Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1968, Page 2
Strax fyrstu dagana leitaði Hall-
ur mig uppi, vatt sér dag einn
snaggaralega inn í smiðjuna, þar
sem við stóðum sex unglingssttUk-
ur við steðja og hömruðum járn,
því það var fyrsta verkefni á skól-
anum að læra að útbúa nokkur
verkfæri úr járni. Spurði Ilallur
þá strax; Hver ykkar er íslenzka
stúlkan? Reyndist hann mér vel
að ráðum og hjálpsemi, svo og
kona hans, þann tíma, sem við vor-
um saman á Tannlæknaskólanum.
Árið 1923 lauk Hailur glæsilegu
tannlæknaprófi frá Tannlæknaskól
anum, héit síðan strax til íslands
og var fyrst fáa mán,”ði á Aust-
fjörðum, en fluttist síðar til Reykja
víkur. Þar setti hann á stofn tann-
lækningastofu sína, sem hann nú
hafði rekið óslitið í hátt á fimmta
tug ára, lengst af í Austurstræti
14. Var öll vinna hans með afbrigð
um fögur og vandvirk. För þar
saman samvizkusemi og hög hönd
og svo mikil elja og langur vinnu-
tími, að ég þekki enga tannlækna-
stofu, er skilað hefur jafn mikl-
um afköstum, hvorki hér heima
eða erlendis, þar sem ég þekki ',il.
Um miðbik starfstima síns, er fá-
ir tannlæknar voru í landinu, hafði
Hallur allmikil umsvif, oft tvo til
þrjá aðstoðartannlækna,^voru það
íslenzkir menn og erlendir, karl-
ar og konur. Eitt var þessu fólki
sameiginlegt, að þvt var öllu hlýtt
til Halls og hann leit á þetta fólk
sem sín fósturbörn og talaði ávallt
hlýlega um þau. Hefur Hallur
sjálfsagt haft mikla kennarahæfi-
leika til að bera, þótt þeir hafi
ekki notazt sem skyldi.
Árið 1928 beittu þeir Hallur Halls
son og Brynjólfur Björnsson sér
fyrir stofnun Tannlæknafélags ís-
lands, sem varð 40 ára á þessu ári.
Voru þá einungis fjórir tannlækn-
ar í Reykjavík og urðum við að-
eins þrír meðlimir. Og urðum við
að kjósa okkur sjálf til starfa í
stjórn félagsins! Þessi 40 ár, sem
liðin eru, hef ég meira og minna
starfað með Halli að málefnum fé-
lagsins, hann lengst af sem for-
maður en ég gjaldkeri. Var hann
einkar skemmtilegur samstarfs-
maður, sem stjórnaði fundum
hressilega og gekk beint að kjarna
hvers málefnis. ,
Hallur og Amalía áttu einkar
fallegt heimili í einu elzta húsi
Reykjavíkúr, „Gamla fcarnaskólan
um“, sem fluttur var fyrst úr Póst
hússtræti suðuir í Skerjafjörð, wi
síðar upp í Laugarás, og þar hlaut
húsið nafnið Breiðablik, er það
hafði verið endurreist að nokkru.
Fékk Hallur þar stóra lóð og var
það eitt af tómstundastörfum hans
að rækta þar fallegan birkiskóg.
Gladdist Hallur mikið, er Hallur
yngri tannlæknir, sonur hans,
byggði fallegt hús við hlið gamla
hússins. Þeim Halli og Amalíu var
tveggja sona auðið, Halls, sem fyrr
er getið, sem rekið hefur tann-
lækningastofu í Kleppsholti í mörg
ár, en hinn sonurinn er Skúli, sem
lengi hefur verið starfsmaður
Mjólkursamsölunnar. Eina kjördótt
ur áttu þau, Huldu að nafni, sem
verið hefur foreldrum sínum mik-
il aðstoð og báðum einkar kær.
Um leið og ég flyt frú Amalíu
börnum hennar og öðrum aðstand-
endum hluttekningu mína, vil ég
flytja mínum gamla vini, Halli, —
og veit, að ég mæli þar fyrir hönd
allrar stéttar minnar, — alhuga
þakkir fyrir djörfung og dreng-
lund á erfiðum stundum Tann-
.læknafélags íslands, um leið og
við minnumst margra gleðifunda,
er við höfum átt í sameiningu.
Thyra Loftsson.
Þann 12. okt s.l. andaðist Hall-
ur L. Hallsson tannlæknir að heim-
ili sínu hér í Reykjavík. Hallur
var fæddur 23. apríl 1890 að
Syðstu-Görðum í Kolbeinsstaða-
hreppi á Snæfellsnesi, en foreldr-
ar hans voru Hallur Björnsson,
bóndi þar, og kona hans, Valgerð-
ur Konráðsdóttir. Fyrstu kynni
Halls af tannlækningum voru hjá
Óla Steinbech, sem stundaði tann-
smíði og tanndrátt á ísafirði. Hall-
ur byrjaði nám í tannsmíði hjá
Steinbech, en fór síðan til Kaup-
mannahafnar og lærði þar tann-
smíði. Vann hann sem tannsmið-
ur nokkur ár á ýmsum stöðum.
Ekki lét hann staðar numið við
tannsmíðina, en settist á skóla-
bekk og stefndi að því að verða
tannlæknir, þótt félítill væri og
hefði fyrir fjölskyldu að sjá. Hann
vann fyrir sér jafnframt námi og
útskrifaðist sem tannlæknir frá
Tannlæknaskólanum í Kaupmanna
höfn 1923. Frá 1924 starfrækti
hann tannlækningastofu hér í
Reykjavík allt til dauðadags, eða
44 ár. Hallur var vinsæll tannlækn
ir, sem fólk hópaðist til. Lengst af
hafði hann aðstoðartannlækni og
eru það ófáir íslenzkir og danskir
tannlæknar, sem hafa unnið hjá
Halli. Undirritaður var um eins árs
skeið aðstoðartannlæknir hjá Halli.
Að starfa á tannlækningasofu
með Halli var lærdómsríkt og á-
nægjulegt og ég þori að fullyrða,
að margir af þeim, sem hjá hon-
um unnu, taka undir það. Hallur
var öruggur, afkastamikill og sam-
vizkusamur við störf sin. Hann sló
ekki af kröfum um fyllstu vand-
virkni og ætlaðist til vandvirkni af
samstarfsfólki sínu. Hann var slík-
ur snillingur í höndunum, að af
bar og sýndu verk hans það Ijós-
lega í gerð og endingu.
Hallur fylgdist vel með fram-
förum í tannlækningum alla tíð,
og má til dæmis geta þess, að Hall-
ur vair fyrstur íslenzkra tannlækna
til að kaupa röntgentæki á stofu
sína. Ungum tannlæknum var hollt
að starfa á tannlækningastofu
Halls, því þar mátti margt læra.
Tannlækningaferðir út á land
«fór Hallur mörg sumur á fyrri ár-
um. oftast til Austfjarða. í slík-
um ferðum varð vinnudagur oft
æríð langur og þessi ferðalög því
mjög þreytandi, en fólkið var
Halli þakklátt. Hann var gæddur
miklu starfsþreki og honum auðn-
aðist að starfa á lækningastofu
sinni fram á síðasta ævidag. Hall-
ur var einn af stofnendum Tann-
læknafélags íslands, og í stjórn
þess sem ritari fyrstu 12 árin, síð-
an formaður um árabil. Félags-
störfin rækti Hallur af áhuga og
samvizkusemi, svo sem honum var
lagið. Hann kunni vel að koma fyr-
ir sig orði, sem ræðumaður og var
oft hnyttinn. Fyrir störf sín í
þágu tannlæknastéttarinnar var
Hallur gerður heiðursfélagi Tann-
læknafélags íslands fyrir allmörg-
um árum og á, 40 ára afmæli fé-
lagsins síðastliðið haust var hannv
sæmdur heiðursmerki félagsins.
Hallur var annars hlédrægur mað-
ur og óskaði ekki eftir að vera
áberandi. Hann var skemmtilegur
viðræðu og átti ýms hugðarefni,
sem hann ræddi af áhuga og hafði
fastmótaðar skoðanir um. Hann var
vandáður maður og raungóður var
hann þeim, sem til hans leituðu
í erfiðleikum.
Hér er svo kvaddur heiðursmað-
urinn, Hallur L. Hallsson, tann-
læknir. Hann var ýkjulaust sónii
og prýði stéttar sinnar og hans
minning mun lifa.
Eftirlifandi konu Halls, Amalíu
Skúladóttur, og öðrum aðstandend
um votta og innilegustu samúð.
Rafn Jónsson.
2
ÍSLENDINGAÞÆTTIR