Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1968, Side 19

Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1968, Side 19
grét húsfreyja að Eyvindará á Fljótsdalshéraði og Kristín, hús- freyja að Hríshóli í Reykhólasveit. Þórólfur er fæddur 4. nóv. 1905 að Mýri í Bárðardal, sonur hjón- anna Jóns bónda þar Karlssonar Friðrikssonar bónda á Stóruvöllum í Bárðardal og Aðalbjargar Jóns- dóttur Jónssonar bónda á Mýri. Á Mýri var jafnan fjölmennt heimili, gestkomur tíðar einkum á sumrin og mikil kynni við inn- lenda og erlenda ferðamenn, sem lögðu leið sína yfir Sprengisand og voru ýmsir lærdómsmenn marg- fróðir. Varð sú kynning til menn- ingar. Sönglist var mikið iðkuð á þeim bæ og er Mýrarættin miklum söng- hæfileikum búin meðal annarra góðra gáfna. Má í því sambandi nefna: Pál H. Jónsson kennara á Laugum, fyrrv. ritstjóra Samvinn- unnar, og Áskel Jónsson söngstj. á Akureyri. Þeir eru bræður Þór- ólfs, en systkinin voru níu alls. Guðrún og Þórólfur eiga sex börn. Þau eru í aldursröð talin: 1. Aðalsteinn bóndi í Stórutungu II. (nýbýli), giftur Guðrúnu Jón- mundsdóttur frá Reykjavík, eiga sex börn. 2. Jón Sveinn bóndi Stóruvöll- um, giftur - Sigríði Báldursdóttur frá Stóruvöllum, — eiga 7 börn. 3. Þórdís Vilborg, gift Agli Jóns syni frá Fögruhlíð í Suður-Múla- sýslu, búa á Syðri-Varðgjá í Eyja- firði, — eiga 8 börn. 4. Hrafnhildur, húsfreyja Landa móti, Ljósavatnshreppi, heitbund in Hermanni Sigurðssyni frá Ingj- aldsstöðum í Reykdælahreppi, — á eitt barn. 5. Ragnheiður, húsfreyja á Eski firði, gift Guðna Þór Magnússyni húsgagnasmið, — á 5 börn. 6. Gunnar bóndi Fellsenda í Ljósavatnshreppi, giftur Þorgerði Kjartansdóttur frá Víðikeri, — á 4 börn. Aðalsteinn — elzta systkinið — átti fertugsafmæli 31. maí þetta ár. Og yngsta systkinið, Gunnar, átti þríugsafmæli 13. marz í ár. Eru því fern merkisafmæli í fjöl- skyldu hjónanna í Stórutungu um garð gengin á þessu ári. Á jörðum Bárðdælahrepps inn við öræfin er oft snjóléttara en utar í héraðinu og þar vorar oft fyrr, — einkum á bæjunum í dal- botninum og í innlandinu fram með Skjálfandafljóti. I hörðum vor um var oft fyrrum, fé utan úr sveitinni og jafnvel lengra að rek- ið þannig til létta á fóðrum. Þar bjargaði það sér sjálft undir eftir- liti, því landið er mjög kjarngott Stóratunga er landmikil jörð til afréttar. Heimafyrir er skýlt. Við bæinn er mjög sérkennilegt lands- lag og álfaborgafegurð og þar er leikið á vindhörpur í klettum Tungulækur, sem er lítil á, fellur við bæjarhlaðið með smáfossa- klið og silungar spretta þar sporð um. Árið 1946 byggðu Stórutungu hjónin íbúðarhús úr steini. Árið 1957 stofnaði Aðalsteinn sonur iþeirra nýbýli, Stórutungu II, og byggði íbúð ofan á fyrra húsinu. Arið 1928 var Tungulækur virkj aður fyrir bæinn. Árið 1955 endur- byggði Þórólfur þá rafstöð. Og 1961 byggði Aðalsteinn Þórólfsson aðra rafstöð við Tungulæk/vegna síns heimilis. Túnið í Stórutungu hefir verið aukið í stórum stíl og heyaflinn hefir vaxið að sama skapi. Samvinna milli búanna er svo mikil og góð, að utanaðkomandi menn greina ekki á milli. Telur Þórólfur sig njóta mikils í þeirri samvimnu. Þórólfur hefur verið heilsuveill lengi. Hann hefur þjáðst af brjósk- eyðingu í baki og gengur i bol. Laus við sjálfshól segir hann að mest sé konu sinni og bömum vel- farnaðurinn í Stórutungu að þakka. Þórólfur hafði upplag fyrir að verða smiður, en atvik réði því, að hann varð bóndi. Ekki virðist hann hafa ástæðu til að harma það. Gott er að vita sig hafa hæfileika á fleiru en einu sviði, og hagleik- ’ur kemur bónda vel. Þérólfur er félagslyndur maður, hefur mikinn áhuga á hvers konar framförum og er bjartsýnn. Hann er gleðimótamaður og góður fé- lagi. Orðfær fumdarmaður eins og ; frændur hans fleiri. Það heiur kom ið í hans hlut að gegna ýmsum félagsmálastörfum. Hann hefur ver ið í skólanefnd sveitar sinnar síð- an 1942 og formaður hennar síð-. an 1950. Beitti hann sér fyrir því, að byggt var gott skólahús fyrir! sveitina að Stóruvöllum. Fullnægir ; það einnig félagsfaeimilisþörf! byggðarinnar eins og sakir standa. Beitti hann bæði kappi og forsjá' til framgangs byggingarmálinu. Er mér þetta kunnugt. Ég kynntist1 málinu allrækilega, því hann spar- aði mig ekki sem þingmann hér- aðsins við að veita sér aðstoð í þágu þess, eins og auðvitað var , skylda mín. Þórólfur hefur verið formaður sjúkrasamlags Bárðdælinga síðan 1957. í stjórn Búnaðarfélags Bárðdæla hefur hann lengi verið og oft full- trúi þess á fundum Búnaðarsam- bands Suður-Þingeyinga. í stjórn Bárðdæladeildar Kaup- félags Þingeyinga á hann sæti og hefir oft mætt sem fulltrúi hennaæ á fulltrúaráðsfundum félagsins. Lengi hefur hann verið formað- ur Framsóknarfélags Bárðdæliriga og setið kjördæmisiþing og flokks- þing Framsóknarmanna. Fleira mætti fram telja af félags- málastörfum, en ég læt staðar num ið. Á sextugsafmæli Guðrúnar Sveinsdóttur, 2. sept. s.l. var veizla góð og mannfagnaður að Stóru- tungu í Bárðardal. Þessi sextuga, afkastamikla erf- iðiskona úr landvarnarliði þjóðar- innar kom til dyra ungleg og fríð, eins og hún hefði aldrei drepið hendi í kalt vatn. Hógvær, alúðleg og háttvís fagn aði hún gestum sínum. fSLENDINGAÞÆTTIR 19

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.