Íslendingaþættir Tímans - 24.01.1969, Síða 4

Íslendingaþættir Tímans - 24.01.1969, Síða 4
ikel Pétursson í Litla-Botni, til fjárkaupa með sér austur í Ám essýslu, þar eð hann treysti sjálf um sér, kaupstaðarbúanum, trauðla til þess að sjá eðliskosti sauðfjár í haustréttum til jafns við vanan fjármann. Þetta fé varð stofminn að búpeningi hans, ásamt ikúm, er hainn fór með úr Reykja vík, og mun þó hafa verið heldur lítið í upphafi, enda heimilisfólk fþá enn fátt. Nú víikur sögunni í annan dai. Á löngu liðinní tíð, er skýin á þjóðlífshimni ísiendinga voru rétt að byrja að greiðast sundur, hafði ungur maður, með átakanlega brakningasögu að baki boirizt a-ust an úr Rangárvallasýslu og gerzt bóndi á Þórustöðum í Svínadal. Hann hét Snorri Snorrason. Sonur lhans, Sigtryggur, gekk að eiga bóndiadóttur f-rá Bæ í Bæjarsveit, Kristbjörgu Jónsdóttur, og tók við búi á Þórustöðum af föður sínum. Þau eiignuðust fjórar dætur, sem til aldurs komust, og var elzt þeirra Guðrún, fædd 18. aprll 1879. Á þessuim árum var mdkiU vor hugur í þjóðinni. Stjórnarskráin var nýfengin, og þjóðhátíðin 1874 (hafði stælt mjög framfarahug hennar og vakið undraverðan metnað. En náttúran heilsaði þeim með engri blíðu, er þá voru börn. Upp úr 1880 voru ógurleg harðindi órum saman. Veturinn 1881 lagði Hvalfjörð, svo að ríða mátti hann ó ís innan verðan og um það bii, er Guðrún litla á Þórustöðum varð tveggja ára, fóru bændur í fóður þroti með fólk sitt í Vatnaskóg dag eftir dag, til þess að kurla lim af hrísi á hjarni handa bú- peningi sínum. Þá lék bráðapest in einnig lausum hala og stró felldi stundum unga féð á haust in, því að Orla Jensen, dýralækn irinn danSki, hafði ekki enn komið til liðs við íslenzka bændur með bjargráð sitt, bóluefnið. En öll él birtir um síðir. Harð indi viku fyrir mildara tíðarfari, og meðal bernskuminninga Guð rúnar voru unaðsleg vorkvöld, þeg ar hnágandi sól hellti geislaflóði af brúnum Skarðsheiðar á Svína dalsvötnin og reykirnir frá gröf um kolaigerðarmanna í Vatnaskógi lyppuðust upp í loftið í kyrrðinni En Sigtryggur á Þórustöðum safn aði alörei auði, þótt árferði gerð ist gott. Hann var fátækur maður allá tíð, og upp úr roiðjum aldri hætti hann búskap. Byggði hann sér lítiran bæ utan vdð bæjarlœk inn á Þúrustöðum, þar sem hann var síðan lengi þurrabúðarmaður. Ef til vill hefur honum aldrei ver ið sérlega hugleikinn búskapur. Hann var smiður og veiðimaður og undi þá lífinu bezt, er hann gat gefið sig að slí'ku. Við það sá hann sér farborða, þegar hann hætti búskap, e-n va-r þess á milli í kaupavdnnu eða vdð önnu-r störf, sem buðust tíma og tíma. Dætur þeirra Sigtryggs og Krist bjargar fór-u að heiman í vistir, jafnótt og þær höfðu aldur til. Þær vor-u dugmiklar og vinnusam ar, og komst það orð fljótt á, að þær væru liðtækar í bezta lagi, sumar víkingar til vin-nu. Því fylgdi, að þær gátu brátt valið s-ér vistir. Efti-r aldamótin voru tvær Þóru staðasystra, Guðrún og Karólína, mörg ár samfleytt í Stóra-Botni, og leiddi vera þeirra þar til medri tíði-nda í lífi beggja. Þegar Lúthe-r Láriusson var alkominn að Ing- unnarstöðum, vildi hann brátt koma meiri festu á búskapinn, og vorið 1914 réði hann til sí-n tvö hjú frá Stóra-Botni — Guðrúnu, sem gerðist bústýra hans, og Þor kel Guðmu-ndsson fná Skorhaga, sem árum síðar gekk að eiga Karó- línu. Nærlendis mun tæpa-st hafa verið völ á fólki, sem þe-i-m var fremra um atorku og góðri for sjá alls, er þeim var falið á hend ur. Þrem árum síðar, 19. júnd 1917, voru þau Lúther og Guðrún gef in saman í hjónaband i stofu á Ingu-nnarstöðum í viðurvist -gra-n-na og góðvina. Hjúskaparár þeirra urðu því fimmtíu og e-itt, en sam vis-taráirin fimmtíu og fjögur. Litlu -sáðar festi Lútber kaup á Hrísakoti og bjó tengdaforeldrum sínum, Sd-gt-ryggi og Kristbjörgu, þar heimdli á meðan þeim lét bet ur að vera ú-t af fyrir si-g, en sdð a-n tóku Inigunnarstaðahjón þau heim, er elli fór að baga þau. Brátt gerðist man-nmargt á Ing un-narstöðum. Búið va-rð stórt á þan-n mæli'kvarða, er þá var hafð ur, og hélzt svo um langt ár-abil. Þar voru árshjú, karlar o-g konur, og þeim hjónum fæddu-st bör-n og önnur tóku þau í fóstur, sum ár u-m saman. Þar voru smiðdr og verkam-enn, eftir að byggi-ng-ar framkvæmdir hófust, og þar voru heimiliskennarar vebrarlan-gt, þeg ar börnin komust á legg. Þar á ofa-n var gestanauö mikil, og ekki aðednis fólk, sem kom og fór, heldur setugestir margir, oft ná iega sumarlangt og stu-ndum heil ar fjölskyldur, frændur og venzla- fól-k 'húsbóndans úr Reykjavík. Á vetrum var aigengt, að bændur þeir, sem í mestri vináttu voru við Inigunnarstaðaheimilið, þægju þar boð eða færu þangað í eins kon- ar kynnisför með konur sína-r, og var svo raunar einnig á sumrin, þótt ekki kæmi þá til gistingar. Kom sér betur, að bóndinn hafði svo fólki á að skipa, að hann þurfti ekki að vera síbundinn við bústörf, og þó einkum af hve miklu húsmóðirin hafði að má. Veit ég enga húsmóður, sem ég þekkti til í æsku, hafa átt leng-ri og strangari vinnudag en hana, er á eitt lagðist forsjá mann-margs heimilis og umönnun fjölda gesta, sem gengu dag hvern að veizlu- borði að kalia. Ósérhlífni he-nnar var svo mikii, að jafnan ætlaði hún sj'álfri sér að bera mestan þunga, gekk síðust til sængur og reis fyrst úr rekkju. Lúther hafði að sjálfsögðu eng- in kynni haft af búskap áður en ha-n-n kom að Ingunnarstöðum. Það var honum í senn styrkur og veikleiki. Hann var öðrum óbundn ari af gömlum búskaparvenjum. Á hinn bóginn skorti han-n marg- erfða fastheldni gróinnar bænda- stéttar, sem ógjarnan hættir sér á djúpt vatn né leggur í tvísýnu um nýmæli. Þe-gar f-ra-m í sótti, vildi Lúther ekki una lágu dilka- kjötsverði, em sniðíð var eftir saltk-jötsmarkaði í Noregi, og kaus fremu-r að freista þess að gera það að verðmætari vöru hei-ma, þrátt fyrir áhættuna, sem því fylgdi. Hann þreifaði fyrir sér árið eftir — reykti allt sitt kjöt, sauð það niður og gerði úr kæfu í tillukt- um dósum. Lúther var að vís-u öðrum bændum h-æfari til slíkra-r nýbreytni sökum upplags og þekk ingsairsviðs, en verkefnið var örð- ugt og frem-ur við hæfi öflugra samt'aka en ei-ns bónda í dölum uppi. Ekki var völ á mönnum, sem lært höfð-u niðursuðu, og var m-est að treysta á vitn-eskju, er leituð var uppi í fræðibókum, er þó voru torfenignar. Svo f-ór líka, að þessar tiiraunir tókust að of litlu 1-eyti, og bar Lúther skarðan hlut frá bo-rði, er lokið var öllum reikninigum. 4 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.