Morgunblaðið - 20.05.2004, Side 64

Morgunblaðið - 20.05.2004, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga UM 480 starfsmenn starfa hjá íslensku bönk- unum á erlendri grundu. Þar af eru liðlega 400 starfsmenn KB banka í níu löndum en um helmingur þeirra er starfs- menn bankans í Svíþjóð. Að auki starfar fjöldi starfs- manna bankanna á Íslandi að útrásarverkefnum bank- anna og má því áætla að vel á sjötta hundrað manns starfi að útrás bankanna. Alls eru starfsstöðvar bankanna erlendis þrettán talsins. Íslandsbanki, Landsbanki og KB banki hafa allir komið sér upp starfsstöðvum í Lond- on og Lúxemborg. KB banki hefur farið víðar og er hann einnig með starfsemi á öllum Norð- urlöndunum, í Sviss og New York í Bandaríkj- unum. Á sjötta hundrað manns starfa við útrás bankanna  Hundruð/6B SAMTÖK banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) gagnrýna lánveitingar lífeyrissjóðanna til sjóðfélaga í ársskýrslu sinni og í nýlegum bréf- um til bæði fjármálaráðherra og efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Í bréfi til efnahags- og viðskiptanefndar bendir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri SBV, á að á hinum Norðurlöndunum tíðkist ekki að lífeyrissjóðir standi í lánveitingum til sjóðfélaga. „Ástæður þess eru ýmist að þeim sé það beinlínis bannað eða að slíkum lánum séu sett jafnströng skilyrði og gerð eru til annarra lánastofnana, sem aftur veldur því að lífeyr- issjóðirnir hafa ekki talið forsvaranlegt að fara í samkeppni á þeim markaði. Það hefur ekki háð þeim á nokkurn máta í fjárfestingum sínum og því engin rök, sem stundum hafa heyrst hérlendis, að þetta sé mikilvægur þátt- ur í fjárfestingarstefnunni,“ segir í bréfinu. Lúta ekki sömu reglum Þar er jafnframt bent á að lífeyrissjóðir lúti ekki sömu ströngu skilyrðum og bankar og sparisjóðir um lánastarfsemi. Þá séu lífeyr- issjóðir undanþegnir tekjuskattsskyldu og hafi því bæði aðgang að ódýrara fé, sem skekki samkeppnisstöðu, auk þess sem til þeirra séu ekki gerðar jafnstífar kröfur um fagmennsku við lánveitingar og gildi um viðskiptabanka og sparisjóði. Í bréfi til fjármálaráðherra segir að SBV telji brýnt að lokað verði fyrir heimildir lífeyrissjóðanna til sjóðfélagalána eða þeim skorinn mun þrengri stakkur. SBV gagnrýna lán- veitingar lífeyris- sjóða til sjóðfélaga  Telja lífeyrissjóðslán/B4 HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær fertugan karlmann, Stefán Aðalstein Sig- mundsson, í tveggja ára fangelsi fyrir aðild sína að hinu svokallaða Skeljungsráni sem framið var af þremur mönnum 27. febrúar 1995. Ákærði var fundinn sekur um að hafa í fé- lagi við annan mann, sem nú er látinn, hrifsað tösku með 6 milljóna króna uppgjöri olíufé- lagsins Skeljungs af tveimur starfsstúlkum þess við Íslandsbanka í Lækjargötu, eftir að hafa slegið aðra þeirra í höfuðið með slökkvi- tæki svo að hún féll í götuna. Við ákvörðun refsingar var tillit tekið til þess að langt er liðið frá brotinu. Auk fangels- isrefsingar var ákærði dæmdur til að greiða Sjóvá-Almennum tryggingum 5,7 milljónir króna í skaðabætur. Málið dæmdi Pétur Guðgeirsson héraðs- dómari. Verjandi ákærða var Sigmundur Hannesson hrl. og sækjandi Kolbrún Sævars- dóttir saksóknari hjá ríkissaksóknara. Dæmdur í 2 ára fangelsi fyrir Skeljungsránið YNGSTI einstaklingur sem komið hefur á barna- og ung- lingageðdeild Landspítala með lystarstol var 10 ára, að því er fram kom í svari heilbrigðisráð- herra á Alþingi við fyrirspurn Guðrúnar Ögmundsdóttur. Þeir sem veikjast af átröskun eru fyrst og fremst ungar konur á aldrinum 15–24 ára en átrösk- unartilfellum hjá þeim sem eru eldri, þ.e. 28–50 ára, hefur einn- ig fjölgað á allra síðustu árum. Um einn af hverjum 20 lystar- stolssjúklingum er drengur. Ekki er vitað um heildarfjölda þeirra sem veikst hafa af átrösk- un á Íslandi á liðnum árum en í svarinu kemur fram að reiknað er með að tíðni hér á landi sé svipuð og í Vestur-Evrópu. Það þýðir að 24 ný tilfelli af lystar- stoli og 36 tilvik af lotugræðgi komi upp hér á landi á ári./27 10 ára með lystarstol FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hef- ur komist að þeirri niðurstöðu að lög um innherjaviðskipti hafi ekki verið brotin þegar fruminnherjar í Eimskipafélagi Íslands keyptu bréf í félaginu um miðjan janúar sl., skömmu eftir að sala þess á Útgerðarfélagi Akureyringa, Haraldi Böðvarssyni og Skag- strendingi hafði verið tilkynnt. Sama dag og viðskipti innherj- anna fóru fram fjárfesti Eim- skipafélagið síðan í fyrirtæki í Noregi. Viðskiptunum var af Kauphöll Íslands vísað til umfjöllunar Fjár- málaeftirlitsins en þeir aðilar sem áttu þarna hlut að máli voru Sam- son Global Holdings, sem er í eigu Björgólfsfeðga og Magnúsar Þor- steinssonar, og tveir þáverandi stjórnarmenn í Eimskipafélaginu, þeir Þórður Magnússon og Bald- ur Guðnason. Þá seldu sama dag tveir stjórnendur Haraldar Böðv- arssonar hluti sína í félaginu. Gagnrýnt af bönkunum Upp úr miðjum janúar sl. var greint frá gagnrýni greiningar- deilda banka á þessi viðskipti. Í Hálffimmfréttum KB banka 15. janúar sagði m.a.: „Í kjölfar sölu Eimskipafélagsins á HB og ÚA á yfirverði hafa innherjar keypt töluvert magn í dag. Þetta verður að teljast sérstaklega bagalegt í ljósi þess að fremur litlar upplýs- ingar hafa verið gefnar um söluna, t.d. vita markaðsaðilar ekki hversu mikið af skuldum félagsins fylgja hinum seldu hlutum. Raun- ar verður að teljast undarlegt að félagið skuli ekki vera á athugun- arlista Kauphallarinnar, þar sem ómögulegt er að átta sig á hvernig félag Eimskipafélagið verður í framtíðinni og hvort yfir höfuð það verður til, eftir umfjöllun und- anfarinna daga.“ Fjármálaeftirlitið um umdeild innherjaviðskipti Kaup í Eimskip ekki brot á lögum ♦♦♦ ♦♦♦ FJÖLDI fólks lagði leið sína á Austurvöll um hádegi í gær þar sem efnt var til fjöldafundar undir yfirskriftinni Stöndum vörð um lýðræð- ið. Áhugahópur um virkara lýðræði boðaði fundinn en hópurinn telur leikreglur lýðræð- isins ekki vera virtar hér á landi. „Lýðræði byggist á umræðum, gagnsæi, ábyrgð, virð- ingu og trausti. Íslensk stjórnvöld sniðganga lýðræðislega umræðu í hverju málinu á fætur öðru og beita handafli til að koma fram mál- um,“ segir í ályktun frá hópnum. Fundarmenn þöndu dómaraflautur og hófu upp rauð spjöld en fundarstjóri minntist á að lýðræðið myndi kannski virka betur ef Ís- lendingar eyddu jafnmiklum tíma í að virkja það eins og þeir eyða í íþróttir. Ólafur Hannibalsson flutti ávarp þar sem hann ávítaði forsætisráðherra fyrir vinnu- brögð í kringum fjölmiðlafrumvarpið og hvatti forseta Íslands að nýta málskotsréttinn og leyfa þjóðinni að greiða atkvæði um málið. Morgunblaðið/Árni Torfason Hvatt til lýðræðis ALGENGARA er að konur slasi sig við hesta- mennsku en karlar, og eru hestakonur sem slasast mun yngri en karlarnir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein eftir Brynjólf Mogensen, sviðstjóra lækninga á slysa- og bráðasviði, og Magnús Pétursson, forstjóra Landspítala – háskólasjúkrahúss, sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Alls komu 1.022 einstaklingar á slysa- og bráðamóttöku LSH með áverka sem tengjast hestamennsku á einhvern hátt á tímabilinu 1999–2003, eða rúmlega 200 manns á ári. Þess- ir 1.022 einstaklingar voru með 1.457 áverka. Algengastir voru áverkar á höfði og hálsi eða 308 og voru 286 áverkar á mjöðm og læri. Kvið- og bakáverkar voru 184, 175 slösuðust á úlnlið og hendi og áverkar á brjóstkassa 147. Rúmlega 8% þeirra sem slösuðust, eða 86 á tímabilinu, þurftu að leggjast á sjúkrahús vegna meiðsla sinna og var rúmlega fjórð- ungur þeirra með mikla eða þaðan af meiri áverka. Tveir létust af áverkum sínum. Brynjólfur og Magnús segja þessi slys allt of mörg og of algeng. Konum sé hættara í hesta- mennsku en körlum, en því sé öfugt farið í flestum öðrum tegundum slysa. Á tímabilinu komu 579 konur og 443 karlar með áverka á slysa- og bráðadeild LSH. Slys meðal kvenna koma oftast fyrir á aldrinum frá tíu ára til þrí- tugs og eru algengust í aldurshópnum 15–19 ára. Karlarnir slasast mest um miðjan aldur. Konur slasa sig oftar á hestbaki en karlar  Fækka má/33

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.