Íslendingaþættir Tímans - 13.02.1970, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 13.02.1970, Blaðsíða 5
fcinl mín, nokkur hafa horfið úr þessum heimi, sem eðlilegt er, eft ir rúm 60 ár. En sannfærð er ég um það, að öll mundu þau og önn- U'r.e r síðar nutu kennslu hans þar í sveit, taka undir þau orð mín, að betri kennara væri ekki hægt að hugsa sér. En liægast á ég með að segja frá mínu eigin brjósti, tnér þótti vænt um hánn. Þeir, sem ekki kynntust Elíasi í skóla- Stofunni, sáu aldrei beztu hlið hans. í daglegri umgengni var hann fremur duiur og fáskiptinn. En í skólastofunni geislaði af hon- Umg óðvild og áhugi á að fræða, skilningur á misjafnri getu og íundaríari barnsins. Því ávann hann sér traust og trúnað flestra — ef ekki allra. Ifann var kennari af Guðs tnáð. Minnisstæðust er mér kristindómsfræðsla hans, hún var ljós og mér fannst hann einlæg- iega trúa þvf, sem hann útskýrði. t*egar ég tók fullnaðarpróf úr barnaskólanum, gaf hann mér »Bók æskunmar“. Hún veitti mér tnikla blessun á mínum æskuár- Um. Annars þáttar í kennslustarfi hans verð ég að geta, það var söng- hennslan. Fljótlega fékk hann lít- ið orgel í skólann, varð það lyfti- stöng söngsins. Hvern morgun var sunginn sálmur eða ættjarðarljóð. Svo voru vissir söngtimar á viku. Eór svo, að það náði út fyrir barna skólann, voru þá kvöldæfingar og ft'jálst að koma þeirn er vildu. Einnig hélt hann uppi á tímabili smákvöldnámskeiði í öðrum náms Sveinum fyrir unglinga og eldri í uágt'enninu. Mestallan timann, sem Elías kenndi í Þykkvabæ, var hann til heitnilis hjá foreldrum mínum, síundum með Helga son sinn með sér, er skólaaldri var náð, svo k.vnnin urðu mikil og góð. Lítið orgel pantaði hann, til að hafa á heimdi foreldra minna og spilaði ® það í frítímum sínurn, _sér og hcitnilisfólkinu til ánægju. Ég fékk Pað svo, er ég fór að Seglbúðum, °g vil halda því við sem minjagrip. Elías var mikill röskleikamaður, hann gekk á milli heimilis síns og skófastaða, fór heim á laugardags- völdiuni, en kom aftur á sunnu- “ðgskvöld, og eins og gefur að , ^j*. oft í misjafnri færð á vetr- m’ óbrúuð vötn og lækir, allt enia Skaftá. En svo á sunnudög- .m fór hann til kirkjunnar, hvern , aS sem messað var. Þar lét an* sig aldrei vanta. Góð sam- !*slendingaþættir vinna var með presti og honum og vinátta milli fjölskyldnanna. Efni voru iítil fyrstu búskapar- ár þeirra hjóna. En Elías átti þá konu, sem svo vel fór með allt, að ekkert virtist skorta, heimilið bar af í hreinleika, bæði í húshaldi og fatnaði. Svo hélt það áfram að blómgast í barnaláni og störfum. Söknuður var mikill, er þau fóru úr héraðinu, en blessunaróskir hafa fylgt þeim. Það reyndist líka langur og gifturíkur starfsdagur eftir, sem Reykvíkingar muna, þó að hálf öld sé liðin frá byrjun hans þar. En tengslin hafa eklci verið slit- in við gamla átthaga. Oft hafa gamlir héraðsbúar, ættingjar og vinir heimsótt þau hjón og alltaf mætt sömu hlýju gestrisninni. Þá getur maður ekki annað en minnzt Jónínu, dóttur þeirra, sem á sinn stóra hlut í því. heimiii, alla tíð búið í sama húsi og annazt eftir þörfum. Hún og maður Itennar bættu við húsið, er þau giftust, tii þess að þurfa ekki að flytja annað. Þessi minningargrein langar mig að sé kveðja og þakkarorð frá eidri kynslóðinni í Prestsbakka- kirkjusókn og skólahéráði Kirkju- bæjarhrepps, til látins sæmdar- manns og eftirlifandi konu og barna. Þegar Prestsbakkakirkja var 100 ára, gaf Elías og kona hans álit- iega peningagjöf, sem stofnsjóð til orgelkaupa í kirkjuna, er til- fcækt þætti. Orgelin voru áhuga- mál Elíasar ævina út. Þegar hann hætfci sem yfirkennari Miðbæjar- bamaskólans, er aldurstakmarki var náð, áttu ongelin hug hans og starfsorku alla, meðan stætt var, við smíðar og viðgerðir. Að koma niður í stofuna hans. þar sem orgel in stóðu hlið við hlið og hann lék sálmalög á uppáhaldsorgelið sitt, var stund. er veitti frið og fögnuð. Ég veit, að nú ert þú ferðbú- inn, en á fallega heimilimu þínu hefur þú verið glaðastur. Svo vona ég og trúi að verði, meðan áskilið ©r. „Guð er eilíf ást, engu hjairta er hætt. Ríkir éilíf ást, sérhvert böl skal bætt. Lofið Guð, seni gaf, þakkið hjálp og hlíf. Tæmt er húmsins haf, allt er Ijós og líf.“ Gyðríður Pálsdóttir. NNING Steingrímsdóttir söngkona. Kveðja. Brostinn er bjartur strengur Bliknuð er rósin dýr.. Titra nú tónar hörpu. Tregi í hjörtum býr. Röðullinn rökkvi sveipast, reynslan er djúp og sár. Hugir þó aftur hefjast og himininn verður blár. Því eilíft er söngsins yndi og auðnugjöf dagur nýr. Listin á líf, sem varir og listin er perla dýr. í sál þinni sumar barstu, í sömgnum þú guð þinn fannst. Sótt var í átt til sólar og sól var hvar, er þú vannst. Á leið þinni blómin brostu — Þau breiðast um gengin spor. Minning þín mild og fögur minnir á sóíhlýtt vor. í vorblæ — við unaðsóma opnast þér hærra svið. Sælt mun að sjá og njóta, er sumar þar brosir við. Glitra mú gigjustrengir við geislanna milda ljós. Mót heiðblárri himinhvelfing horftr þú — drifhvít rós. Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.