Íslendingaþættir Tímans - 13.02.1970, Blaðsíða 31

Íslendingaþættir Tímans - 13.02.1970, Blaðsíða 31
móðir Margrétar var Guðrún Hall- dórsdóttir bónda á Syðri-Brekkum á Langanesi Guðbrandssonar. For- eldrar Margrétar voru héraðskunn- ir og raunar víðar fyrir þann mynd arbrag, er á heimili þeirra var og búskaparhætti, en margir fórn þar um, á meðan ferðir voru tíð- ari en nú um Hólaheiði, og áttu þar góðu að mæta. Börn þeirra Þórhalls og Margrétar eru níu: Björn viðskiptafræðingur, Friðrik bifvélavirki og Gunnar Þór vélstj., allir kvæntir og eiga heima í Reykjavík, Guðrún gift í Vestur- heimi, Gunnþórunn gift í Reykja- vík, Barði útibússtjóri Samvinnu- bankans á Kópaskeri, kvæntur, KTistveig við nám í Danmörku, Þor- bergur við nám í Vélstjóraskólan- um og Guðbjörg heima hjá foreldr- um sínum í Hrauntungu 51, í Kópavogi. Barnabömin eru fjórtán. Kaupfélag Norður-Þingeymga er eitt af elztu starfandi kaupfélög- um landsins, og hóf starfsemi síma árið 1894. Á félagssvæði þess eru vestursveitir Norður-Þingeyjar- sýslu, Hólsfjöll, Kelduhverfi, Öx- arfjörður, Núpasveit og Slétta, en þar fyrir austan tekur við félags- svæði Kaupfélags Langnesinga milii öxarfjarðarheiðar og Sand- vikurheiðar. Kaupfélag Norður- Þingeyinga nam land á Kópaskeri á spildu úr ríkisjörðinni Snartar- stöðum í Núpasveit við austan- verðan Öxarfjarðarflóa. Kópaskers vogur hafði á 8. tug aldarinnar verið löggiltur sem verzlunarhöfn, og var þar rekin útlend og inn- lend verzlun á skipum, en byggð var þar þá engin. Nú er á Kópa skeri myndarlegt Þorp og skipa- bryggja, og er sú byggð og mann- virki þar að mestu til orðið fyrir atbeina kaupfélagsins eða vegna atvinnu hjá því. Kaupfélagið kom upp útibúi á Raufarhöfn á Aust- ursléttu, sem lagt var niður, er stofnað var sérstakt kaupfélag á Raufarhöfn. Kaupfélag Norður- Þingeyinga hefur lengi verið talið eitt af bezt stæðu kaupfélögum landsins, og má eflaust að miklu leyti þakka það góðum félagsanda hjá atmenningi og þeim mönnum, er þar hafa valizt til forystu. Um þá tvo merkismenn, er fóru með framkvæmdastjórn félagsins á tímabilinu 1894—1946, þá Jón Gauta Jónsson í Æriækjarseli og Björn Kristjánsson, verður ebki rætt að þessu sinni. Um þriðja kaupfélagsstjórann í röðinni, Þórháll Björnsson, hefur fátt verið ritað hingað til, enda vart kominn á ævisögualdur, og starf hans til skamms tírna mest bundið við heimahérað, fjarri fréttamiðstöðvum höfuðborgariiin ar. Það er mér þó nær að halda, að ekki hafi önnur trúnaðarstörf verið betur af hendi leyst hér á landi á áratugunum 1946—1966, en störf hans í þágu kaupfélags- ins á Kópaskeri á þessum iíma. Margt fór þar saman, sem gerði hann sterkan í starfi: Frábær áhugi og dugnaður, glöggskygni og staðfesta í viðskiptamálum, og einurð til að halda þvl fram, er hann hugði rétt verr Kunnugleiki hans á ástæðum n1 i og þörf- um á félagssvæðinu var mikill, svo og áhugi hans á því að styrkja samheldni héraðsbúa og framfara- sókn heildarinnar. Hann taldi það mikils vert að efla þá héraðsmið- stöð sveitanna vestan heiðar, sem samvinnufélagið hafði þegar skap- að á Kópaskeri. Átti í því sambandi drjúgan þátt í því, að hafnarmann- virki voru aukin þax á staðnum, skipalega dýpkuð og komið upp flugvelli, en á Kópaskeri er gott flugvallarstæði frá náttúrunnar hendi. Fleira vildi hann láta gera til eflingar héraðsmiðstöðinni, og þar með héraðinu í heild, þó að sumu yrði ekki fram komið. Fram- kvæmdir á vegum kaupfélagsins urðu miklar í hans tíð og með þeim myndarbrag, sem vænta mátti. Hann var í þjónustu sinni við kaupfélagssvæðið eins og fað- ir hans áður, vökumaður, sem allt- af var á verði og aldrei sló slöku við. Vinnudagur hans var langur og afköstin mikiL Austan heiðar hafði hann ekki mikil afskipti af málum manna, en einnig þar á- vann hann sér hylli og traust margra, er hann fór þar um eða tók þátt í mannfundum. En Þórhaliur var á Kópaskeri fleira en traustur og farsæll kaup- félagsstjóri og leiðtogi í ýmis kon- ar héraðsmálum. Hann hafði snemma og hefur enn óbilandi á- huga á framgangi samvinnustefn- unnar í landinu og þeirri lands- málastefnu, sem henni er tengd sem og á verndun og eflingu hinna dreifðu byggða í landinu. Árið 1933 gekkst hann sem ung- ur maður fyrir stofnun Framsókn- arfélags Nosður-Þingeyinga vestan heiðar, og formaður þess var hann síðasta áratuginn á Kópaskeri. Á árunum 1959—1966 átti hann sæti í miðstjórn Framsóknarflokksins sem fulltrúi Norður-Þingeyinga. Þegar Norðurlandskjördæmi eystra var stofnað haustið 1959, var hann til þess valinn að vera einn af fulltrúum Norður-Þingey- inga á framboðslista flokksins í kjördæminu, og einnig i kosning- unum 1963 og 1967. Liðveizlu hans og forystu á þessum vettvangi hefi ég ærna ástæðu til að muna og rneta. Árið eftir að þau Þórhallur og Margrét fluttust aftur heim frá Akureyri, komu þau sér upp íbúð- arhúsi á Kópaskeri og nefndu Sandhóla. Þar áttu þau heima all- an tímann, sem þau voru eftir þetta á Kópaskeri eða um nálega 30 ára skeið. Fjölmennt var löng- um í Sandhólum, er stundir liðu, því að börnin urðu mörg eins og fyrr var sagt, og gestkomur marg- ar, einkum eftir að Þórhallur varð kaupfélagsstjóri. Hvíldi þar eins og verða vill mikill vandi og mikil störf á herðum húsfreyju, en ekki lét frú Margrét þar sinn hlut eftir liggja. Gestrisni var þar mikil og fyrirgreiðsla. Þekki ég það af eig- in raun og kona mín, en við höfum oft átt leið um Kópasker síðustu áratugina. Má raunar segja, að í þau 50 ár, sem þeir feðgar Björn og Þórhallur, voru kaupfélagsstjór ar á Kópaskeri, væri kaupfélags- stjóraheimilið sem „skáli um þjóð- braut þvera“, svo að notað sé orða- lag gamalkunnrar- frásagnar um sama efni. Síðan Þórhallur réðst í þjónustu landssamtaka samvinnufélaganna í aðalstöðvum þeirra, hefur það far- ið eins og við gerðum okkur í hug- arlund fyrirfram, vinir hans í heimahéraði, að hann hefur þar verið kvaddur til trúnaðarstarfa, sem mikil ábyrgð fylgir og vandi, sem á fárra færi er að leysa, svo að vel sé. Vel ann ég Sambandi íslenzkra samvinnufélaga þess að njóta starfskrafta hans og trú- mennsku. En í byggðarlögum, sem verjast í vök, er eftirsjá að slík- um mönnum sem hann er. Þegar ég ræði við Þórhall Björns son og virði hann fyrir mér, sýn- ist mér hann ennþá ungur. Frá mér og mínum fylgja hon-um hug- heilar þakkir og árnaðaróskir inn á ófama braut llfs og starfs. G.G. fSLENDINGAÞÆTTIR 31

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.