Íslendingaþættir Tímans - 13.02.1970, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 13.02.1970, Blaðsíða 13
Þórey yngri systur sína til fylgdar vi'ð sig, metJ þelm freistandi orð- um — Tóta, þú veizt ekki hvað ég ætla að fara að gera núna. — Og Tóta, sem ekki vildi látá ævin- týrið sér úr greipum ganga, hljóp orðalaust af stað til fylgdar við sinn dugandi bróður. Hún varð líka góða systirin, sem ekki gerði það endaslept með eftir fylgdina. Gegnum lífið fylgdi hún honum bæði í blíðu og stríðu og var þá jafnan næst, er neyðin var stærst. Síðast tók hún á móti hon- um liðnu líki, með þeirri stillingu og hugarró, sem þeim einum er gefin, sem trúir og treystir alvöld- um Drottni og veit sig hafa gert allt það, sem í mannlegu valdi stóð. Þótt æskusorg sé eins og mjöll á apríldegi, þá brá þó sárum skugga á ljúfa gleði okkar barn- anna, þegar okkar yndislega móð- ir Sigríður Þórðardóttir, sem fædd var meðal 16 systkina á Rauðafelli, en ólst upp hjá afa sínum og ömmu í Varmahlíð, lagðist á bana beð og var við hann fjötruð um tveggja ára skeið, þar til dauð- inn leysti hana frá þungum þraut um að síðustu. Hún hafði látið Einar bera nafn fósturbræðra sinna í Varmahlíð, Einars Tómas- sonar, sem dó ungur frá konu og börnum. En Sigurður bróðir hans kvæntist Þóru Torfadóttur ekkju hans og var síðara nafn Einars míns, Sigurþór, nafn þeirra Sig- urðar og Þóru. Vil ég ekki láta mér gleymast nafn þeirra sæmdar hjóna, sem sýndu okkur systkin- um trýggð til æviloka. Auðvitað vorum við systkinin ennþá of ung til þess að skilja til fullnustu hvílík raun móðurmissir inn var okkur, aðeins 9,8 og 6 ára og við nutum eftir sem áður góðr- ar umönnunar okkar kæru föður- ömmu og föðursystur. Okkur með vitandi biðum við ekki það auðnu tjón, sem börn annars geta beðið af slíku áfaili. Pabbi reyndi líka alltaf að reynast okkur, bæði sem ástríkur faðir og móðir. Mér er ó- hœtt að segja, að hann unni Ein- ari sínum af Innstu kröftum sálar sinnar. Hann var enginn flysjung- ur að eðlisfari og helgaði okkur börnum sínum og heimili krafta sína óskipta. Rétt eftir þessa dimmu skúr eignaðist föðursystir okkar dreng, sem varð okkur öllum til gleði sem litli bróðir, þar sem hann hafði efcki á annan föður að fealla, en móðurbróður sinn. Eigum við Tóta nú yngri bróður í Vest- mannaeyjum þar sem Sigurjón Vídalín Guðmundsson er. Við Moldnúpssystkinin vorum alin upp við eftirlæti og frelsi, miðað við það, sem þá tíðkaðist í harðréttinu við lífsbaráttuna. En við vorum líka alin upp við mikia sannleiksást og öbrigðult traust á Guðs almætti og hand- leiðslu, jafnframt því að níðast aldrei á þeim, sem voru minni máttar. Þar sem pabbí var oftast ein- yrki, eftir að við komumst á legg, þá kallaði lífið okkur ung til strits og starfa. Þá kom það sér vel að Einar var sterkur og duglegur. Hann var ekki gamall þegar hann fór að stunda sjóinn í Vestmanna- eyjum, sem í þá daga voru 1 meira nábýli við okkur Eyfellinga en nú á dögum allrar tækninnar og fram faranna, þótt undarlega kunni að hljóma. — Þá var ei til Steina- staða leiðin löng — stendur þar. Þá var ekki langt að líta yfir sund- ið, þvl þá var helzt ekki hugsað um krókaleiðir, heldur að öllum jafnaði farið beint, þótt oft reynd ist það nokkuð torsótt og oft var líka telft á tæpasta vað. En Eyjarn ar voru okkar Fjallamanna óska- og ævintýraland og þangað leituðu ungir menn og konur til fjár og frama. Einar var svo gæfusamur að lenda á völdum heimilum, þeg- ar hann lagði út í heiminn bæði ungur og óreyndur, þá voru góð heimili ennþá öruggt vígi andleg- ar og líkamlegrar menningar. Fyrst lenti hann hjá Helga Guð mundssyni í Steinum og Þórunni konu hans. Hann var víst aðeins 14 ára þeg- ar hann kom þangað fyrst. Þór- unn í Steinum var ein af þeim ágætustu konum, sem ég hef haft kynni af. Það var ekki einungis að hún reyndist Einari sem móðir, heldur lét hún einnig okkur syst- ur njóta gjafmildi og alúðar. Þá má nefna þau Staðafellshjón Ein- ar Runólfsson og Kristínu Trausta dóttur, reri Einar á þeirra vegum með Guðjóni Jónssyni á Heiðl, sem þá átti Kára Sölmundarson með Einari Runólfssynl. Guðjón var Fjallamaður að uppruna, dugmik- ill sjósóknari og fengsæll aflamað- ur. Þá ber að nefna þau ágætu Skuldarhjón, Sigurð Oddsson og Ingunni Jónasdóttur konu hajja, j þau reyndust ekki einungS íflhatí j órjúfandi tryggðarvínlr, heldur og j okkur öllum i Moldnúpsheimilinu, ; Síðustu vertíðirnar, sem Einar rerl i í Eyjum, var hann stýrimaður hji í þeim Skuldarþræðrum, hvorum ( fyrir sig, Ólafi og Oddi Sigurðs- j sonum. Ólafur er nú dáinn fyrir , aldur fram, en hér skai Oddi færð S hinzta kveðja frá góðum vini og i skipsfélaga. Á þessum tímum fengum við að lifa mörg unaðsleg og heilla drjúg var, þegar vertíðinni var lokið og guð gaf okkur Einar heil- í an heim, með feng af blessun í bú. En það var þvl miður meira en ) allir gátu sagt, því oft bárust sárar 1 og þungar helfregnir heim til j Fjallanna, og þar áttu margir um ; sárt að binda, eftir þá þungu ! skatta er Ægir krafðist í sinn j hlut. En Einar sótti þangað aðeins björg og blessun. Meira að segja , sótti hann þangað sína elskulegu j eiginkonu, sem var Meðallending j ur. ; Hann hefur vist kynnzt henni i hjá Bjarna Sveinssyni og Ragn- ! hildi Þórðardóttur frá Steinhóli. j En Bjarni var frá Melhóli í Meðallandi þar sem Eyja Einars fæddist. Það var líka með fádæm- um hvað Einar hélt upp á þessi sæmdarhjón, þótt hann að vísu dveldi um tíma á vegum þeirra til sjós. En það hafa svo margra vegamót legið um Vestmannaeyj- ar. Það var fyrst 1929, þegár Einar var búinn að vera í hjónabandi um eins árs skeið og hafði eign- azt sinn frumgetna son Guðjón, að hann um haustið dreif sig til Vest- mannaeyja og gekk þar í sjó-, mannaskóla, sém veitti réttindi til j formennsku á minniháttar fiski- ■ skipum, eða þeim skipum, sem þá voru uppistaðan í skipastóli Vest- mannaeyja. Hann hafði heppnina með sér og náði prófinu, þótt hann hefði ekki staðmikla undir- búningsmenntun. En hann var eðl- isgreindur maður og þar að auki hygginn og reyndur sjómaður. Atti enda formannsblóð í æðum frá báðum ættum. Frá þessu var hann formaður eða stýrimiaður í Eyjum, þau 14—15 ár, sem hann átti þá eftir að dveljast þar á vertíð. Einar kunni vel að sjó, bæði á rúmsævi og einnig við sandabrim- ið, sem hann hafði alltaf vanizt ÍSLENDINGAÞÆTTIR 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.