Íslendingaþættir Tímans - 12.06.1970, Síða 21

Íslendingaþættir Tímans - 12.06.1970, Síða 21
ÁTTR/ÉÐ: Freygerður Benediktsdóttir, HÁAGERÐI Hinn 24. desem'ber síðastliðinn, var Freygerðuir Benediktsdóttir ■Háagerði í Eyjafirði, átt-ræð. Hún fæddist á Bakka í Fnjóska- dal árið 1889. Foreldrar hennar voru: Benedikt bóndi á Bafcka Jónatanssonar fræðimanns á Þórð- airstöðuim Þorláfcssonar og síðari kona hans Guðrún Jónsdóttir bómda í Sellandi Jóhannessonar. Freygerður óist upp á Bafcka hjá foreldrum sínum ásamt háif- systkinum sínium, af fyrra hjóna- bandi Benedikts. Árið 1920 yfirgefiur hún æsku- stöðvar sínar í Fnjóskadal, var þá móðir hennar dáiri fyrir nofckru, og flyzt með föður sínum öldruðum að Garðsá í Eyjafirði, og átti þar heknili næstu fjögur ár. Á þeim árum vairð faðir hennar blindur og lá rúmfastur nokkunn tíma áður en hann andaðist. Annaðist Frey- gerður hann með mestu umhyggju til hinztu stundar. Árið 1924 réðist Freygerður iráðsko.na til ungs manns er þá var að byirja búsfcap, Jóhanns Bene- diktssonar í Syðri-Tj arnarkoti á Staðarbyggð ætlaði hún að hafa föður sinn þangað með séi', en hann andaðist áður en til þessa vistaskipta kom. Árið eftir giftast þau Freygerð- ur og Jóhann, og fluttu í nýreist steinhús, eir byggt var á eyðibýli í landi Syðri-Tjarnakots, er kallað var Háagerði og þar bjuggu þau hjón allan sinn búskap. Efcki er hægt að segja að efni þessa hjóna væru mikil er þau hófu búskapinn í Háagerði en bæði voru atorkusöm og sjálfsbjargaf- viðleitni þeim rifculega í blóð bor- in, enda blómgaðist efnahagur þeirra, er frá leið, og máttu þau efnuð teljast hin síðari búskapar- ár sín. Snyrtimeninska og hirðu- semi bæði úti og inni fylgdi bú- skap þeirra svo orð var á gert, og fSLENDINGAÞÆTTIR farið var vel með áUan búpening, svo hann sýndi -góðan arð. Miklar umbætur voru gerðar á jörðiinni. Hús öll uppbyggð fyrix fólk og fénað. Nú blasa við veg- fiairendum myndarlegar bygigingar í fallegu víðlendu túni. Mann sinn missti Freygerður ár- ið 1966 eftir erfið veikindi, og reyndi þá mjög á þrek bennar eins og svo oft á lífsleiðinni. Þau hjón eignuðust fjögur börn, sem öll liafa mikið unnið heimil- inu og látið sér mjög annt um hag þeiss. Börnin eru: Benedikt bóndi Háa- gerði, María saumakona á Akur- eyri, Aðalsteinn vélsmiður á Akur- eyri og Guðrún sumakona og hús- móðir á Akureyri. Freygerður hefur átt miklu barnaláni að fagna', því systkinin eru öll vel að manni, vinsæl og prýðiega verklagin, eins og þau eiga kyn til. Það var efcki meinirtg mín að rekja hér æfisögu vinkonu minnar, heldur aðeins lítinn vott að þakka henni alla hennar tryggð við mig og heimili mitt. Árið 1932 filuttist ég í nágrenni við Freygerði öllum ókunnug og að ýmsu leyti við erfiðar aðstæður. í fyrstu f-annst mér hún dálítið lirjúf, en fljótt hvarf sú tilfinning, er ég sá hversu vel hún annaðist húsdýrin sín, hún umgekkst þau sem vini en ekki sem dauða hluti, eins og svo margir því miður gera. Og seinna átti ég eftir að kynnast kærleika hennar og umhyggju, því mér hefur hún alla tíð verið sem bezta móðir og sýnt það bæði i orði og verki, sem seint verður fullþakkað. Freygerður er f-ríð kona og myndarleg og vekur eftirtekt hvar sem hún kemur þótt ellin sé að sjálfsögðu farin að segja til sín. hún er stórbrotin kona tröll trygg og hinn mesti höfðingi 6g vill örugglega vera en ekki að sýnast, og enn stendur hún fyrir búi ásamt syni sínum, og stjómar af rnesta myndarskap, og gaman er að vera gestur hennar því gest- risni er henni í blóð borin, og vona ég að henni endist enn um sinn heilsa til að sinna húsmóðurstörf- um, því erfitt mun henni revnast að vera upp á aðra komin. Æsku- stöðvum sínum hefur Freygerður ávallt unnað. Og í seinni tíð, eftir að börn hennar eignuðust bíla, hef- ur hún oft heimsótt dalinn sinn. og notið þar blíðu sumarsins og bjarkarilmsins, og þeir dagar haf« örúgglega verið henni gleðigjafi. Hringasól er hlýjar mér, hlaðin gæða safni, góða eli gefi þór Guð, í Jesú jafni. G,B. 21

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.