Íslendingaþættir Tímans - 13.02.1970, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 13.02.1970, Blaðsíða 7
syni prófasti, og mun hafa haft gott ,af þeirri dvöl, enda var hún þar vel metin, eins og hún átti skil- ið. Ingibjörg giftist 1918 Jóhanni Sigurjónssyni bónda að Gröf í Vall arsókn, igreindum manni og góð- um. Hófu þau búskap að Þorleifs- stöðum í Urðarsókn, lítilli jörð, en fluttu sig brátt þaðan að Hlíð í Skíðadal, þar sem þau bjuggu alla tíð sína. Og þar dóu þau bæði, hann 1949, en hún 1954. Var 'Hlíð nýbýli og fremur smá jörð. Var það enginn leikur fyrir efnalaus hjón að hefja búskap á þessum árum, og hefur reyndar aldrei verið, mikil kreppuár og tíðarfar örðugt sum árin. Þurfti því vissulega á öllu sínu að halda til þess að geta fætt og klætt sig og sína og komið upp barnahópi við þær örðugu aðstæður. Er raun ar furðulegt hversu litlu jarðirnar fá áorkað í þeim efnum, þegar ráð- deiid og atorka ábúandans sitja við stýrið og öllum kröfum stillt í hóf. En þrekvirki hafa þar oft verið unnin í kyrrþey, og ekki metin sem skyldi. Og vissulega eiga smá- býlin sinn tilverurétt eins lengi og menn fást til að nytja þau. En til þess á að styðja menn á alla lund. Þau hafa reynzt betri uppeldir- stöðvar oftast nær en berangurinn við sjóinn, eða sollur kaupstaða- lífsins. Þau hjónin í Hlíð eignuðust 6 börn og komust 5 til fullorðins- aldurs. Voru þar allir einhuga, og studdu börnin fast að heill hóps- ins strax og þau gátu. Og þar var ; gestrisni og greiðvikni í heiðri ! höfð, eftir beztu getu. Nú búa 2 börnin í Hlíð, þau Friðbjöm og Þórey (nöfn íósturforeldra hús- freyjunnar frá Efsta-Koti). Hin eru, Alexander skólastjóri í Hris- < ey, Kristján kennari í Reykjavík, og Sigurjón ritstjórl á Akureyri. Ég sá Önnu Jónsdóttur síðast gamla og slitna. Samt var hún hress og glaðleg í viðmóti, og hafði þó líf hennar ekki verið neinn rósadans. En hún bar sig vel, og engum slæma sögu. Og er ég nú lit til dóttur henn- ar, konunnar frá Hvassafelli, sem þar fæddist 18 apríl 1861, og minn ist dætra hennar, sem ég hef hér að framan nefnt, en af þeim mæðg ■um hafði ég all mikil kynni, þá þykir mér sem um þær mæðgurn- ar megi segja með sanni. að þær væru gæðakonur, seni öllum vildu vel, þótt ekki færi mikið fyr<r þeim á sviðinu, mildar í skapgerð og fórnfúsar. Og það bar af, hve barngóðar þær voru. Því má segja, að þótt erfið væru spor Önnu Jónsdóttur forðum hina Iöngu leið með barn sitt í fangi, þá létti þessi byrði henni síðar mörgum erfið spor, þótt ekki væri í hámælum haft. Snorri Sigfússon. GUÐMUNDUR BJARNI SVEINSSON frá Eyrarhúsum, Tálknafirði Fæddur 3. ágúst 1898. Dáinn 23. sept. 1969. Guðmundur var fæddur að Tungu í Tálknafirði, foreldrar hans voru Jóhanna Bjarnadóttir og Sveinn Sveinbjörnsson, en hann olst upp á Eysteinseyri hjá Jónínu Eysteinseyri hjá Jónínu Eiríks- ÍSLENDIMGAÞÆTTIR dóttur og manni hennar Bjarna Friðrikssyni. Þann 7. apríl árið 1928 gekk hann að eiga Aðalheiði Guðbjarts- dóttur, en missti hana eftir rúm- lega eins árs sambúð. Eftir það átti hann heimili hjá mágkonu sinni Sigríði Guðbjartsdóttur og Farmhald á bls. 17. i

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.