Íslendingaþættir Tímans - 13.02.1970, Blaðsíða 27

Íslendingaþættir Tímans - 13.02.1970, Blaðsíða 27
móður, en hún var ekki aldeilis á því að leggja árar í bát upp og „láta vagga sér á öldum værðarinn ar“. Nei ekki alveg! Hún hafði alls ekki farið varhluta af ættgengi Blöndalanna, fegurð lífs og lita varð að fá útrás, enduróma í sál hennar, endurróma á pappír, á lér- efti, mottum eða einhverju slíku. f hlutfalli við breyttar aðstæður áttu eðlishæfileikar Elínar meiri þroska skilyrði, en hæfileikar föð- ur hennar, því að þótt hún væri dugnaðarforkur til alls er lífsbar- áttan krafði, hefur eðliskrafan til iistsköpunar sjálfsagt aldrei látið svæfa sig alveg og einn vetur var hún á Lýðskólanum á Hvamms- tanga og eitthvað lærði hún að teikna hjá „Mugg“ og hlaut a.m.k. einhverja leiðbeiningu við málun hjá frænda sínum Gunnlaugi Blöndal listmálara. Mest mun þó hafa mátt sín, eðl- ishæfnin og brennandi áhuginn. Er það svo ekki eitt af miskunnsemd- um tilverunnar, að veita henni hvfld, þegar sjónin var að þverra, svo að hún hlaut að hætta að geta notið litasýnar í hreinu ljósi og heyrnin að bila líka, sem henni mun einnig hafa verið sárt, því að hressilega glöð var hún jafnan heim að sækja og naut innilega af glöð- spjalli og var þar enginn eftirbátur sjálf, góðan hlut til að leggja. Málverkasýningin hennar í hlöð- unni í Eddu, sýnir bezt, hve þessl meðfædda listhæfni var vinnuhörð við Elínu. Samt var henni það ekki nóg, annara list í slíkum formum og öðrum, var líka hugsvölun, virt og hirt og vel til haga haldið, úr- klippur úr blöðum, orðsins list sem annað. Það mun ekki þurfa að telja rnörg ár frá fæðingardegi Elínar Blöndal, 13. júní 1895, þar til hver annar dagur varð langur og er hún hallaði sér rétt augnablik útaf 10. þ.m. efast ég ekkert um, að hún ætlaði aðeins að safna nýjum krafti til þeirra mörgu starfa er hún átti ávallt framundan. Við vonum öll, að sá svefn hafi orðið henni vær og hún vaknað jafn hressilega til nýrrar vista, því að vel er þeim ávallt fagnað, er heim kemur að loknu góðu dags- verki, sem hefur skilið niðjum samtíð og firamtíð eftir varða við veginn, letraðan með eigin lífi: »Vinn meðan dagur er“. Ingþór Sigurbjs. ÁTTR/EÐ: VALGERDUR BJARNADÓTTIR FRÁ HREGGSTÖÐUM Á áttræðisafmæli hennar 17. október 1969. Hvað er svo mjúkt sem móðurhöndin kær er milt hún hlúir barni smáu að? Hvar er svo ljúft sem hjarta móður nær að hjúfra lítinn kropp, sem nepjan herðir að? Hvar finnst á jörðu friðsællegra skjól en faðmur móður barni því sem kól í veðrum lófs er vetur byrgði sól? Vdð fóðurkné það man sín dýrstu Jól, Er lít ég yfir liðna árafjöld og leiftrum bregð um minninganna svið, þá er sem lyftist undir tímans tjöld og tíðin horfna blasi augum við. Þá man ég oft hve köld þín voru kjör og kröpp, sem heftu óska þinna för. Þó brast ei traust þitt blessun Drottins á, né boðum hans að vikja í neinu frá. Þú ótrauð greindir sundur rétt og rangt, og reyndist mörgum val þitt stundum stramgt En verður betra vegarnesti léð en vöndum huga og handar verkum með? Ég minnist þess hve miðlaðir þú jafut. og mörgum deildir verð af litlum skammt. Það fylgdi blessun bita hverjum með og bergðum teig, er hönd þín veita réð. Nú horfum við á hópinn glaða þinn. Hve margoft straukst þú tár af hrelldri kinn? Því færum við í geði glöð og klökk þér gæfuósk og hjartans innstu þökk. Somir. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 27

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.