Íslendingaþættir Tímans - 26.08.1970, Síða 3

Íslendingaþættir Tímans - 26.08.1970, Síða 3
verið harðskeyttur og þykkjuþung ur, ef því var að skipta. Hann var ágætur og rökfastur ræðumaður, hafði frábært minni og gott vald á íslenzku máli. í málflutningi hans var oft mikill þungi og und- iralda mikilla skapsmuna. Ilann v.ar margreyndur maður og vitur, en bar eigi til'finningar sínar á torg. Hann var alla fíð starfsmað- ur mikffl. Hann var tvímælalaust frenMur sinna flokksmanna að mínum dómi. Dr. Bjarni Benediktsson var um deildur eins og aðrir stjórnmála- leiðtogar. Um slíka menn stendur oftast stormur og styr í lifanda lífi. Þeir njóta sjaldnast sannmæl is fyrr en síðar, er sagan Teggur dóm á verk þeirra, og er sá dóm- ur þó enganveginn alltaf óskeikull. Það liggur í hlutarins eðli, að stjórnmálaandstæðingar líta öðrum augum á ýmis stjórnmálastörf Bjarna Benediktssonar en skoð- anabræður hans. Þeir gagnrýna þau mörg, og verður þar sjálfsagt engin breyting á. En hvað sem öllum ágreiningi um stjórnmála- stefnur og dægurmál líður, munu allir á einu máli um það, að Bjarni Benediktsson hafi verið mikilhæfur stjórnmálaforingi. Hann var einn þeirra manna, er settu hvað mestan svip á þjóðlíf ið síðustu árin og hafði úrslita- áhrif á framvindu margra mála. Að honum er mikill sjónarsviptir. Alþingi verður svipminna án hans. Allir — jafnt stjórnmálaandstæð ingar sem samherjar — munu sakna þess að fá ekki framar að sjá hann eða heyra í sölum Al- þingis. Frú Sigríður Bjömsdóttir, for sætisráðherrafrú, var greind kona og mvndarleg, og var af öllum, er til þekktu talin ágætiskona og bezta húsfreyja. Hún var manni sínum traustur lífsförunautur og stoð í starfi. Hún stóð við hlið hans í erfiðri stöðu á hefðartindi, þar sem oft er næðingssamt. Hún þurfti oft að koma fram sem full- trúi lands og þjóðar bæði heima °g erlendis. Mun það allra dómur, að hún hafi ætíð komið bannig fram, að sómi var að, hvort held ur var innanlands eða utan. Hef ég heyrt ýmsa erlenda menn geta hennar með hlýju og virðingu. Hér var hún vel virt að verðleik- um. Þjóðin öll er harmi lostin vegna hins hörmulega slyss á Þingvöll um. En sárust er auðvitað sorg barna ráðherrahjónanna og annarra aðstandenda. Andspæn is henni eru öll orð fánýt. En ég veit, að þau finna, að til þeirra andar nú hlýju og samúð frá lands- mönnum öllum, hvar í flokki eða stétt, sem þeir standa. Ég sendi þeim einlægar samúðarkveðjur. Ég votta einnig foreldrum og að standendum Benedikts litla, sem nú fylgir afa sínum og ömmu um ókunna stigu, innilega samúð. 16. júlí 1970. Ólafur Jóhannesson. t Eftirfarandi minningarorð eftir Eystein Jónsson fyrrverandi for- mann Framsóknarflokksins, um forsætisráðherrahjónin og dóttur son þeirra, birtust í Morgunblað- inu á útfarardaginn: Fráfall þeirra Bjarna og Sigríð- ar og Benedikts litla dótturson- iar þeirra í eldsvoðanum á Þing völlum er ótrúl'egt reiðarslag, og einhver mesta harmsaga, sem gerzt hefur með þjóðinni. Slíkir atburðir valda þjóðarsorg, og við þessi tíðindi verður margt smátt, sem vex í augum endranær. Á þvílí'kum stundum sameinast all- ir í hryggðinni og láta sér m.a. skiljast, hve margt bindur saman fámenna þjóð, þótt æði margt beri á milli venjulega. í þrjá áratugi var Bjarni Bene diktsson einn þeirra manna, sem ég átti óvenju mikiT samskipti við bæði í stríði og friði, ef segja mætti svo. Við sátum níu ár saman í ríkis- stjórn og glímdum því oft sameig inlega við málefni landsins, raun ar bæði þá og endranær oft, þótt ekki værum við saman í stjórn. Miklu oftar áttumst við þó við sem pólitískir andstæðingar svo sem óþarft er að lýsa fyrir landsmönn um, og stundum sem oddvitar, hvor fyrir sínu liði. Við tókum nógu oft á sameigin- lega til þess að sannfæra mig um, að gott var að eiga Bjarna að sam herja. Að sama skapi var hann að- sópsmikill andstæðingur og fylg inn sér í bezta lagi, og ég tel hon um það hiklaust til sóma, enda er það, sem betur fer, lögmál stjórn- málanna að meta andstæðingum vasklega framgöngu til au'kinmar virðingar, eigi síður en samherjum. Líf stjórnmálamanna á íslandi, landi samsteypustjórnanna, er und arlegt sambland af samstarfi og stríði, og líklega m.a. vegna þess tengjast menn við þessi samskipti, svo ólík og fjölbreytileg sem þau eru oft á tíðum, sérkennilegum böndum, sem erfitt er að skil- greina og lýsa. Menn læra að þekkja og meta hver annan og það mannle,ga verð- ur sterkur þáttur í baráttunni. Eitthvað á slíka lund mótaðist við horf mitt til Bjarna Banediktsson- ar, og ég tel mig mega segia svip að um hann. Ég minnist margra góðra stunda, því við áttum mörg sameiginleg áhugaefni önnur en þjóðmálin, og tíminn notaðist vel í samræðum við Bjarna Benedilíts son, því auðvelt var að ganga beint að efninu. Bjarni Benediktsson var mikil- hæfur leiðtogi og öruggur til stór ræðanna. Er mikill skaði að slík um manni og vandfyllt það skarð, sem verður við fráfall hans. Frú Sigríður var glæsileg mynd arkona. Duldist það engum, sem henni kynntist, að hún var bæði dugmikil og kjarkgóð og fyllti með skörungsskap rúm sitt við hlið baráttumannsins. Ég tel mig mega segja, að við Sigríður vorum góðir kunninigjar, þótt sumum 'kunni að þykja slíkt með ólíkindum, þar sem við Bjarni háðum áratuga langa baráttu, hvor í sínu liði og sparaði sig hvorug- ur, að ég tel. En einmitt þetta taldi ég öruggastan vitnisburð um frábæra skapgerð og myndarskap frú Sigríðar, og framkoma hennar styrkti mig jafnan í þeirri trú, að manndómsfólki á að vera kleift að. fylgja fast fram málstað sínum, án þess að glata því mannlega í skipt um sínum o,g umgengni við þá, sem eru á annarri skoðun, þótt í þýfiingarmestu málum sé. Öll þjóðin á um sárt að binda, þegar þvílíkir atburðir gerast, sem nú hafa orðið. Sárastur harmur er þó kveðinn að börnum þeirra hjóna og aðstandendum þeirra og litla drengsins, sem með þeim fórst. Innilegar samúðarkveðjur mínar og minna sendi ég þeim, sem svo sárt eru leikin. Mér er 'ljóst, að óg get ekkert sagt, sem léttir sorgina, nema ef vera skyldi það, að öll þjóðin syrgir með þeim. Eysteinn Jónsson. fSLENDINGAÞÆTTIR 3 .j

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.