Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1968, Page 17
isfirði fjögur ár, en síðan var hann
þrjú 4r í Noregi. Vafalítið hafa
hinir norsku sagnameistarar haft
veruleg áhrif á Hagalín. Eftir 'heim-
komuna 1927 var hann fyrst á
lausum kili í Reykjavík, en fékk
síðan bókavarðarstarf á, ísafirði
og átti þar heima alllanga hríð.
í stjórnmálum var Hagalín ekki
við eina fjöl felldur, en þó lengst
í Alþýðuflokknum og stundum í
framboði fyrir hann.
Árið 1946 fluttist Hagalín aftur
til Reykjavíkur, og hefst þá af-
kastamesta ritstarfatímibil hans.
Síðustu árin allmörg hefur hann
verið eftiríitsmaður bókasafna og
unnið mikið að bókasafnsmálum
landsmanna.
Talið er, að fyrsta kvæði Haga-
Mns hafi birzt í ísafold 1917, o'g
hét það „Arnarfjörður". Síðan
birtust ýmis kvæði á við og dreif
í blöðum og tímaritum, og fyrsta
bók Hagalins, „Blindsker“, kom
út á Seyðisfirði 1921. Ljóðin bera
vott um hagvirkni og hugkvæmni,
en hann brýtur ekki nýjar braut-
ir með þeím og finnur þar ekki
sjálfan sig, enda fór svo, að Haga-
lín lagði ljóðagerð að mestu á
hillu. Hið fágaða og kröfuharða
form ljóðsins hæfði honum ekki.
Hann þurfti meira sláttuland.
Blindsker geymdu ekki aðeins
æskukvæði Hagalíns, heldur einn-
ig ævintýri, rituð á skólaárum.
Þessi bók var þó öruggur vísir að
meira rithöfundarstarfi og er að
ýmsu leyti góð heimild um þroska
feril rithöfundar. Þarna birtir
Hagalin einnig smásögur, sem sýna
gerla, hvert stefnir, og þar má sjá
þær uppsprettur, sem gefa síðari
skáldskap Hagalíns líf og lit.
Næsta bók er smásagnasafnið
Strandbúar 1923. Þar er hið vest-
firzka mannlíf allsráðandi. Sumar-
þessar smásögur eru afbragðs góð-
ar, svo sem Tófuskinnið og Baró-
metið. Þriðja bókin er Vestan úr
fjörðum og þar leitar Hagalín enn
innar og heim, og í smásagnasafn-
inu Veður öll válynd, en þar rís
smásagnalist Hagalíns ef til vill
hæst, og má nefna t.d. Þátt af
Neshólabræðrum, þar sem saman
blandast hinn rammi safi þjóð-
sögu og stórbrotins harmlífs á
yztu nöf.
Eftir þetta hleypir Hagalín heim
draganum í skáldskap og ritar
Brennumenn, haglega sögu úr
reykvísku samtímalífi. Sú bók
markar nokk ir þáttaskil. Þetta er
fyrsta bókarsaga Hagalins og hann
er á nýjum slóðum, að nokkru ut-
an nánasta reynsluheims síns. Þótt
bókin sé allvel skrifuð, er hiin
ekki veruleg stoð undir höfundar-
gildi Hagalíns.
í næstu bók, Guð og lukkan,
snýr liann sér aftur heim og að
smásögunni og fatast ekki tökin..
Árið 1933 kemur svo Kristrún í
Hamravík út, og þar rís Hagalín
vafalítig hæst, enda gengur hann
þar loks af fullri djörfung að því
að virkja þá uppsprettu, sem er
mesta skáldskaparefni hans. Sú
bók vakti þegar óskipta athygli,
hefur lifað mögnuðu lífi síðan og
mun svo verða.
Með Kristrúnu í Hamravík hefst
blómaskeið á rithöfundarferli
Hagalíns, og koma stórvirkin hvert
af öðru. Einn af postulunum 1934
er smáþáttur inn á milli, góður
og gildur, en 1936 kemur fyrra
bindið af Virkum dögum, sögu
Sæmundar Sæmundssonar hákarla
formanns, og með henni hefur
Hagalín ævisöguna í nýtt veldi hér
á landi, og leiðir hana að hlið
skáldsögunnar. Þetta er afbragðs-
gott verk, enda var því tekið
opnum örmum. Á eftir fylgdi
Sturla í Vogum, þar sem Haga-
lín er enn á vettvangi Neshóla-
bræðra og leiðir þar þjóðsöguna
og lífssögu íslenzks manns að sama
borði. Saga Eldeyjar-Hjalta er af
sama bergi brotin og saga Sæ-
mundar. Þetta þrístirni ber ef til
vill hæst á rithöfundarhimni Haga
líns, og verður þó varla ger upp
á milli þeirra og vestfirzku smá-
sagnanna, en Kristrún í Hamra-
vík telst í hópi þeirra. Það væri
þá helzt að nefna síðustu bók
Hagalíns, Márus á Valshamri, en
þar kemur Hagalín heim einu
sinni enn. Hagalín hefur síðar skrif
að ýmsar ævisögur aðrar, margar
lipurlega sagðar, en engar sem
komast til jafns við þristirnið.
Hér skulu ekki taldar upp þær
mörgu bækur, sem Hagalín skrif-
aði næsta aldarfjórðunginn, enda
eru þær nær rninni manna í tíma.
Ýmsar góðar smásögur hefur hann
sent frá sér, t.d. í safninu Föru-
nautar og nokkrar skáldsögur,
misjafnar úr ýmsum stað, og er
Konungurinn í Kálfsskinni ef til
vill mestrar athygli verð. Hann hef-
ur og ritað ævisögu sína í nokkr-
um bindum, en hún er of hömlu-
laust flóð að mínum smekk. Mest-
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
17