Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1968, Síða 13
gengið til starfa með heilli og ein-
lægard hug og dýpri löngun til að
láta gott af sér leiða en séra Ás-
munduir Guðmundsson.
Séra Ásmundur á fjölda vina
Um allt land, ekki sízt gamla nem-
endur, bæði frá Eiðum, úr Há-
skóla íslands og Kennaraskólan-
um, þar sem hann kenndi krist-
in fræði um árabil.
Kvæntur er séra Ásmundur
Steinunni Magnúsdóttur, prófasts
að Gilsbakka í Borgarfirði. Koma
þar saman tvær göfugar höfðingja
ættir. Frú Steinunn er fágætlega
glæsileg kona. Öndvegis húsmóðir
og móðir. Þau hjón eignuðust sjö
börn. Þrjár dætur og fjóra syni.
Þar af eru þrír læknar. Öil vel
menníuð og mannkostafólk. Ekki
efa ég, að margir hlýir straumar
leiki um þau hjón og fjölskyldu
þeirra á Laufásveg 74 á þessum
tímamótum. Sjálfur þakka ég séra
Ásmundi og þeim hjónum báðum
nærri hálfrar aldar vináttu og góð
vild og bið guð að blessa þau bæði
það sem eftir er ævikvöldsins, sem
ég vona að verði bæði friðsælt og
fagurt.
Hannes J. Magnússon.
Afmæliskveðja frá Eiðaskóla.
6. okt. varð einn af merk-
ismönnum lands vors, séra Ás-
mundur Guðmundsson, fyrrver-
andi biskup. Hann er alþjóð kunn-
ur fyrir hið mikla starf, sem hann
hefur innt af hendi á sviði trú-
móla og skólamála. Mun ekki reynt
að gera grein fyrir því öllu hér,
aðeins minnt á þann þáttinn, sem
ennþá kemur mörgum Austfirð-
ingi fyrst í hug, þá er séra Ás-
mundur er nefndur.
Á árunum 1918—19 vair niður
lagðuir búnaðarskóli sá, er starf-
að hafði á Eiðum á Fljótsdalshér-
aði frá árinu 1883, en jafniframt
stofnaður þar nýr skóli, Alþýðu-
skólinn á Eiðum. Var hann sett-
ur þann 20. okt 1919 og hefur
starfað óslitið síðan allt til þessa
dags. Fyrsti skólastjóri „EiðaskóLa
hins nýja“, eins og Alþýðuskólinn
var þá stundum nefndur, var skip-
aður séra Ásmundur Guðmunds-
son, þá prestur i Stykkishólmi,
Helgafellsprestakalli. Það kom að
sjálfsögðu einkum í hlut hans og
konu hans, frú Steinunnar Magn-
úsdóttur, að marka stefnu Alþýðu
skólans og móta nemendur hans
fyrstu starfsárin. Ávarpsorð séra
Ásmundar við skólasetningu haust
ið 1919 voru þessi: „Ó, Guð vors
lands, ó lands vors Guð“. Þessi á-
varpsorð urðu síðan einkunnarorð
skólans, mörkuðu stefnu hans og
settu einkenni sitt á flesta þá
nemendur, sem skólann sóttu.
Það voru mörg vandamál og
miklir erfiðleikar, sem biðu prests
ins úr Stykkishólmi og konu hans
á Eiðum. Ekki skal sú barátta og
það mikla starf leyst sundur og
rakið hér. En hitt stendur óhagg-
að, að meðfæddar gáfur, ásköpuð
atorka og samheldni þeirra hjóna
le.ystu allan vanda á farsælan liátt.
Um það bera vitni fjölmargir nem
endur og aðdáendur um Austfirði
alla og raunar um landið þvert
og endilangt.
Það er mikils virði fyrir upp-
eldis- og menntastofnun, að þar
haldi um stjórnvöl sannur maður
og einlægur. Það var því mikil
gæfa fyrir Eiðaskóla, að séra Ás-
mundur Guðmundsson valdist til
þess hlutverks að veita Alþýðuskól
anum forstöðu. Sú saga, sem hann
og samstarfsmenn hans sköpuðu
á Eiðum fyrir tæpum 40 árum,
mótaði fjölda einstaklinga og gerði
þá að betri mönnurn.
Enn er skóli settur að Eiðum,
ennþá logar glatt á kyndlinum.
Margt hefur þó breytzt á þessum
þrjátíu og níu árum, en einn er
samur: „Guð vors lands“. Hann
er kjarninn og kjölfestan í skóla-
starfinu enn í dag og svo mun
vonandi verða meðan skólasaga er
skráö á Eiðum.
Eiðaskóli óskar Ásmundi Guð-
mundssyni allra heilla á áttræðis-
afmælinu, og þeim hjónum báðum
þakkar skólin.n stairf og tryggð
um langan aldur.
Friður Guðs sé með ykkur.
Þorkell St. Ellertsson,
skólastj .Eiðum.
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
13