Íslendingaþættir Tímans - 13.02.1970, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 13.02.1970, Blaðsíða 16
GAMALÍEL HJARTARSON Þegar ég nú tek mér penna í hönd í þeim tilgangi að minnrst Gamalíels Hjartarsonar geri ég mér Ijóst að vandalaust er það ekki. Hins vegar geri ég mér grein fy-rir að þar er maður genginn, sem vert er að minnast, en enginn hef- ur enn gert opinberlega, svo ég viti, þótt margur sé til þess hæf- ari en ég. Fyrstu kynni mín af Gamalíel voru þau að ég var staddur við aðalskilarétt Svarfdæla að Hofi. Þá var ég smávaxi-nn drengsnáði ekki mikið veraldarvanur. Fjár- hópur var rekinn frá réttinni suð- ur yfi-r ána sem fellur þar við rétt- arvegginn. Einn maður af þeim sem hópnum fylgdu er mér minn- isstæðastur, hann hafði hest með- ferðis. Á he-stinum var hnakkur gjarðarlaus af einhverjum ástæð- um sem ég kann ekki skil á, en í hnakkinn settist maður eigi að síður. Þegar ferðahópurinn greikkaði sporið er yfir ána var komið, vildi hnakkurinn ekki tolla á hestinum, gekk ekki á öðr-u með- an ég sá til, en maðurinn og hnakk urinn hentust af baki jafn óðum og komið var á bak. Þessu atviki hef ég ekki gleymt, en þarna var Gamalíel kominn. Þar sem Gamalí el átti heima í mínu byggðal-agi þótt nokkur leið væri milli heimila okkar gat ekki hjá því farið að leið ir okk-ar ættu ef-tir að liggja saman og það því fremur sem synir hans voru á líku reki og ég,o g voru því leikfélagar mínir. Þau kynni sem þá sköpuðust rofnuðu aldrei að fullu, fyrr en leiðir skyldu og hann lauk hérvistarferli sínum rúmlega ní-ræður -að aldri. Gamalí- el Hjartarson var maður -sem ýmis- legt -mætti um segja að loknum ævidegi. Hann var um m-arga hluti eftirtektarverður og eftirminnileg- ur þeim er honum kynntust, heill í f-asi og trauistur að því skapi, mátti ekki vamm sitt vita. Mér f-amnst maðurin-n gjörvileg-ur, þétt- ur á velli og þykk-ur undir hönd. Um handstyrk hans má segja að ýmsi-r kviðu handtaki han-s, eink- um börn og unglingar, svo fast var í hönd tekið. Sjálf-ur kynntist ég því einnig og verð ég að segja, að styrkari hendi hef ég ekki mætt í handtaki. Ætla ég að m-anngildi hans hafi verið þar í samræmi. Ég minnist hans frá mannfundum. Þar vakti hann eftirtekt mína. Hvort tveggja var, að maðurinn var raddsterkur svo um munaði, og var oft tillögugóður, laus við allt fjas og mælgi á slíkum stundum, sagði það sem hann meinti í fáu-m orðum. Venjulega virtist mér vera nokkurt tillit tek- ið til tillagna hans, enda voru honum falin trúnaðarstörf í heim-a- byg-gð sinni. Hann sat í sveita- stjórn um árabil og var þar kosinn fjallskilastjóri. Sá va-r siður heima þt, að fjallskilastjóri var og réttar- sljóri í iskilarétt-um á haustin. Þar kom honum að -góðum notum hinn mikli raddstyrkur er honum var gefinn. Aldrei minnist ég þess að rödd hans brygðist honu-m á slík- um -stundum þótt hávaðasamt væri í kringum hann. Þegar hann brýndi röddina tók hún 1-angt yfir allan annan hávaða. Það mátti segja, að Þar væri réttur maður á réttum stað og þótti víst flestum vel og skörulega á tekið. Á þeim tíma sem hann rækti þetta skyldu- st-arf sitt, orti hagorður Svarfdæl- ingur réttarbrag. Ein vísan er svona: Réttarstjórin-n röskur og glaður. Róm-mikill og nokkuð hátalaður. Um sig slær og utan sig lemur, upp hann kallar „reksturinn kemur“. S-jálfur hafði Gamalíel gaman af að vitna í þennan brag, auðvitað með græskulausu gamni. E-r þess ekki langt að minnast, að blaða- maður átti viðtal við hann á Hrafn- istu nú fyrir skemmstu, skömmu áður en ha-nn dó. í því blaðavið- tali er talað um hann sem kjarna- karl, það finnst mér nálgast spak- mæli, í það minnsta vel að orði komizt. Gamaíel var oft hrókur alls fagnaðar á góðra vina fund- um. Hann átti þann eiginleika að finna hvað við átti á hverjum stað. Þá sköpuðust oft gamanyrði og kátína í umhverfi hans þeg-ar hon- um tókst vel sem sjaldan brást. Oft var þá haft hátt og þótti víst flestum sem þekktu hann, að þar væri hinn rétti Gamalíel kominn. Ann-ars átti hann líka sína dular- heima og sín vandamál, sem óefað hafa markað sín -spor í sálgerð hans, en þeim erfiðleikum tókst honum jaf-nan að bægja burt að þrauthugsuðu máli. Min-nist ég þe-ss, að á köfl-um var hann all mjög langt niðri. Á slikum stund- um mun léttlyndi konu h-an-s oft hafa komið hon-um vel, hún hafði lag á því að gera -gott úr öllum hlutum, hvemig sem blés. Gamalíel Hjartarson fæddist á Uppsölum í Svarf-aðardal þann 20. 16 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.