Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1968, Page 3
ÞÓRÐUR H. JÓHANNES50N
verkstjóri
Vinur minn Þórður H. Jóhann-
esson, verkstjóri hjá Olíufélaginu
h.f. lézt hinn 15. ágúst sl. 75 ára
að aldiri. Jarðarför hans fór fram
‘þann 23. ágúst að viðstöddu fjöl-
menni.
Þórður H. Jóhannesson var Reyk
víkingur í báðar ættir og í húð og
hár. Hann var fæddur 17. júld
1893 í Aðalstræti 9 og voru for-
eldrar hans Jóhannes Sigurðsson
firá Steinshúsi (þar sem Vélsmiðj--
an Hamar er nú) og kona hans
Jónína Rósenkranzdóttir frá Mels-
húsum.
Þórður fluttist með foreldrum
sínum til Viðeyjar árið 1916. Hann
kvæntist Solveigu Sigmundsdóttur
írá Hafnarfirði árið 1918 og áttu
þau hjón heimili í Viðey í rúm
20 ár.
Ég kynntist þeim lijónum árið
1929, er ég var um tíma við vél-
gæzlu hjá útgerðarfélaginu Kára
h.f .í Viðey. Hið íslenzka steinolíu-
hlutafélag hafði látið byggja olíu-
geymi í Viðey og vorið 1930 kom
fyrsta skipið, sem losaði benzín í
geyminn. Benzínið var svo flutt í
tunnum til Reykjavikur á stórum
°Pnum bátum. Þórður tók við því
starfi að fylla á tunnur og afgreiða
frá geyminum. Seinna tók, eins og
kunnugt er, Olíufélagið h.f. yfir
starfsemi HÍS og hinn ágæti og
samvizkusami starfsmaður Þórður
Jóhannesson fylgdi að sjálfsögðu
nieð.
Þórður var mjög vel látinn mað-
Ur og vann sér hylli húsbænda
jafnt sem samstarfs- og undir-
öianna. Hann var dagfarsprúður
ttiaður, en jafnan glaður og reifur
°g átti létt með að sjá hinar spaugi
legri hliðar lífsins og glaðværð
hans var hrein og smitaði þá,
sem með honum unnu. Þórður var
hjálpsamur maður og greiðvikinn
en fastur fyrir og lét ekki hlut
sinn fyrir neinum, ef því var að
shipta. Hjá Olíuféjaginu starfaði
hórður til dauðadags og vissi ég
aÖ hann var mjög þakklátur stjórn
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
endum félagsins fyrir hlýhug og
hugulsemi er þeir sýndu honum í
þeim veikindum, sem hann átti við
að striða síðustu árin.
Þórður var hrókur alls fagnaðar
þar sem menn komu saman til að
gera sér glaðán dag í vinaiiópi.
Var hann hinn mesti aufúsugestur
enda söngvinn mjög og hafði ó-
venju sterka og hljómíþýða rödd.
Þórður varð fyrir því slysi að
missa ungur aðra hendina. Þann
miJSi bar hann með hinni mestu
karlmennsku og lét ekki aftra sér
í starfi. Þrátt fyrir handarmissinn
handlék Þórður byssu af mestu
leikni, var afbragðsskytta og marg
ar ánægjulegar stundir áttum við
saman í Viðey ,þegar við fórum á
fuglaveiðar með byssu í hönd. í
þeirri íþrótt munu fáir hafa stað-
ið Þórði á sporði, þótt báðar hend-
ur hefðu.
Þórður H. Jóhannesson átti ,því
láni að fagna að eiga hina ágæt-
ustu konu og var sambúð þeirra
hjóna hin ástríkasta. Eignuðust
þau 5 börn, sem öll eru á lífi, hið
myndarlegasta og duglegasta fólk.
Þessar fáu og fátæklegu línur
eiga að vera örlítill þakklætisvott-
ur til þessa ágæta vinar míns, sem
ég sakna sárt — en sárast þó þeg-
ar ég heyri glatt fólk koma sam-
an til að taka lagið. Með þessu
skrifi gefst mér líka tækifæri til
að votta samúð okkar hjóna og
okkar fjölskyldu hinni ágætu vin-
konu okkar Solveigu Sigmunds
dóttur og börnum hennar og
þeirra fjölskyldum. Guð blessi ykk
ur öll.
Karl Guðmundsson.
f
Þórður H. Jóhannesson frá Við-
ey lézt 15. ágúst s.l. Hann var fædd
ur í Reykjavík 17. júlí 1893, og
var því rúmlega 75 ára. Þórður
var hið mesta hraustmenni, þar
til fyrir nokkirum árum að hjarta-
sjúkdómur tók að herja á hann,
og þó hann að lokum félli fyrir
þessum sjúkdfhni, stundaði hann
störf sín nær óslitið allt til dauða-
dags.
Þórður var starfsmaður hjá
Olíufélaginu h.f. frá því að það
hóf starfsemi sína í janúar 1947
síðustu árin sem verkstjóri. Áður
starfaði hann að mestu leyti hjá
Hinu ísl. Steinolíuhluafélagi, i Við
ey árin 1916 til 1939 og í Reykja-
vík þar til hann gerðist starfsmað-
ur Olíufélagsins.
Þórður hofur því óneitanléga
starfað lengur við olíuverzlun en
nokkur annar maður fram til
þessa dags. Þórður var um árabil
formaður starfsmannafélags Olíu-
félagsins og, rækti hann það starf
með sömu kostgæfni og önnur
störf, er honum voru falin.
Húsbændur Þórðar fyrr og síðar
höfðu hinar mestu mætur á hon-
um, sakir trúmennsku og mann-
kosta enda voru honum falin marg
vísleg umsjócarstörf.
Fyrir rúmum 50 árum sté
3