Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1968, Side 12

Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1968, Side 12
/ ÁTTRÆÐUR: ÁSMUNDUR GUDMUNDSSON FYRRVERANDI BISKUP Þann 6. október varð einn af mætustu sonum þessarar þjóðar áttræður, en það er séra Ásmund- ur Guðmundsson, fyrrverandi þisk up. Hann er svo þjóðkunnur mað- ur, að ekki ætti að þuría sð kynna hann fyrir þjóðinni í löngu máli. Hann ber ellina vel og svipurinn er enn jafn bjartur og heiður og þegar ég kynntist honum fyrst fyr ir tæpum 50 árum. Séra Ásmundur er fæddur að Reykholti í Borgarfjrði ó. oktober árið 1888. Hann var sonur hjón- anna Guðmundar Helgasonar pró- fasts og konu hans Þóru Ágústu Ásmundsdóttur, prófasts að 'Odda á Rangárvöllum. En séra Guðmund ur var einn af hinum landskunnu Birtingaholtsbræðrum, sem kunn- ir voru að gáfum og mannkostum. Einn af þeim var, eins og kunnugt er, siðspekingurinn, séra Magnús Helgason, skólastjóri Kennaraskól ans. Séra Ásmundur er því af úr- valslættum embættismanna og bænda. Það var auðvitað sjálfsagður hlut ur, að þessi sonur yrði settur til mennta eins og títt var um em- bættismannasyni. Hann tók stúd- entspróf frá Menntaskólanum árið 1908 og guðfræðipróf árið 1912. Hann tók próf í heimspeki og he- bresku við háskólann í Kaup- mannahöfn árið 1909. Siðan stund aði hann framhaldsnám í Þýzka- liandi, Rómaborg, Oxford og Cam- bridge. Seinna fór hann námsferð tii iandsins helga og skrifaði um þá ferð mikla og glæsilega bók, ásamt Magnúsi Jónssyni prófessor. Eftir þetta lá framabrautlin opin til stfellt meiri virðingar- og trún- aðarsíaría til æðstu embætta. Árin 19?2—14 var sf ra Ásmund ur þjónandi prestur í Vasturheimi. Þá gekk hann í þjónustu íslenzku kirkjunniar og gerðiöt sóknar- prestur í Stykkishólmi og var það árin 1915—19. Þá varð hann skóla stjóri við alþýðuskólann á Eiðum, sem þá var að hefja starf. Var það ómetanlegt happ fyrir þessa ungu stofnun að fá til forstöðu mann með gáfum, lærdómi og mannkost um séra Ásmundar. H.ann veitti skólanum forstöðu frá 1919—1928 við miklar vinsældir. Það kom í hans hlut að móta skólann og leggja þann grundvöll, sem síðar yrði byggt á. Yfir því starfi öllu hvíldi mikil gifta. Séra Ásmundur minntist þessara ára með miklu þakklæti og hlýhug. Árið 1928 er hann settur dós- ent í guðfræði við háskóla Íslands, og síðar prófessor í sömu grein árið 1934. En því starfi gegndi hann til ársins 1954, er hann var skipaðuir biskup yfir íslandi. Hélt hann því starfi þar til hann varð að láta af því vegna aldurs fyrir tíu árum. Síðan hefur eðlilega ver- ið hljótt um þennan milda og góða kirkjuhöfðingja. Þetta eru nú helztu áfangarnir á leið sóra Ásmundar, en hér er ekki nema hálfsögð sagan, og auð- vitað hefur það verið kirkjan og kiristindómurinn, sem hann hef- ur helgað allt sitt heita blóð. Jafn- vel á meðan hann var skólastjóiri á Eiðum, þótti mér sem hann væri alltaf fyrst og fremst prestur í öilu sínu starfi og öllu sínu lífi. Ég kynntist séra Ásmundi fyrst haustið 1919, er hann kom að Eið- um sem skólastjóri, en ég sem nemandi. Þessir tveir vetur á Eið- um verða ógleymanlegir, og það voru ekki sízt áhrifin frá skóla- stjöranum, sem gerðu það að verk um. Ég held, að enginn einn mað- ur vandalaos hafi haft jafn djúp áhrif á mig, nema ef vera skyldi frændi hans, séra Magnús Helga^ son ,skólastjóri. Mér þótti sem kristinn andi lægi alltaf í loftinu umhverfs séra Ásmund á rúm- helgum sem helgum dögum og svo hefur það jafnan verið síðan. Mað- urinn er líka óvenju bjartur yfií- litum og drengilegur. Kennari var hann ágætur. Hann kenndi að- allega íslandssögu og íslenzku. Kristin fræði voru ekki á stunda- skrá skólans, en skólaandinn var allur af kristnum toga og einhve'rn veginn þótti mér sem allt hans líf væri jafnframt kennsla í kristn- um fræðum. Ég gat hér að framan stærstu og merkustu áfanganna í lífi hans og starfi. Sú saga er ekki hálf- sögð, ef ekki er getið ritverka hans sem eru geysimikil. Fyrstu kynni mín af þeim, var prédikanasafn hans: Frá heimi fagnaðarerindis- ins, sem markaði tímamót á því sviði, ekki sizt fyrir það, hve þær voru skrifaðar á fögru og alþýð- legu máli. Flest rit séra Ásmund- ar fjalla um guðfræðileg efni og mörg þeirra eru vísindalegs eðlis. Það yrði of langt mál að telja þau öll upp hér, bæði frumsam- in og þýdd, en þeim verður skip- að á sinn stað í kristnum bók- menntum þjóðarinnar. Þá er en.n ótalið hið mikla starf, sem séra Ásmundur hefur lagt fram til allskonar menningar- og félagsstarfa, en þar hefur hann víða komið við og markað varan- leg spor. Kannskj hafa einhverj- ið í hinni löngu biskuparöð ís- lenzku kirkjunnar markað dýpri spor i krisfnisögu þjóðarinnar — ég veit það ekki. Én Wklega fáir 12 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.