Íslendingaþættir Tímans - 13.02.1970, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 13.02.1970, Blaðsíða 3
MINNING JÓN EYJÓLFSSON, bóndi Miðgrund Bóndi er bástólpi, bú er landstólpi. Hin kunnu orð þjóðskáldsins um bónda og bú fóru um huga minn, er ég heyrði andiátsfregn gamals og góðs nágranna míns, Jóns Eyjólfssonar á Miðgrund, en milli heimila okbar var aðeins snertispölur. Minning hans er mér kær. Af honum og hans ágætu konu, Þorgerði Hróbjartsdóttur, var alltaf hægt að læra, en fyrst og fremst var það góðviid samfara látlausri hógværð, sem barnssál mín hefUaðist af. Gjafmildi þeirra og gestrisni mun lengi lifa í minn- ingu meðal okkar, sem enn stönd- um á ströndu þessa lífs. Jón fæddist að Vallatúni 14. apríl 1886, sonur Eyjólfs Jónsson- ar bónda þar og konu hans, Jó- hönnu Jónsdóttur frá Vesturholt- um. Með þeim fluttist Jón að Mið- grund tveggja áta gamal og átti Þar síðan heimili til æviloka. Að honum stóð gott fólk, er ætíð var fremur veitandi pn þiggjandi. Jón ólst upp við störf til lands og sjávar. Varð hann snemma lið- tækuir sjómaður á áraskipum við Fjallasand og síðar margar vertíð- ir í Vestmannaeyjum, þar sem hann átti um skeið hiut í útgerð. Oft var þessi vinur minn harmi sleginn, er ástvinir kvöddu lifið á sviplegan hátt. F.yrsr fórst af slysi við uppskipun í Eyjafjallasandi ungur og efnilegur bróðir. Var að honum mannskaði og harmu" sár hjá eftirlifandi ættimgjum og sveit- inni allri. Jón gekk í hjónaband 1919 með Þorgerði Hróbjartsdóttur, er þá var ekkja. Fyrri maður hennar, Bjarni Eiríksson bóndi á Ásólfs- skála, fórst við s.iósókn í Vest- tnannaeyjum 1912. Áttu þau einn son, yndislegt barn og siðar hinn drenglyndasta mann, Jón Guð- mann, er Jón gekk í föðurstað. ÍSLENDINGAÞÆTTIR Heimilið hjá ungu hjónunum á Miðgrund óx að efnum og mynd- arskap, bæði samhuga um, að svo mætti verða. Voru þó búshlutir húsfreyju fyrst lítt nýt'zkulegir. Ketill hékk í festi yfir hlóðum, búr var með moldarveggjum og mold- argólfi, en hvarvetna mátti sjá hreinlæti, er til fyrirmyndar var. Saman eignuðust þau lijón þrjú börn, er komust til fullorðinsára. Voru þau öll sem foreldrar þeirra, drengir góðir. Þar dró ský fyrir sólu. Einkasonurinn Hróbjartur, lézt í bílslysi, eldri dóttirin, Jó hanna, dó skömmu seinna frá fimm ungum börnum. Sjálfsagt hefur vinur minn átt von á, að sonurinn í blóma lifsins yrði aif- taki sinn að óðali. Þarna var brot- ið í blað, lífið þungt og biturt. Harmar voru bornir hljótt og störf in unnin svo sem skyldan bauð. Þorgerður Hróbjartsdóttir dó • 1957. Hin hlýja, nærgætna hús- freyja var öllum harmdauði. Nokkru áður hafði Sigríður dóttlr Jóns og Þorgerðar flutt að Mið- grund með manni sínum, Guð- mundi Ámasyni, og ungum börn- um þeirra, er urðu afa sínum til yndis í elli og raunum. Á heimil- inu óx einnig upp ungur dreng- ur, Hróbjartur, sonur Jóhönnu og manns hennar, Gunnlaugs Sigurðs sonar. Reyndist Jón honum í senn afi og faðir. Guðmund Árnason þraut með öllu heilsu skömmu eftir komuna að Miðgrund og enn hjó dauðinn skarð í ættargarðiinn. Ekkjan unga, Sigríður, bjó áfram á Mið- grund af einstökum dugnaði, kom börnum sínum til manns og faðir og dóttir studdu hvort annað með ráði og dáð. ,,Bóndi er bústólpi, bú er land- stólpi“. Víst eru þær sannar þess- ar hendingair sé búið rækt af holl- ustu, og það gerði Jón á Miðgrund 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.