Íslendingaþættir Tímans - 13.02.1970, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 13.02.1970, Blaðsíða 14
r Jafníramt vit5 ferðalög milli jands og Eyja, þar sem flestar lífsnauð- synjar voru fluttar þá leiðina, til niærliggjandi sveita. Ég trúi, að með Einari sé failinn síðasti sandaformaður Eyjafjaila. IÞótt lítið væri nú orðið byggt á bjargræði frá sjónum, þá var það þó Einar, sem síðastur mun hafa hrundið þar báti á flot til afla- fanga. Þrátt fyrir sjóblóð í æðum, þá íkallaði vorið alltaf á Einar heim til átthaganna. Hann kom alitaf með gleði og yndi heim til okkar. Aldrei hef ég þekkt skapbeiri og glaðværari mann en hann var ung- ur og hélt því enda alla tíð, nema þá á stærstu örlagastundum. Hann átti ríka líknarlund og þrá til að tojarga þeim, sem hjálpar þörfnuð ust. Ég held að það hafi lengi brugð- ið skugga á hug hans, að hann var háseti á Tryggva gamla, sem fyrstur kom á staðinn, þar sem Jón forseti strandaði og hann var ásamt nokkrum fleiri kominn í tojörgunarbát, hugðust þeir freista þess að ná til drukknandi og nauð- iíðandi manna, sem týndust í sjó- inn fyrir augum I' úrra. En þesaum fullhugum var skipað að hætta við áform sitt, þar sem sýnt þótti, að það yrði aðeins til þess að auka við hörmungarnar og manntjónið. (Þetta var sú eina vertíð, sem Ein- ar dvaldi fjarri Vestmannaeyjum). Einar var góður sonur og mikill gæfumaður að mínu viti. Hann átti sér samhenta og elskuríka konu. Eyja var hún að jafnaði kölluð, en hennar fulla nafn var Eyjólf- ína Guðrún Sveinsdóttir frá Feðg- um í Meðallandi. Þau eignuðust 6 efnileg börn, 4 drengi og 2 dætur. 5 þeirra eru gift, eða öll nema ! einn sonur, sem dvaldi heima með í föður sínum. Einar var bæði góð- í lyndur og góðgjarn, enda voru i tengdaböTn hans rétt eins og hans | eigin börn, góð og eftirlát í öllu, I er þau máttu honum veita, það | sama mátti segja um hann. i Hann átti orðið 11 toarnaböm og i höfðu þau, er til vits voru komin, | miklar mætur á afa sínum. í í raun og veru hafa börn Einars I aldrei að fullu horfið að heiman, r þar voru alltaf ræturnar og ljúft I þg iétt að hverfa heim, hvað sem í við lá. i Einar hafði gert örreytiskotið, i sem patobi tók miður nítt um alda- mót að öndvegisjörð. Pabbi hafði gert það, sem í hans valdi stóð, en hvað mátti mannshöndin áhalda lítil, móts við tækni og vélvæðingu síðustu áratuga? Til þess að sjá óðalinu vel borgið, kvaddi Einar og Eyjólfína sína yngri dóttur Guð- rúnu og mann hemnar, Jóhannes Árnason aftur heim til sín, með þrjú indæl börn. Guð- rún hafði raunar verið öll sumur lífsins heima í Moldnúpi og þar var Eyja Þóra elzta barn hennar fætt. Hún bar mafn afa síns og ömmu. Þóra var dregið af síðara nafni Einars, Sigurþór. Þessi unga stúlka, sem nú er 14 ára, var mikill ástvinur afa síns. Þau máttu vart hvort af öðru sjá. Þeim var báðum hesta- mennska í blóð borin og nutu þau mikils yndis er þau riðu saman um hérað á gæðingum sínum. Þetta allt var mikill raunaléttir fyrir Eimar, þegar hann aUtof fljótt og óvörum missti sína ágætu konu og þótt hann virtist aftur hafa tekið gleði sína að nokkru á þeim rúmlega tveimur árum, sem liðu milli dauða þeirra, því svo skammt lét dauðinn milli. stórra högga á heimilinu, þá held ég samt að honum hafi líkt og Bólu- Hjálmari blætt sár í hjarta, sem nú er að fullu gróið í gleðinni himnesku. Menn og málleysingjar mega sakna Einars, því að hamn gat ekki vitað neinn smælingja hrakinn í nánd við sig. Jafnvel mýsnar gátu leitað til hans um liðveizlu í bjarg- arleysi sínu og smæð. Hrafninn, sem alltaf verpti í Iandareigninni var aldavinur hans. Hann vappaði innan um féð og virtist gæta þess og gladdist meira að segja yfir fundnum sauð. Þann ig er það eins og Biblían segir, að á guðs heilaga fjalU muni ekkert hvað öðru skaða gera. Það sést að ef jafnvel meindýrum er sýnd miskunn og þjáning þeirra fyrir Hfsbaráttunni er Hnuð, þá verða þau ekki lengur tH meins. — Það sannaðist á Einari, að miUi manns og hests og hunds hangir leyni- þráður. AUir hans rakkar voru honum frábærlega tryggir og vildu allt fyrir hann á sig leggja. Eims átti þann víst oftast mjög góðan hest. Vinur hams var honum Ijúf- astur. IBlakkur sem var fljótur og fótviss gæðingur, bar hann að síð- ustu í dauðann. Á síðari árum lét Einar félags- mál sveitarinnar nofckuð til sín taka. Hann var í hreppsnefnd og gangnaforingi var hann um mörg ár. Hann hafði farið á hverju hau^ti í göngur frá Því hann var 14 ára og oft margar ferðir á hausti. Ég held að það muni hafa verið ein hans bezta skemmtan að mega rabba frjáls og óþvingaður við sína góðu vini og félaga í tærri og ósnortinni fjallaauðninni, því hann var lítt gefinn fyrir hé- góma-rall og hvers konar sýndar- mennsku og flottræfilsháttur var honum megn andstyggð. Það Hðu aðeins 3 dagar, frá því hann kom heim frá sinni hinztu fjallgöngu til banastundar. Hann hafði umsjórn með lestrar- félagi Ásólfsskálasóknar. Hefur það verið honum mjög þekkur starfi, því hann var mjög bók- hneigður og komst yfir að lesa ótrúlega margar bækur, því að hann var aUa tíma mjög svefn- léttur. — Nokkur síðustu árin var hann sóknarnefmdarformaður Ás- ólfsskálakirkju. Er mér óhætt að fuUyrða að þar átti kirkjan sér trúan fjárhaldsmann. Ég hafði aldrei orðið vör við ágengni I fari Einars bróður míns í öllu hans lífi. Hann var svo ósínkur og ör- látur, að ég sem í eðli mínu var mizk og smásálarleg, öfundaði hann oft af lundarfari sínu. En ég gat stundum ekki annað en brosað með sjálfri mér, hvað hann gat verið ýtinn og laginn að nálgast fjármuni hamda kirkjunni, jafnvel úr ólíklegustu stöðum. Okkur fannst öllum að Einar hyrfi allt of fljótt af vettvangi dagsins. Hann var ennþá svo full- ur af lífsorku og áhuga. Það er svo hljótt og tómlegt eftir hann. En það er drottinn sem eimn ræður hvenœr hann kveður sína hermenn heim af lífsins orrustu- velli. Þar kemur sá til, sem hvorki þarf að kveðja þing eða þjóðskör- unga til ráðs við sig. En þótt við ástvinir hans, sem enn stöndum eftir á ströndinni hér megin, þættumst ekki mega missa hann strax, þá hefði hann verið íús að segja með skáldinu: Ég hugrór dey og dómi kvíði ég ekki, því dómarann minn bezta vin ég þekki, Hans treysti ég tryggð. Blessuð sé minning trausts og heiðvirðs drengs! Anna. 14 fSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.