Íslendingaþættir Tímans - 26.08.1970, Qupperneq 19
SJÖTUG:
SIGRÍÐUR JÚNSDdrm
verðir kynnu aS stöðva þetta
fyrirtæki þó ekki væru bíl-
ar notaðir. Egill fann þó upp ráð
við slíku ef til þyrfti að taka. Svo
stóð á, að koma þurfti skjótlega
til Reykjavíkur skuldabréfum til
greiðslu eða tryggingar láni, sem
Vatnsveita Selfoss hafði fengið í
lánastofnun þar. Samdi Egill nú
við póstmeistarann á Selfossi Guð-
mundu Ólafsdóttur, að Geir yrði
gerður út sem landpóstur með
skuldabréfin í pósttösku og látinn
bera skjaldarmerki ríkisins sem
tákn um stöðu síina, en enginn
mátti eða gat leyft sér að stöðva
slíkan embættismann. Var nú
skjaldarmerkið saumað innan í
jakka Geirs og síðan hélt hann
ásamt félaga sínum í ferðina með
10 sleða hlaðna mjólk. Allt gekk
vel yfir Hellisheiði, en í Hveradala
brekkunni komu til móts við sleða
lestina 10 verkfallsverðir og gengu
allir við hakasköpt. Var þana liðs-
munur mikill og vopna ef til átaka
hefði komið, en svo varð ekki því
göngumenn höfðu ekki fyrirmæli
um að stöðva önnur farartæki en
bíla svo þeir létu Geir og þá fé-
laga fara ferða sinna í friði. Þurfti
Geir ekki einu sinni að sýna skjald
armerkið.
Þegar til Reykjavíkur kom voru
viðtökur húsmæðra slíkar, að þær
flykktust út á götur með sjóðheitt
kaffi þar sem sleðalestin fór um
til að hressa hina langþreyttu ferða
menn og vildu með því sýna þeim
þakklæti sitt fyrir að þeir voru að
flytja mjólk til borgarinnar, en
mjólkurskortur var þá orðinn
vegna verkfallsins. Frá þessu er
sagt hér til fróðleiks því um er
að ræða smá þátt í atvinnusögu
sunnlenz'kra bænda fyrir 35 árum,
en um leið sýnir þessi frásaga það
traust sem Geir bóndi naut njá
þeim sem þurftu að velja mann
til að stjórna áhættusömum flutn-
ingum á heiðum uppi um hávetur,
en slíkt starf var ekki heiglum
hent.
Hvar sem Geir fer fylgir honum
hressilegur blær. Hann bregður á
glens við menn, því dauðilia er
honum við drunga og mollu. Þá
tekur hann oft lagið og kveður
vísur sem honum þykja þess virði
að kveðnar séu.
Geir hefur verið svo gæfusam-
Ur, að vera eiginlega áltaf að
hiakka tiT. Þegar hann var kom-
inn í verið þá fór hann að hlakka
til vorsins, að koma heim, sjá gras
íslendingaþættir
Hinn 30. júlí s.l. varð sjötug Sig-
ríður Jónsdóttir frá Melbreið í
Fljótum ekkja Hannesar Hannes-
sonar kennara og fræðimanns sem
um langt skeið var kennari í Holts
hreppi við frábærar vinsældir, en
hann lézt í júlí 1963. Síðan hefur
Sigríður átt heimili ýmist hjá Val-
þerg syni sínum, sem fyrst eftir
fráfall Hannesar bjó á Melbreið,
en þegar hann flutti að Nýrækt
og tók við skólastjórastarfi við
skólann á Ketilási flutti Sigríður
suður til Reykjavíkur og dvaldist
þar til skiptis hjá börnum sínum,
þar til hún aftur fluttist norður
fyrir um það bil þremur árum
og átti þar heima síðan. Traust
eru þau bönd sem binda Sigríði
Fljótum, enda hefur hugurinn
ávallt verið þar, þó hún hafi dval-
ið annars staðar.
Sigríður fæddist á Melbreið,
ið gróa, lömbin fæðast, að lifa ljós
ar nætur og langa bjarta daga, og
hanm hlakkaði til heyskaparins.
Það var honum yndi að slá, sæta,
binda og reiða heim. Sjá heybands
lestina — 10 hesta undir grænum
böggum. Gg svo kom haustið. Þá
fór Geir á fjallið að smala. Það
hefur líklega verið meðal hans
beztu stunda. Hann naut þess, áð
teiga að sér ferskt fjallaloftið,
njóta kyrrðarinnar, heyra hvíslið í
litlum læk eða lind, sjá fannhvítar
fjárbreiður renna og liðast eftir
grundum og hlíðum, heyra jarm-
inn, hestana hneggja, hundana
gelta og smalana hóa. Taka svo
þátt í söng og gleði þegar komið
var í tjaldstað. Svo kom veturinn,
þá var gaman að ganga í fjárhús-
in. Gefa á garðann og horfa á
skepnurnar, sem allar voru vinir
bóndans og v-eittu honum og fólki
hans lífsbjörgina. Þá hefur Geir
notið mikils yndis af því að leggja
beizli við gæðing, stíga á bak og
„finna fjörtök stinn“.
Geir hefur verið athafnamaður í
búskiap. Hainn hefur breytt smá-
býli í höfuðból. Hann var meðal
fyrstu bænda í sinni sveit til að
byggja vandað íbúðarhús úr stein-
aldamótaárið. Foreldrar hennar
voru: Jón Guðvarðsson og Aðal-
björg Jónsdóttir. Hún ólst þar
upp, en 18. júní 1922 verða þátta-
skil í lífi Sigríðar, er hún gengur
að eiga Hannes Hannesson. Þau
byrja bús'kap á Melbreið og eiga
þar heimili síðan eða bar til Hann-
es deyr, sem eru eftir því sem
mér telst til 43 ár og mmum mán-
uði betur.
Lífsstarf Sigríðar og Hannesar
er mikið. Þeim hjónum varð 8
barna auðið, sem öll eru á lífi enn.
Þau eru: Valberg, kvæntur Ásu
Magnúsdóttur, Aðalheiður, gift
Stefáni Jónassyni, Pálína, gift
Kristni Sigurgeirssyni, Guðfinna,
gift Sigurði Sófaníassyni, Sigur-
lina, gift Úlfari Þorsteinssvni, Erla
og Snorri, Haukur. kvæntur Eddu
Sigurðardóttur. Barnabörnin eru
orðin 22 og barnabarnabörnin 3,
steypu. Þegar íslendingar héldu
upp á þúsund ára afmæli Alþingis
á Þingvöllum árið 1930, þá var
Geir að hamast við að hræra stein
steypu með skóflu í hönd og
byggja húsið sitt. Síðan hafa öll
önnur hús verið byggð í Hallanda
og mikið ræktað.
Nú hafa þau hjón Margrét og
Geir minnkað við sig, því Óskar
sonur þeirra og Sigríður kona
hans eru búin að stofna heimili í
Hallanda. Ný kynslóð er að taka
við. Gömlu hjónin hafa þó talsvert
af skepnum enn til að hugsa um.
Oft er gestkvæmt. Fjölskyldan er
tengd traustum tryggðarböndum
og oft leita afkomendurnir á
heimaslóðir til fundar við foreldra,
afa og örnmu og er tekið opnum
örmum. Þá er gott að eiga enn
björg í búi, því öHum er veittur
góður beini skyldum og vandalaus
um og íslenzk gestrisni í heiðri
höfð ásamt öðrum fornum dyggð-
um.
Það er mín afmælisósk til Geirs
bónda í Hallanda, að hann haldi
áfram að hlakka til og að þau hjón
bæði megí sem lengst lifa og halda
.‘vtarfskröftum.
Ágúst Þorvaldsson.
19