónleikum Reuters Britney Spears á sviði. Táraðist á sviðinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.