Íslendingaþættir Tímans - 24.01.1969, Síða 3

Íslendingaþættir Tímans - 24.01.1969, Síða 3
Lúther Lárusson og ^ . > Guðrún Sigtryggsdóttir i \ } frá Ingunnarstöðum Um Iþað leyti er grund sölnaði skó.gar felldu bleikt og rautt lauí sitt, barst mér sú fregm, að Lúther á Ingunnarstöðuim vseri ^t'nn. Hann féll síðastur í valinn Þeirra manna, sem bændur voru J Þernskutoyggðum mínum, er ég la&rði fyrst að glöggva mig á fólki °g staðhátbum. Litlu síðar var það, baustsólin skein af heiðum bimni á freðna jörð, að önnur and lábsfregn kom úr Kjós: Guðrún á lngunnarstöðum, kona Lúbhers, nafði lokað augunum í hinzta siun. Þá fækkar einnig húsfreyj- Unnm. sem voru mér og jafnöldr- Urn mínum hinir fyrstu gestgjaf- ar' og þær, sem enn lifa, fjarri P^im slóðum, þar sem meginþátt 'Ur ævisögu þeirra gerðist. svo bilknar allt líf, þegar haust- lð dregur hrímgaðan slóða sin,n Uín landið. Brynjudalurinn, þar sem Lúther °g Guðrún áttu löndum og húsum aÞ ráða í sjötta tug ára, er ein- staklega elsk-ulegt byggðarlag. Ó- kunnugt fólk, sem ekur þjóðleið fyri-r Hvalifjörð, gefur honu-m kann fkj ekki mikinn gaum: Lítt sést lnn í dalinn sjálfan, þegar farið er fyrir mynni hans, því að hávað- ®r hyrgja sýn — klapparásar und- ir nyrðri hlíð og ávalar skriðutoung Ur undir hinni syðri. En bak við Þessi varnarvirki, sem náttúran hef Ur hlaðið, er bæði hlýlegt og frið- aaalt. Allbreiður dalur, þar sem dá 11111 á niðar á eyrum, gróskumikil ®n§i og sléttar grundir báðum meg lu hennar, upp frá þeim grónar míðar hátt til kletta og vítt skóg- jendi um djúpan og hvelfdan dal- bntninn. í norðaustri gnæfa Botns. Slllur, ofar öðrum fjöllum, rismikl a'r ,°g stærilátar. 1 þessum dal haf-a fjórir bæir Jerið frá fornu fari. Neðan til við Uann miðjan eru Ingunnarstaðir íslendingaþættir undir norðurtolíð með kletta Múla fjalls gnæfandi yfir toiáum gras- brekkum, úrvalsbýli að fornu og nýju, landmikil jörð og landgóð. Nokkru innar er Hrísakot, gamalt hjábýli Ingunnarstaða. Þessar jarðir voru um aldir kall aðar eign konungs, en í móðutoarð- indunum keypti þær ríkur útvegs- bóndi í Skildinganesi. Nálega alla nítjándu öld bjuggu þar venzla- me-nn og niðjar Skildinganesbónd ans, og í tíð sonarsonar hans, upp úr miðri nítjándu öld, var fyrsta timburhúsið, sem byggt var í Kjós, reist á Ingunnarstöðum. Á fyrstu árum þessarar aldar eignaðist Kristján Ámundason frá Sandlæk í Gnúpverjatoreppi Ingunnarstaði, og bjó hanir þar fá ár og síðan synir hans tveir, sem síðar urðu kunnir bændur í Þingvallasveit, Jóhann í Skógarkoti og Ámundi í MjóanesL Við brottför þeirra urðu enn þáttaskil í sögu þessa bæjar. Meðal þeirra toandverksmanma, er ásamt sjómönnum og mennta mönnum gerðu Reykjavík að ís lenzkum kaupstað á nítjándu öld, voru þeir feðgar, Lúðvíg stein höggvari Alexíusson og Lárus skó smiður, sonur hans. Kornnngur stofnaði Lárus fyrirtækj það, er síðan hafði tnaust og viðgang um langt skeið, Skóverzlun Lárusar G. Lúðvígssonar. Meðal margra barna Lárusar og konu hans, Málfríðar Jónsdóttur frá Skálholtskoti, var Lúther. Ungur að árum lærði liann húsasmíði í Hafnarfirði hjá Jóhannesi Reykdal, merkilegum brautryðjanda, sem lét vatnsafl knýja vinnuvélar og reisti fyrstu rafstöðina hérlendis. Ilefðu þá flestir spáð því, að Lúther fetaði í fótspo-r afa síns, sem hlóð hús úr höggnu grágrýti, og gerðist at hafnamaður í hópi þeirra, er -reisrtu timburhús á grunni gömlu borf bæjanna og breyttu holtum og mó um í ný bæjarhverfi. Annað var þó að brjótast í hon um, Hann hafði lagt drög að því að eignast Mjóanes í Þingvallasveif, en áður en trl ákvörðunar kæmi um hagnýtingu þeirrar eignax, varð honum kunnugt, að Ámunda á Ingunnarstöðum fýsti að fylgja fordæmi Jóhanns, bróður síns, og fiytja-st í Þlngvallasveit. Mun það hafa verið veiðin í Þingvallavatni, sem laðaði þá bræður austur. Lút her var hún ekki föst í hendi. Aft ur á móti höfðu fossar þeir, 9em blöstu við úr stofugluggurri á Ing unnarstöðum, vakið honum draum sýnir. Kom þar hvort tveggja fram, eðlislæg hneigð hans sjálfs og áhrifin frá meistaranum, Jóhairm esi Reykdal, sem sýnt hafði, hvensiu breyta mátti lækjarstraumi í beizl aða orku, ljós og yl, og láta hainn þjóna manninum að vild hans. Tókust því um það samningar, að Ámundi fékk Mjóanes, en Ingunn arstaðir komu í hlut Lúthers. Þessi eignaskipti urðu árið 1912. Þá vairð Lúther iiðlega hálfþrítugur, fædd ur á aðfangadag jóla árið 1886. Hið fyrsta sumar heyjaði Lúthetr að vísu á Ingunnarstöðum og var sjálfur skráður þar heimilisfastuir. En þótt jörðin væri nytjuð að nokkru, var hún í rauninni í eyði, því að Lúther flutti heyið tdl Reykjavíkur og ól þar á því kýr, er hann hafði keypt. Var mjólkur skortur í bænum á þeim árum og mjólkursala þar alllálitleg, þótt mikill væri tilkostnaður við hey flutninga, En þetta var erfibt og fyrirhafnarsamt búskaparlag, og vorið 1913 settist Lúther að á Ing unnarstöðum að öllu leyti. Um baustið fékk hann ungan og glögg an fjárbóvda úr nágrenninu, Þ\ 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.