Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1968, Page 22
færi s«m h'.zt úr hendi. Þá var
hann mikill áhugamaSur um íþrótt
ir og starfaííi í íþróttafélaginu Þór
á Akureyri, af eldmóði til hinztu
stundar.
Jón P. Hallgrímsson var fædd-
ur á Akureyri 16. maí 1916. For-
eldrar hans voru Hallgrímur Pét-
ursson bókbindari og kona hans,
Þórunn Valdimarsdóttir. Afi Jóns
í föðurætt var séra Pétur Guð-
mundsson, prestur í Grímsey frá
1868—1894. Hann var af Skag-
firzkum ættum, bróðir Sigurðar
Guðmundssonar málara, stofnanda
Þjóðminjasafnsins. Séra Pétur var
mikill unnandi þjóðlegra fræða og
samdi meðal annars Annál 19. ald-
ar, mikið rit og merkt.
Jón ólst upp í foreldrahúsum á
Akureyri, á kyrrlátu, reglusömu
heimili, og mun það hafa átt sinn
þátt í að móta hans prúðu og
siðfáguðu framkomu á lífsleiðinni.
Eftir stúdentspróf lagði Jón
stund á lyfjafræði og starfaði um
langt árabil sem lyfjafræðingur
við Stjörnuapótek á Akureyri.
Seinna tók hann við starfi á skrif-
stofu Kaupfélags Eyfirðinga, og
vann þar til þess er hann lézt 13.
okt. 1968. í starfi var hann sam-
vizkusamur, stilltur og prúður, góð
ur félagi, sem átti hug og hjörtu
allra, sem með honum unnu.
Jón var tvíkvæntur. Fyrri kona
hans var Sigríður Guðmundsdótt-
5r og áttu þau eina dóttur, Elvu,
sem nú er gift og búsett í Reykja-
vik. Seinni kona Jóns, Elín Hall-
dórsdóttir, ættuð úr Svarfaðardal,
iifir mann sinn, ásamt einkadótt-
ur þeirra, Svanhvíti, sem er gift
og býr i Reykjavík.
Ég átti þess oft kost, að koma
á heimili Jóns og Elínar eins og
fyrr segir, og naut þar frábærr-
ar gestrisni þeirra hjóna. En það,
sem hreif mig mest, var hinn hlýi
andblær, sem ríkti á heimilinu og
sem þau voru samtaka um að
skapa, andblær, sem hefur þau á-
hrif á gestinn, að hann vill helzt
dvelja þar sem lengst.
Frú Elín hafði sérstakt lag á að
búa manni sínum hlýlegt og fag-
urt heimili og sjálfur var hann
gæddur fegurðarskyni, hafði yndi
af að prýða og fegra umhverfi
sitt. Hann eyddi gjarnan frítima sín
um í að móta og skapa fagran
garð lcring'um hús þeirra hjóna og
þeir, sem til þekkja, geta borið
vitni um, að verkin lofa meistar-
ann.
n
MINNING
Dr. Otto Rieder
Sú harma fregn barst hingað til
lands í s.l. viku, að Otto Rieder
væri látinn. Hann fórst í flugslysi
þann 21. sept s.l.
Af öllum þeim fjölda útlend-
inga, sem heimsækja fsland nú á
tímum, eru víst margir, sem dást
að fegurð landsins eða þykir það
a.m.k. sérkennilegt, en aðeins ör
fáir taka slíku ástfóstri við land
og Þjóð, að það verður upp frá
því snar þáttur í lífi þeirra. Einn
af þeim var Otto Rieder frá Inns-
bruch í Austurríki.
Hann kom hér fyrst veturinn
1955 á vegum skíðaráðs Reykja
víkur, til þess að kenna hér á
skíðum. í framhaldi af því var
hann ráðinn þjálfari ólympíuliðs
íslands, sem sent var á Vetrar-
Olympíuleikana í Cortina á ítalíu
1956. Hann reyndist hinn prýðileg
asti þjálfari, enda var hann af-
bragðs góður skíðamaður, glaður
og skemmtilegur í samstarfi. Síð
an hefur Rieder verið hjálparþella
íslenzkra skíðamanna, sem farið
hafa til æfinga eða keppni í skíða
mótum í Alpafjöllum. Hygg ég, að
fáir eða engir íslenzkir skíðamenn
hafi farið um þær slóðir án þess
að njóta fyrirgreiðslu hans á einn
eða annan hátt.
Eins og margir austurrískir ung
lingar var hann heillaður af skíða-
íþróttinni og æfði sig af kappi á
unglingsárum. Innan við tvítugs
aldur varð hann unglingameistari
Austurríkis í alpagreinum. Lá þá
brautin opin til frægðar og frama
á því sviði. En Otto Rieder var
einnig góður námsmaður og stund
aði nám sifct vel. Honum var Ijóst,
að ekki var hvort tveggja hægt að
gera, að stunda erfitt nám og
þjálfa svo sem til þess þarf, að \
ná á tindinn i þjóðaríþrótt þeirra
Austurríkismanna. Valdi hann þá
fremur námið og mun flestum
þykja skynsamlega valið og lýsir
manninum að nokkru. Hann varði
doktorsritgerð sína við háskólann
í Innsbruch 1964. Hann dáðist
mjög að flugmálum íslendinga og
dugnaði íslenzku flugfélaganna og
fjallaði doktorsritgerð hans um
málefni þeirra.
Hann gerðist að námi loknu með
Jón var á margan hátt mikill
gæfumaður. Hann lifði friðsömu
lífi og undi glaður við sitt. Og
úr því forlögin höfðu ætlað hon-
um það hlutskipti að verða þeim
sjúkdómi að bráð, sem margur
verður að þjást af, um mánaða
eða jafnvel árabil, kvalinn og ó-
sjálfbjarga, algjörlega háður ann-
arra hjálp og miskunn, þá er hann
sami þamingjumaðurinn í lífi og
dauða, þar sem hann fær að hverfa
héðan, þjáningalaust á svipstundu,
þegar sá sem öllur ræður kveður
hann á sinn fund.
Ég flyt hér að endingu kveðjur
og þakkir bekkjarsystkinanna, sem
þakka góðum dreng og vini sam-
veruna á lífsleiðinni, og ylja sér
nú við bjartar minningar um göf-
uga sál.
Að síðustu votta ég konu hans
og öðrum ástvinum mína dýpstu
samúð á sorgarstund, en vona að
minningarnar um kæran ástvin
verði þeim huggun i harmi.
Jóliann frá Öxney.
ISLENDINGAÞÆTTIR