Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1968, Qupperneq 16
SJÖTUGUR:
GUDMUNDUR £ HAGALÍN
RITHÖFUNDUR
Enginn vafi er á því, að Guð-
mundur G. Hagalín er einn af önd-
vegishöfundum okkar á þessari
öld, og mörg teikn benda til þess,
að síðari tímar muni meta hann
enn meira en samtíðin. Um hann
bafa staðið nokkrir stormar og
skoðanir verið allskiptar um höf-
undargildi hans. Hagalin er af-
kastámikill, svo að firnum sætir,
og komu sum ár 3—4 frumsamd-
ar bækur eftir hann, en auk þess
ritaði hann fjölda greina í blöð og
tímarit. Slík afköst hlutu að sjálf-
sögðu, að setja mark sitt á ritin.
Enginn maður er slík ofurmenni,
að allt sé fullskapað og ófágan-
legt eftir fyrstu tök, en nostursem
5n drepur einnig ærið oft í dróma
fleyga frásagnargleði, og vafasamt
er að halda því fram, að Hagalín
hefði orðið meiri eða betri höfund-
ur. hefði hann látið harða nostur-
semi 'og sjálfsgagnrýni velta marg-
víslega hverri setningu fyrir sér.
Vel má á það fallast, að flýtis-
glapa gæti í ritum Hagalíns, og
meiri vandvirkni hefði úr þeim
bætt, en hætt er við, að það hefði
vængstýft verk hans á margan
veg. Hann segir frá eins og eðli
hans knýr hann til verks og sá
frásagnarháttur, sem er honum í
merg runninn, hlýur að ráða ferð
hans.
Guðmundur Hagalín ritar sögur
sínar af djúpri persónulegri inn-
sýn í líf og gerð þjóðarinnar, og
hann er mestur sögumaður ís-
lenzkra höfunda á þessari öld. Hon
um fór eins og svo mörgum öðr-
um, sem leituðu um stund utar í
nýjan söguheim, út fyrir eigin
reynslusvið, að hann varð varla
nema hálfur maður, en hann skildi
nógu fljótt, að hann var kominn
út fyrir sjálfan sig og leitaði inn-
ar og heim aftur, og birtist þá
samur og jafn og áður. Á honum
sannaðist algild regla Rithöfund-
ur, sem ritáð hefur snjöll skáld-
'verk, hlýtur að vera svo rótfast
tré í þjóðlífsjarðvegi þeirra, að
það beir aldrei nýja, fullþrosk-
aða ávexti í öðrum urtagarði nýs
forms eða annars reýnsluheims.
Persónulegur reynsluheimur, lífið
sjálft, skynjað í eigin lífsstríði er
nauðsynlegur grunnur hvers skáld
verks.
Með ævisöguritun sinni hóf Guð
mundur Hagalín gamla og þjóð-
lega frásagnarlist í nýtt samtíðar
veldi. Lítill vafi er á því, áð þess-
ar sögur, og raunar allar beztu
skáldsögur Guðmundar Hagalíns,
verða æ því betur metnar, sem
tímar líða. Þar er um að ræða
ómetanlegan fjársjóð, óbrotgjarn-
ar heimildir um líf þjóðarinnar,
siðalögmál hennar, lífshættir og
manngerðir, fjársjóð, sem vex að
gildi með hverjum áratug. ví er
ekki ólíklegt, að rithöfundarvegur
Guðmundar G. Hagalín verði því
meiri, sem lengra líður. Sá dóm-
ur verður ef til vill felldur, þótt
síðar verði, að hann hafi birt bet-
ur og skýrar en aðrir líf þjóðar
sinnar eins og það var í þann
mund, sem hann komst til vits og
ára.
Guðmundur Gislason Hagalín er
fæddur 10. okt. 1898 í Lokinhömr-
um í Arnarfirði vestra, og varð
því sjötugur á þessu ári. Foreldr-
ar hans voru Gísli Kristjánsson,
bóndi og skipstjóri í Lokinhömr-
um, en móðir hans var Guðný Guð
mundsdóttir frá Mýrum í Dýra-
firði, annáluð gáfu- og gerðarkona.
Að Guðmundi standa vestfirzkar
bændaættir og er þar margt stór-
gerðarmanna, sem sær og fjöll
hafa meitlað í mynd sinni. Haga-
lín ólst upp á vestfirzku myndar-
heimili, þar sem hart var sótt til
sjós og Iands, lifað í þeirri trú á
guð og menn, sem samgróin var
íslenzkum barningi fram á annan
og þriðja tug aldarinnar.
En bókin var heimilisvinur þar
sem á fleiri íslenzkum heimilum
um aldamótin. Guðný, móðir Haga-
líns, var greind og bókhneigð og
kunni íslenzk skáld, einkum Jónas
og Grímf sögufróð mjög og hafði
á valdi sínu vestfirZka frásagnar-
snilli. Af þessum sjóði miðlaði
hún og heimilið óspart, og í þessu
uppeldi og fyrstu lífskynnum er
vafalaust að leyta dýpstu rótanna
í höfundargerð Hagalíns. Hagalín
hefur og sjálfur minnzt gamallar
og gáfaðrar sögukonu á heimilinu,
er hann hafi numið af firn þjóð-
sagna og ættarsagna, er hún sagði
með fornlegu orðfæri og sérkenni
legu. Auk þess segir Hagalín ein-
hvers staðar, að sögur Jóns
Trausta og Þorgils gjallanda hafi
haft mikil áhrif á sig, en ekki er
hægt að segja, að greinilegra á-
hrifa gæti í verkum Hagalíns frá
þessum höfundum, nema óbeinna.
Sú æð, sem veitti Hagalín blóð,
var af öðrum toga og sterkari en
svo, þótt báðar væru jafníslenzk-
ar, hin þingeyska og hin vest-
firzka.
Hagalín var elztur tíu systkina,
og varð snemma að vinna hörð-
um höndum, en þó var þrá hans
til ritstarfa svo mikil, að flest
annað varð að víkja, sem vikið
gat, þegar eftir farmingaraldur.
Efnahagur fjölskyldunnar breytt-
ist til hins verra um þær mund-
ir af völdum fiskleysis í vestfirzk
um fjörðum fyrir togaraágang og
veikindi herjuðu. Foreldrar
tagalíns fluttust í þurrabúð í Hauka
dal í Dýrafirði, og Hagalín hóf
nám, fyrst þar heima, en næsta
vetur að Núpi, síðar nam hann
'hjá séra Böðvari Bjarnasyni und-
ir menntaskóla og tók gagnfræða-
próf 1917. Hann stundaði sjó-
róðra á sumrum og settist síðan
í menntaskóla, en honum samdi
ekki við námsaga skólans of
vel, og varð rýr aflahlutur hans af
náminu, eins og oft vill verða um
þá, sem komnir eru út á sjálfstæða
rithöfundarbraut. En Hagalín mun
hafa verið mikill lestrarhestur og
lesið vel góðar norrænar og ensk-
ar bókmenntir.
Annars feom Hagalín víða við á
næstu árum, bæði í félagsmálum
og blaðamennsku og var ritstjóri
Austurlands og Austanfara á Seýð
16
fSLENDINGAÞÆTTIR