Íslendingaþættir Tímans - 13.02.1970, Blaðsíða 17

Íslendingaþættir Tímans - 13.02.1970, Blaðsíða 17
íebiíiar 1879. Ólst iiann þar upp til full&rðinsára, ásamt fleiri syst- kinum sínum. Árið 1902 kvæntist hann h-eitmey sinni Sólveisu Hall- grímsdóttur frá Ytra-Hvarfi i sömu sveit. Búskap sinn bvriuðu þau á Uppsölum en fluttu fljótlega þaðan til næsta bæiar, þar sem þau munu hafa verið * húcmennsku um skamman tíma. Þá fiuttu þau að Hamri þar sem þau bjuggu á % jarðarinnar í 5 eða 6 ár. Fluttu að Hjaltastöðum árið 1913, biuggu þar til ársins 1921 er þau fluttu bú sitt að Skeggstöðum. Þar biuggu þau til ársins 1935 en það ár brugðu þau búi og voru eftir það á nágrannabæium næstu árin. Búskapur þeirra hjóna var aldrei fyrirferðarmikill. Þau bjuggu snotru búi, áttu það sem þau höfðu undir höndum annað en bújörð sína. Vissi ég aldrei tii að þau hjón skulduðu neinum neitt. Metnaðar- gjarn vissi ég Gamalíel geta verið, þó ekki þannig að það skaðaði ná- ungann því vamm sitt mátti hann ekki vit-a í nokkrum hlut, og lofaði hann einhverju mátti reikna með að það stæði sem stafur á bók. Þau hjón eignuðust 5 börn. Tveir synir þeirra komust til fullorðins- ára, en hin þrjú misstu þau ung. Synirnir eru: Hannes, áður starf- andi fulltrúi í Stjórnarráðinu í Reykjavík, og Sveinn búsettur í Kópavogi, báðir hinir mætustu menn. Konu sína missti Gamalíel í nóvember 1936 mjög snögglega. Hafði hún að vísu ekki gengið heil til skógar um árabil og varð aldrei hraust eftir að hafa gengið undir skurðaðgerð vegna meinsemdar ná lægt 20 árum áður. Fráfall hennar var Gamalíel mikið áfall og það þvf fremur sem synir hans báðir voru þá búsettir í Reykjavik, en að flytja til þeirra, þá hugsun gat Gamaíel næstum aldrei hugsað til enda. Heimabyggðin var honum kærust. Svarfaðardalurinn átti hug hans allan. Næstu þrjú árin eftir lát Sólveigar var hann til heimilis hjá vinum og kunningj- nm þar heima, en vorið 1939 tók hanm sig upp og flutti til Reykja- víkur fyrst til reynslu eins og Janm orðaði það sjálfur. Hann ^veits því að hann mundi ekki festa þa,r yndi og bjóst eims við að *°ina til baka aftur, en svo fór þó ekki. Að vísu gekk hann svo frá fyrstu árin, að erindi átti hann norð Ur á heimaslóðirnar á hverju ári. Hann hafði verið ullarmatsmaður ÍSLENDINGAÞÆTTIR hjá Útibúi Kaupfélags Eyfirðinga á Dalvík um árabil og svo var þá enn. Þessu starfi vildi hann ekki sleppa meðan heilsan leyfði og enníremur ef bannig færi að hann festi ekki rætur Þar syðra. Hann hafði þá að einhverju að hverfa heim aftur. Svo fór þó ekki. Hann rækti þetta starf sitt næstu árin með búsetu í Reykjavík og undi að því er virtist allvel þessari ráða breytni sinni. Þótt ferðunum fækk aði norður er árunum fjölgaði fylgdist Gamalíel ótrúlega vel með hvað gerðist þar nyrðra. Sýn- ir það bezt hvar hugur hans var, og minnið var ó- bilandi. Heimili hafði hann lengst hér syðra hjá sonum sínum sem báðlr eru fjölskyldumenn og hafa aukið kyn sitt, en síðustu árin þrjú eða fjögur bjó hann á Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjómanna. Var hann þá farinn að heilsu þótt fótaferð hefði hann lengst og hætt ur vinmu nokkur síðustu árin. Van heilsu hafði hann kennt (kölkun í baki) meðan hann enn var í Svarf- aðardalnum sem þjáði hann nokk- uð og ágerðist með aldrinum þótt það út af fyrir sig bugaði hann Framhald af bls. 7 manni hennar Guðmundi Ó- Guð- mundssyni að Eyrarhúsum í Tálknafirði. Á sínum yngri árum stundaði hann sjómennsku, bæði á skútum og mótorbátum. Hann átti mörg áhugamál, einkum fyrir unga fólk- ið 1 sveitinni. Stofnaði t-d. barna- stúkuna Geislan og starfaði við hana af lífi og sál. Einnig vann hann að slysavarnamálum. Ferðað- ist hann þá um Vestfirði og kenndi hjálp í viðlögum, þá vann hann á vegum skógræktarfélagsins í sinni sveit og víðar. Árið 1947 flutti fjölskyldan frá Eyrarhúsum til Hafnarfjarðar, en Guðmundur heitinn varð kyrr að Eyrarhúsum hjá Steinunni Finn- bogadóttur og Albert Guðmunds- syni kaupfélagsstjóra. Um hver jól dvaldi hann hjó f jöl- skyldunni í Hafnarfirði og hlökk- uðum við systkinin alltaf til þeg- ar von var á Gumma, því alltaf var hann jafn kátur og hress. Þökkum við honum af heilum aldrei. Að minnsta kosti brast rödd hans ekki þótt annað bilaði og til hennar átti hann hægt með að grípa til að hressa upp á andrúms- loftið í næsta nágrenni. Hjá Eiríki Hjartarsyni bróður sínum vann hann hér í Reykjavík meðan hann mátti einkum þá við innheimtu- störf og sitthvað fleira. Þegar heilsa hans tók að bila til muna hafði hann af þvi nokkrar áhyggj- ur að efni hans mundu ekki hrökkva honum til framfærslu á elliárunum. Má af því nokkuð marka að sjálfsbjargarviðleitnin var honum rikulega í blóð borin og ekki var létt að sætta sig við þau ókjör sem ellin býður upp á að leiðarlokum. Hann andaðist 30. október síðast liðins og var jarðsettur frá Foss- vogskapellu 6. nóvember 1969. Minningin um Gamalíel mun lengi lifa hjá þeim sem kynmtust honum og áttu með honum ein- hverja samleið. Góða ferð Gamalíel og hafðu þökk fyrir samstarfið og alla góða viðkynningu. huga alla tryggðina sem hann auð- sýndi okkur. Eftir að við stofnuð- um heimili sjálf sýndi hann börn- um okkar sömu hjartahlýjuna, því hann var sérstaklega barngóður. í aprílmánuði árið 1967 flutti hann alfarinn að vestan. Eftir bað dvaldi hann á Hrafnistu. Síðustu mánuðina var hann rúmliggjaadi og oft mikið þjáður Eftirlifandi systkini Guðmundar eru Jóhanna sem nú dvelur á Hrafnistu og Sveinn sem búsettur er í Reykja- vik. Guðmundur var jarðsunginn frá Stóra-Laugardalskirkju í Tálkna- firði 27. sept. s.L, því að fyrir vest- an var hugur hans alltaf. Að leiðarlokum þökkum við hon um órofatryggð og vinóttu sem hann sýndi okkur allt frá bernsku og biðjum honum blessunar guðs í nýjum heimkynnum þar sem eig- inkonan og aðrir ástvinir taka á móti honum. Blessuð sé minning hans. Systkinin frá Eyrarhúsum. 17 Sigurjón Kristjánsson. Guðmundur Bjarni Sveinsson

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.