Íslendingaþættir Tímans - 24.01.1969, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 24.01.1969, Blaðsíða 1
2. TBL. — 2. ÁRG. FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1969. NR. 14 THOROLF SMITH FRÉTTAMAÐUR Thorolf Smith, blaðamaður, síð- ustu árin starfsmaður á frétta- stofu Ríkisútvarpsins, varð bráð- kvaddur að heimili sínu Miklu- braut 52 í Reykjavík, fimmtudag- inn 16. janúar s. 1. Thorolf var fæddur í Reykjavík 5. apríl 1917 og var 'því nær 52 ára að aldri, er Itann lézt. Hann verður til grafar borinn á morgun, laugardaginn 24. jan. Foreldrar Thorolfs voru Paul Smith, verkfræðingur og fyrri kona hans Oktavía Smith, fædd Grönvold. Thorolf var því af Uorskum ættum. Thorolf var bráð þroska og gjörfulegur og góður uámsmaður og varð stúdent frá klenntaskólanum í Reykjavík 1935. Síðan hélt hann til Noregs og tók piróf frá verzlunarskóla í Fjörgvin árið eftir, settist síðan í Háskóla íslands og tók þar heimspekipróf 1939 og fyrrihluta- Próf í lögfræði við Háskóla ís- lands 1940. Á þessum árum stund- aði hann einnig frönskunám í Belgíu og enskunám í Englandi skamma hríð. Hann var ágætur máiamaður. Pegar hér var komið hætti hann kins vegar föstu námi og kvæntist 1940 Liv Johnsen, dóttuir Jósefs Johnsen skipstjóra í Björgvin, en Þau skildu eftir stutta sambúð. ^au áttu einn son, Pétur, sem nú er orðinn viðskiptafræðingur. Árið 1940 réðst Thorolf frétta- niaður til Ríkisútvarpsins og starf aði í fréttastofunni til 1942. Þá féðst hann blaðamaður til Alþýðu blaðsins 1943 og vann þar til 1947 an fór þá til Vísis og vann þar til 1956, er hann réðst aftur til fréttastofu ríkisútvarpsins og gegndi han oft fulltrúastörfum og var um skeið staðgengill frétta- stjóra. Thorolf Smith var búinn mörg- um hinum beztu kostum blaða- manns. Hann var vel menntur til þeirra starfa, málamaður ágæt- ur, hafði víða farið, meðal ann- ars starfað á skemmtiferða- skipi Björgvinjar-gufuskipafélags- ins Stella Polaris, í hnattferðum og um suðurhöf. Hann var vel rit- fær, afkastamaður til starfa, fróð- ur vel, einkum um ýmis erlend málefni og fylgdist vel með þeim. Hann ritaði einnig nokkrar bæk ur svo sem Af stað burt í fjarlægð, ferðaminningar, sern út komu 1948, Til fiskiveiða fóru ævisögu Geirs Sigurðssonar, skipstjóra 1955, Ævisögu Abrahams Lincoln 1959 og Ævisögu John F. Kenn- edys. Hann þýddi einnig nokkrar bækur. Árið 1949 kvæntist Thorolf öðru sinni Jóhönnu Guðmundsdóttur firá Litlu-Brekku í Borgarhreppi í Mýrarsýslu, mikilhæfri ágætis- konu, sem istundaði þá nám í læknisfræði, en hún lézt fyrir ald- ur fram eftir þungbæran sjúk- dóm árið 1955. Var það Thorolfi mikið og þungt áfall, ekki sízt vegna þess að þau áttu þrjú ung börn, sem nú eru stálpuð, Einar Pál, Hjördísi og Jóhönnu. Árið 1956 kvæntisf Thorolf í briðja sinn Unni Gísladóttur kenn ara frá Borgarnesi- Hún reyndist honum svo frábær og umhyggju- samur lífsförunautur, að aðdáun vakti þeirra, er til þekktu og börnum hans af fyrra hjónabandi sem bezta móðir. Hlaut Thorolf þar heimilisskjól og stuðning, sem hann hafði ríka þörf fyrir. Frú Unnur sýndi einnig öldruð- um tengdaforeldrum Thorolfs frá fyrra hjónabandi, þeim Guðfríði Jóhannesdóttur og Guðmundi Þor- valdssyni, sérstaka umhyggju og ástúð eins og hún væri þeirn ná- komin og hélt t. d. upp á stóraf- mæli í lífi þeirra með þeim hætti sem eftir var tekið. Thorolf Smith tók mikinn þátt í félagsstörfum af ýmsu tagi, enda var hann ágætlega til þess fallinn og áhugasamur um margvísleg góð málefni. Hann átti sæti í stjórn Norræna félagsiiis í mörg ár og einnig í stjórn Blaðamannafélags íslands. Formaður þess var hann tvisvar, 1950 og 1956. í því félagi vann hann mikið og gott starf, hafði mikinn áhuga á málefnum stéttar sinnar og lagði þeim lið eftir mætti. Hann stundaði einnig um skeið málakennslu, bæði við Málaskó! ann Mími og Kvennaskólann ! Reykjavík. Hann var einnig lög giltur dómtúlkur og skjalaþýðand’ starfaði þar til dauðadags. Þar MINNING

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.