Íslendingaþættir Tímans - 26.08.1970, Síða 10

Íslendingaþættir Tímans - 26.08.1970, Síða 10
MINNING Jón Marteinsson frá Fossi Fæddur 26. september 1879. Dáinn 25. júní 1970. Þreytta merkir hár og hár hvítt, er líður vorið. Sljófgar augað tár og tár. Tæmist æskuþorið. Allir hljóta sár og sár, svo að þyngir sporið. Leggst við baggann ár og ár, unz menn fá ei borið. Ö.A. Þessi rímsnjalla æviferilslýsing um háaldraðan og lífsþreytlan mann, kom mér í hug, er mér barst andlátsfregn vinar míns og gamals nágranna, Jóns Marteinsson ar, bónda frá Fossi í Hrútafirði. Hún birtir mér eins og i skugg- sjá ævibraut atorkumanns og ágæts drengs, sem nú hefur lokið lífsskeiði sínu, eftir fulla níu ára- tugi, þar sem markviss vilji og mikið þrek átti löngum við lítt yf- irstíganlega erfiðleika við að stríða. En hvorttveggja var, að Jón Marteinsson var bæði andlega og líkamlega óvenjulega vel búinn til lífsbaráttunnar, enda sætti furðu hversu vel hann hélt lífs- gleði sinni og bjartsýni til æviloka. Jón fæddist á Reykjum við Hrútafjörð 26. september 1879. Foreldrar hans voru Marteinn Jónsson, er síðar fór til Ameríku og lifði þar langa ævi, og Anna Jóhannesdóttir ættuð frá Litlu- Ár vík í Strandasýslu. Jón ólst upp hjá Sigriði önunu sinni og Pétri Sigurðssyni manni hennar í Óspakistaðaseii og síðar á Fossi. Munu þau hafa reynzt honum sem beztu foreldrar Varð hann og snemma þrekmikill og ötull til allra starfa. Eftir að hann komst til fullor'ð- insára gerðist hann vinnumaður um sinn, svo sem þá var títt um unga menn, einkum ef þeir voru frá efnalitlum smábýlum. Eftir það var hann um nokkur a? lausamaður, var þá um skeið \i sr. Páli Ólafssyni prófasti í \ hi'firði við ísaf jörð. Hinn 2. nóvember 1909 kvænt- ist Jón Sigríði Björnsdóttur frá Óspaksstöðum, hinni ágætustu konu. Greind hennar og glaðlyndi varð jafnan hennar sterkasta vörn gegn vanheilsu hennar af völdum berkla, sem þá herjuðu svo mjög um margar sveitir. Á þeim árum var ekki um neina opinbera aðstoð ríkisins við fjöi- skylduframfærslu að ræða svo sem nú tíðkast. — Og þar sem af- urðir lítils bús hrukku skammt, einkum þegar sjúkrakostnaður bættist við framfærslu á stóru heimili varð það fangaráð Jóns eft ir að börnin fóru að komast á legg að fara frá heimili sínu til vertíðarvinnu á Suðurnesjum, og fela drengjum sínum, þótt ungir væru að annast gegningar búpen- ings undir umsjón móður þeirra — en það var henni mikill styrkur, hvort sem hún var heima eða heim an, að vita hversu börnin voru sam hent og samhuga um framgang hinna daglegu starfa heimiUsins, en án þess hefði þeim ekki tekizt þetta merkilega hlutverk sitl. Má furðu gegna, að þetfa skyldi tak- ast svo vel sem raun varð á, þótt þess beri að geta að vera kann að nokkurs stuðnings hafi þau not’ð frá hinum ábúanda jarðarinnar. Því þarna var þá um alt.anga hríð tvíbýli á jorðinui. Það má hins vegar öllum vera ljóst, sem það vilja íhuga, að ekki hafa það verið létt spor fyrir Jón að hverfa þannig frá heimili sinu ár eftir ár til langdvalar I fjar- lægu héraði, og vita heima af van- heilli konu sinnar og óþroskuðum unglingum og börnum hvað sem fyrir kynni að koma. — Slikar að- stæður gefa nægt tilefni til ótal andvökustunda. Það sem gerði gæfumuninn var, að Jóni var létt um að varpa frá sér hversdagserfiðleika áhygg.j- um og gleðjast með glöðum. Mun þessi eðlisþáttur í skapgerð hans hafa létt honum lífsbyrðina fram- ar öllum vonum. Þau Sigríður og Jón bjuggu á Fossi um 30 ára skeið, en brugðu þá búi og flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Jón átti þó erfitt með að slíta öll tengsli við hérað sitt og heima- stöðvar, mun það miklu hafa vald ið um. að hann réðist um mörg ár eða þar til hann var um áttrætt, Miðvörður við sauðaveikivarnar girðinguna á Holtavörðuheiði. Leysti hann það starf af hendi, sem önnur, er honum voru falin, með hinni mestu prýði. Jón var bókhneigður maður og skrifaði prýðilega rithönd. Hann hafði og allmikla hneigð til fræði- iðkana, en til þess var litt tími né tækifæri, þó samdi hann á efri ár- um ekki ómerkar ritgerðir, svo sem um fyrstu byggð á Borðeyri, Endurminningar Svanlaugar Árna dóttur og smáþætti frá æskuámm. Þetta hefur birzt í Heima er bezt og sunnudagsblaði Tímans. Jón hafði gaman af Ijóðagerð enda hagmæltur. Tók hann þátt í félagsskap hagyrðinga eftir að hann fluttist hingað til Reykja- víkur og var honum það hin mesta skemmtun. Jón var alla tið hugfanginn af 10 jSLENDINGAÞÆTííR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.