Íslendingaþættir Tímans - 12.06.1970, Blaðsíða 23

Íslendingaþættir Tímans - 12.06.1970, Blaðsíða 23
75 ÁRA: BJARNI JÓNSSON KENNARI GRÓFARGERÐI Á VÖLLUM f Vallahreppi á Héraði er einn hinn veglegásti barnaskóli í land- inu, sameign fjö.gurra sveita. Stendur hann í hinu fegursta um- hverfi á Hallormsstað, og munu starfsskilyrði og aðbúnaður allur vera í bezta lagi og fylla kröfur hins nýja tíma. Þannig hefur far- kennslan horfið æ víðar með kost- um sínum og göílum. Sú þróun er öilu fólki kunnugri en frá þurfi að segja, en bréytingin er engum svo nákomið hagsefni sem kennur- unum. Örskammt að baki þessarar nýju myndar eru aðstæður þeirra, sem menntu og fræddu við hina fyrri starfshætti. Þrír gamalreynd- ir kennarar eru búsettir á Völlum og gefa sveitinni virðulegan svip og sögulegt mótvægi við þá nýju öld, sem runnin er með reisn Hall- ormsstaðaskólans. Tveir þeirra kenndu í hreppnum, Einar Jónsson á Höfða, sem nú er á 84. aldursári, svo ótrúlegt sem það virðist um þennan sístarfandi, lífselaða mann, og Guðlaug Sigurðardóttir á Út- nyrðingsstöðum, en hún er aðeins sjötug, og verður hvergi séð að hallist skörungsskapur hennar og minnilegur persónuleiki. — Hinn þriðji „gamli“ kennarinn á Völl- um er Bjarni Jónsson í Grófargerði. Hann varð 75 ára í fyrstu viku sumars og verður minnzt hér af því tilefni með nokkrum línum, þótt saga hans gefi vissulega tilefni til lengra máls. Bjarni er Vallamaður að upp- runa, en stöðvar feðra hans í nær- sveitum sem algengt er. Hann fæddist í Grófargerði 26. apríl 1895. Faðir hans var Jón bóndi 1 Grófargerði (d.1910) Guðmunds- son bónda á Borg í Skriðdal, Þórð- arsonar, og Þórunn (d.1949) Bjarnadóttir bónda á Freyshólum í Skógum, Bjarnasonar. Er Bjarna- nafniðs gróið langt fram í þeirri ætt. Þórunn í Grófargerði bar nafn langömmu sinnar, Þórunnar .,Hornafjarðarsólar“. Margt af skyldfólki Bjarna í föðurætt hvarf til Ameríku fyrir fSLENDINGAÞÆTTIR Otg um aldamótin. Má þar geta Vilhelmínu föðursystur hans, sem fluttist vestur með manni sínum, Magnúsi Þorsteinssyni frá Orms- stöðum, og 5 börnum, en þau Jón voru aðeins tvö alsystkin. Þrjú af fimm hálfsystkinum hans hurfu og vestur um haf, en kyrrir urðu heima: Vigfús bókbindari, sem kenndur er við Dvergastein á Reyð- arfirði, og Kristján útvegsbóndi á Skálum á Langanesi, seinast á Búð- um í Fáskrúðsfirði. Jón og Þórunn hófu búskap í Grófargerði 1885, en voru áður í Sandfelli. Börn þeirra urðu 8. Hið elzta, Guðmundur, og hið yngsta, sem einnig bar það nafn, dóu í æsku, en 6 komust upp. Ári eftir lát Jóns brá Þórunn búi og bjó Vigfús mágur hennar á jörðinni til 1919, en þá hóf Ásmundur, sem var elztur systkinanna, er lifðu (f.1882), búskap í Grófargerði. Stýrði Þórunm búi innan bæjar næstu árin, unz Helga Vilhelmína, sem er yngst systkinanna (f.1897) fluttist heim. Var það 1926, en síð- an hefur hún verið samfellt í Gróf- argerði, en sonur hennar.Alfreð Ey mundsson, tók við búi að öllu, er Ásmundur var andaður 1951. — Salný (f.1886—d.1962) giftist Kristni Eiríkssyni frá Refsmýri í Fellum. Bjuggu þau þar og víðar til 1949, er þau fluttust að Keld- hólum á Völlum. þar sem Kristinn býr enn með Jóni syni þeirra. Þess má geta, að barnabörn Jóns og Þór unnar eru aðeins fjögur. Alfreð og Jón, sem nú voru nefndir. og tveir aðrir synir Salnýiar. Gróa ff.lR89) og Snjólaug (f.1892) giftust ekki, né heldur Bjarni kennari. Gróa var skreðari og vann víða að saum- um. Hún dó heima í Grófarg°rði sumarið 1953 eftir þungbær veik- indi, Voru þau þá horfin þrjú af heimilinu, Þórunn, Ásmundur og hún, á svo skömmu bili. Annaðist Helga þau í banalegunni af "-"'killi alúð og þeim dugnaði, sem hlaut að verða henni ærin áraun, enda fór hún á spítala um sinn eftir þennan erfiða og dapurlega tima. — Snjólaug fór í Ketilsstaði ari eftir lát föður síns, og var bar vinnandi i 40 ár. Hún varð fyrir því mótlæti að missa sjónina, les- blind 1944, alblind frá 1950. og kom við svo búið heim og hefur dvalizt þar síðan með systur sinni og frænda, ljúf í bjartsýnum huga. Þannig liðu árin heima i Grófar- gerði og með fjölskyldu Bjarna. Leið hans lá burt frá bernskustöðv- unum til náms og starfs, og kom hann ekki heim alkominn íyrr en 1960, Haustið 1922 fór hann á Hvítár- bakkaskólann og var þar tvo vetur, en síðan hinn þriðja enn með skóla stjóranum, síra Eiríki Albertssyni, sem þá hélt skólann á heimili sínu á Hesti. Rómar Bjarni mjög ver- una með síra Eiríki og konu hans, frú Sigríði Björnsdóttur frá Mikla- bæ, en hann var og kaupamaður hjá þeim á þessum misserum. Næstu þrjú árin var hann við nám 23

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.