Íslendingaþættir Tímans - 26.08.1970, Síða 14

Íslendingaþættir Tímans - 26.08.1970, Síða 14
fcæki efcki svo fullkomin, sem nú tíökast. Munu því togaramenn hafa þurft að standast marga þrekraun til að sigla skipi sínu heilu í höfn. Elís var ednn í hópi fimm systkina og er samheldni þessarar ágætu fjölskyldu á orði höfð, af þeim sem bezt til þekkja. Foreldrar frú Helgu eru þau hjónin Sigurður' Þórðarson verk- stjóri og frú Sesselja Víglundsdótt ir frá Höfða. Dvaldi Helga lang- dvölum, sem sannur aufúsugestur hjá afa sínum og ömmu, meðan hún enn var á bernskuskeiði. Síð- ar, eftir að þau Elís giftust, var hann henni samhuga um að hlúa að þessum bernskuslóðum konu sinnar, eg sýndi við þau tækifæri, sem endranær góðvild og hlýjan hug. Þau Helga og Elis áttu einn son, Árna á fermingaraldri. Er nú djúp ur harmur að honum kveðinn, þung byrði lögð á ungar herðar, enda var sérlega innilegt samband miUi þeirra feðganna, mótað af umhyggju og gagnkvæmu trausti. — Engu að síður veit ég, að hann er gerður af svo traustum efniviði, skapgerð hans svo þroskuð, að ég trúi því stað'ast’-ga, að hinn ungi sveinm muni valda þessarri ólýsan- legu þungu byrði, sem hann fær nú ekki undan vifcið. Og ég veit, að allir þeir, er gjörst þekkja til, taka undir þessi orð mín. Megi góð forsjón láta þetta hugboð rætast. Frú Helga var manni sínum styrk stoð við starfrækslu verzlun- ' arinnar, enda vann hún þar af ósérhlífni og atorku, hvenær sem hTé varð frá heimilisstörfum. Átti hún því ekki svo lítinn hlut að því, að verzlun þeirra hjóna, Matarbúð- ýixi við Austurgötu í Hafnarfirði, efldist með öruggum hætti ár frá ári. Og nú er Elís Ámason kvadd- ur hinztu kveðju. Lífi hans varð i efeki bjargað, þótt allt væri gert, | sem í mannlegu valdi stóð til ’ hjálpar. í því líknarstarfi var dr. . Árni Björnsson í fararbroddi en : margir aðrir læknar og hjúkrunar ! fóTk kom þar við sögu. Öllum þess- i um aðilum vill eiginfeoma, sonur- ; inn, ættingjar og vinir liins látna onanns, þakka af h'lýjum og heil- ' um huga. , En við skuliim efcki eingöngu né lengur dveljast við sorg og hryggi- lega atburði, en minnast um fram allt hins að „ljós er þar yfir, sem látinn hvílir“. 14 Sorgin verður einhvern tíma á ævinni gestuir okkar flestra en ofckur hefur verið gefið fyrir- heit um „Huggun harmi gegn“. Og einmitt það fyrirheit er öllu öðru mikilvægara. Með þau óhagganlegu sannindi í huga, er nú Elís Árnason kvaddur. Magnús Víglundsson. f „Nú sefur jörðin sumargræn. Nú sér hún rætast hverja bæn og dregur andann djúpt og rótt um draumabláa júlínótt". Það var einmitt slíka júlínótt, sem skáldið lýsir svo fagurlega, sem slysið varð er leiddi til and- láts ETísar Árnasonar kaupmanns og matreiðslumanns, sem þessar fáu línur eru helgaðar, en hann lézt í Landsspítalanum 29. júlí s.l. Okkur finnst það óvægið af „sláttumanninum mikla“, að vera á ferð á slíkum stundum og vega að ungum og dugmifcium manni. En alfaðir ræður og hans ráðum munum við öll hlíta. Elís Árnason fæddist 2. septem- ber 1932. Sonur hjónanna Árna Elís sonar og Guðlaugar Ólafsdóttur í HafnarfÍTði. Ólst hann upp í for- eldrahúsum, og þótti fljótt dugmik iH og mannsefni gott, enda reynd- ist svo. Fór hann ungur til sjós, en ákvað fljótlega að gerast mat- reiðslumaður og lærði þá iðn í Hótel Borg. Elís var sérstaklega framtakssamur og sjálfstæður í hugsun og athöfn. Því kom hann fljótt á stofn eigin atvinnurekstri, með því að kaupa ásamt öðrum manni verzlun í Hafnarfirði, Mat- arbúðina við Austurgötu. Síðar eignaðist hann fyrirtækið einn, og rak það ásamt sinni dugmikiu konu af miklum myndarbrag. Hinn 5. júní 1954 kvæntist EIís mikilli dugnaðar- og ágætiskonu Helgu Sigurðardóttur. Eignuð- ust þau einn dreng Árna, sem nú er 15 ára. Ella, eins og við félagar hans kölluðum hann jafnan, kynntist ég fyrir rúmum tólf árum síðan, er hann gefek ^ í félagið Akóges í Tteykjavík. í því félagi var hann jafnan í fylkingarbrjósti og þar mun hans sárt saknað. Áhugi hans og dugnaður fyrir velgegni þessa 'félags var satt að segja ótrúlegur, enda árangur af störfum hans og félagshyggju eftir því góðar. Ég minnist sérstaklega á þátt hans í að koma upp félagsheimili Akóges o.fl. að Brautarholti 6. Hlutur hans í því máli var stór, bæði hvað snerti vinnu og ýmsa félagslega ifyrirgreiðsTu, enda einróma kjör- inn til að veita því forstöðu. Efcki gat ég skilið við störf hans fyrir Akóges, án þess að minnast og þakka allan þann góða mat er hann lét ofckur í té, fyrir lítið fé en oft mifcla fyrirhöfn. Þetta eru aðeins fá atriði úr lífi Elísar Árnasonar, en engan vegjn tæmaindi lýsing á lífsferli hans. Ég veit, að svo veT sem hann reynd- ist okkur félögum og vinum, þá munu nánustu ættingjar mest og bezt hafa notið dugnaðaæ hans og góðsemi. Og því er okkur nú öll- um að leiðarlokum er hann þekkt- um og áttum því láni að fagna að eiga samleið með honum, efst í huga þakklæti til hans, um leið og honum er beðið blessunar á nýj- um leiðum. Eiginkonu hans, syni, öldruðum foreldrum og tengdaforeldrum, systkinum og öðrum aðstandend- um flyt ég innilegar samúðarkveðj ur. Blessuð sé minning Elísar Árna- sonar. Teitur Jensson. ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.