Íslendingaþættir Tímans - 12.06.1970, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 12.06.1970, Blaðsíða 1
ÍSLEITDIIirOAÞJBTTIB Timans 8. TÖLUBL. — 3. ÁRG. FÖSTUDAGUR 12. júnf 1970 NR. 40 ÞORBJÖRN BJÖRNSSON FRÁ GEITASKARÐI Fæddur 12.1.1886 Dáinn 14. 5. 1970. Saga íslendinga frá ofanverðri 19. öld og fram til okkar daga er saga kappsamlegrar framfara- soknar í öliurn efnum. Um margt á hún sér Miðstæðu í landnáms- öldinni, tíma mik'J’.a afreka og at- hafna, er hinar fyrstu torfæru brautir voru ruddar og grundvöll- ur var lagður að óháðu og lög- bundnu þjóðfólagi á íslandi. Þá eiga og þessi tvö framfaraskeið í sögu okkar það sammerkt, að átökin við ný og stór viðfangsefni lyftu einstaklingunum og fram- ta'k þeirra fékk notið sín til fulls. Á versta niðurlægingartímabili i sögu þjóðarinnar, þegar erlend áþján og ails kyns óáran þjakaði landsmenn öldum saman og haml- aði eðlilegri framráð þeirra til and legs þroska og iífvænlegrar af- komu, gafst sjaldan svigrúm fyrir áskapaða hæfileika þeirra og góð- ar gáfur. Þá var sem þjóðin væri ofurseld illum örlögum um aldur og ævi og ætti sér ekki viðreisnar von. Það var ekki fyrr en á öld- inni sem leið, að rofa tók fyrir nýjum degi, er frelsisöldur gengu yfir Norðurálfuina og^ ylgjan af þeim náði norður til íslands. Saga íslands á 19. öld hermir frá rýmk- un hins gamla ósjálfstæðis um stjórn og fjárforráð þjóðarinnar. Smám saman réttir hún úr kútn- um jafnskjótt og slakað er á fjötr- unum. Ný verkleg menntun og kunnátta hefur innreið sína I ís- lenzkt þjóðfélag og atvinnuvegir landsmanna taka miklum stakka- skiptum. Verzlunin verður innlend stóréflist með þilskipaútgerð og landbúnáðurinn tekur upp gjör- breyttar aðferðir í jarðrækt og öllum framleiðsluháttum. í hlut þeirrar kynslóðar, sem hófst til starfa um og eftir síðustu aldamót, féll mikil eldraun, sem krafðist skilyrðislausrar trúar á gögn og gæði landsins, bjartsýni á framtíð- ina og trausts á eigin getu og þrek. Á mótum hins gamla og nýja tíma, við mikil þáttaskl í sögu þjóðarinnar, er Þorbjörn Björns- son í þennan heim borinn og barn- fæddur að Heiði í Gönguskörðum norður í Skagafifði. Hann átti til mikils atorku- og gáfufólks að telja í báðar ættir, og voru foreldr ar hans Björn bóndi og hreppstjóri Jónsson og kona hans Þorbjörg Stefánsdóttir. Ólst Þorbjörn upp í stórum systkinahópi, fyrst að Heiði en síðar á Veðramóti í sömu sveit. Heimilisbraguiinn hjá íoí- eldrum Þorbjörns mun hafa verið framúrskarandi góður og var hin forna þjóðlega menning rnjÖg í hávegum höfð. Voru bömunum frá barnsaldri innrættar gamlar ís- lenzkar erfðavenjur, trúartraust, starfsgleði og nýtni-og bjó hann ætíð að þeim áhrifum síðar. Snemma bar á mikilli kappsemi og örri lund hjá drengnum, sam- fara mikilli viðkvæmni. Mun móð- ir Þorbjörns, sem hann var mjög elskur að, mest og bezt hafa kunn- að að hafa mildandi áhrif á hans viðkvæma geð. Á uppvaxtarárum Þorbjörns voru lifnaðarhættir fólfcs upp til sveita á íslandi ekki mjög frá- brugðnir því sem verið hafði mann fram að manni frá fyrstu tíð. Þrötlaust starf og strit myrkv- anna á milli og nægði oft ekki til fyrir brýnustu lífsþurftum. Þor- björn hafði hlotið í vöggugjöf fagra söngrödd, sem hann beitti óspart þegar sem barn, og var söngurinn honum óbein vörn og uppörvun, þegar í móti blés og sorgir sóttu að. Ungur missti hann móður sína og tregaði hann hana mjög. í kjölfar móðurmissisins komu svo alvarleg veikindi, 9em þjáðu Þorbjöm lengi og var tví- sýnt um, hvort hann næði aftur heilsu og 'kröftum. Lífsþróttur hans og viljafesta náði þó yfirhönd, en sjúkdómurinn vár eins og fal-. inn eldur og gat svo að segja á hverri stundu borið hann ofurliði. Um tvítugsaldur _ hleypti Þor- björn heimdraganum og dvaldist að miklu leyti, sjávarútvegurinn MINNINC

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.