Íslendingaþættir Tímans - 13.02.1970, Blaðsíða 15
MINNING
Elín S. Pétursdóttir Blöndal
F. 13.6. 1895.
D. 10.10.1969.
Borfir niú blítt me3 brostnum
sjónum,
horfir beint áfram til æðri heima,
ihúsfrúin mæta, móðirin kæra,
vinkonan göfga svo góð og hlý.
Við mættumst ungas. elsku vina,
fram-undan brosti framtíð björt,
glaðar og reifar, en gáfaðri þú,
og höndin þín hvíta var hagleik ..
búin.
Við giftumst báðar og barn ólutm,
og grunaði ekkert þá óorðnu hluti,
vissum að vísu að skin og skuggar
skiptast á löngum á leikvelli jarðar.
Þinn eiginmaður, hinn ungi og
fagri,
hlaut kallið „heim“ frá konu
og börnum,
þá sást nú bezt hvert þrek
þér var gefið,
er harm þinn sigraði hetjulund.
Sízt vildir þú víla né kvarta,
fimrn ung börn er þú faðmi vafðir,
brotnaði'í tárum brosgeisli vona,
starfsgleðin stolta, stilling og táp-
Eins og börnum þú blómunum
unnir,
elskaðir fegurð, þú fagurkeri,
skartaði runnum og rósum fögrum
heimilið smáa og hlýlega.
Gott var að koma að garði þínum,
skoða hagleiksverk handa þinna,
elju og athöfn, sem þér aldrei
brást,
fjölhæfar gáfur og farsælt starf.
Síðar kom annar yngismaður,
lítið barn enn brosti f vöggu,
móðurhöndin mjúka og sterka,
Ikom því fagra blómi til fulls
þroska.
Eöfnuðu blóm og börn hjá þér,
vina,
myndlist og margskonar mynd-
vefnaður,
skreyttir þú fagurlist forna veggi,
stofan varð björt eins og sikl-
ingssalur.
Far vel á braut, þú vorgiaða vina,
æskuleik okkar þú aldrei gleymdir,
en fórnfýsi þína og frækileg afrek,
kunna börn þín bezt að þiggja
og þakka.
„Ást mætir ást“, sagði óskmög-
ur skálda,
það hefir jafnan á þér sannazt,
þú varst elskuð af öllum þínum
mörgu börnum og börnum þeirra.
Eveð ég þig, vina, en við mun-
um hittast
þar sem andans vor eilíft ríklr,
ástvinir þínir og elskuleg börn,
byggja og síðar guðs sólarheima.
Kristín M.J. Björnsson.
t
Björn Guðmundsson prests að
Blöndudalshólum, mun er hann
var við störf í Kaupmannahöfn
á öðrum áratug síðustu aldar hafa
kennt sig svo við föðurheimili sitt,
að kalla sig Blöndal og Þar sem
hann sjólfur átti 15 börn og ættin
kynsæl, var ekki að undra, þótt
nafnið næði meti í Húnaþingi, bæði
sem ættar- og skínnarnafn.
Elzta barn Björns Blöndal og
konu hans Guðrúnar Þórðardótt-
ur, var Björn Lúðvík „snikkari" f.
10. 10. 1822. Svo vel ljóðhagur
var hann talinn, að jafnvel ónæm-
ir á Ijóð, grípa stundum á snilli
^ yrðum úr stökum hans enn í dag.
Kona hans var Katrín Jónsdóttir
og þeirra sonur var Pétur Blöndal
bóndi í Tungu á Vatnsnesi. Það man
ég fyrst til að ég heyrði Pétur
nefndan, að faðir minn sagði hamn
hafa þá mestu og fegurstu söng-
rödd er hann hafði heyrt, og svo
hafa fleiri sagt, en slíkum hæfi-
leikum fylgir þá sama sögn jafnan
sem um bókagrúsk, að það yrði
ekki í askana látið og því mun
hann ekki hafa notið neins lær-
dóms á þvi sviði, en þar sem hann
hafði verið eftir því söngelskur og
félagslyndur, hefur þessi hæfileiki
vafalaust oft veitt honum og öðr-
um mikla gleði.
Kona hans var sunnan úr Borgar-
arfirði. Dagbjört Böðvarsdóttir
frá Örnólfsdal í Þverárhlíð.
Þeirra börn voru svo þrjú: Björn
Blöndal er var ásamt mörgum öðr-
um trúnaðarstörfum póstmeistari
á Hvammstanga og varð mér oft
starsýnt á hans listrænu penna-
skrift og allan frágang hvers blaðs
enda bendir Það til virðingar þeirr
ar er hann mun hafa notið fyrir
störf sín, iað hann var skipaður póst
maður á Alþingishátíðinni á Þing-
völlum 1930, Ingibjörgu Blöndial
er lengstaf hefur verið í Hindis-
vík, hef ég elfki haft svo náin
kynni af,að ég geti lýst hæfileik-
um hennar, Elínu Blöndal hef ég
þekkt inær samfleytt hátt i fimmta
áratug, í litla húsinu á árbakkan-
um á Hvammstanga og síðar Snæ-
landi hér inn við Elliðaár og síð-
ast í Eddúbæ.
Maður Elínar var Snæbjörn Guð-
mundsson (Árnasonar) einn af
þessum -rammelfdu mönmum til
líkama og sálar, vinnujötunn af
hug og orku. Það var því ekki lít-
ið áfall fyrir Elín-u, að missa slík-
FramlhaM á bLs. 26.
ÍSLENDINGAÞÆTTIR 15