Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 26.08.1970, Qupperneq 27

Íslendingaþættir Tímans - 26.08.1970, Qupperneq 27
1. bindi, bls. 282, er Jóni á Hlemmi skeiði svo lýst af kunnugum: „Hann gekk undir nafninu Jón smiður, enda vax hann ágætur smiður, bæði á tré og jám. Hann var fremur lágur vexti, en mjög ■þrekinn. Mátti með sanni segja um hann, að flest lægi opið fyrir hon- um til munns og handa. Á síðustu æviárum sínum stundaði hann bók band og fórst það vel úr hendi. Hann var brautryðjandi að stofn- un Sparisjóðs Skeiðahrepps og stjórnaði honum með aðgætni og hyggindum, svo að sjóðurinn tap- aði ekki eyri, var það þrekvírki á þeim krepputímum, sem yfir dundu og kollvörpuðu sparisjóð- um í ÁmessýsTu. Hann var ágæt- ur reikningsmaður, en lítt hneigð- ur fyrir búskap". Þau Jón og kona hans eignuðust átta börn, og var Vilborg hið þriðja í röðinni. Strax í æsku kom i ljós, að Vil- borg Jónsdóttk mundi vera bæði vel gefin og tápmikil. Á fyrsta tug aldarinnar var ekki auðvelt fyrir fátækar sveitasfcúlkur að afla sér menntunar. Hún setti sér það markmið í æsku að afla sér meiri menntunar en þá tíðkaðist. Faðir hennar hafði enga heitari ósk átt, er hann var unglingur, en að kom ast í skóla, en sakir fátæktar átti hann þess ekki kost, en hann las allt, sem hann gat náð í af bókum, og varð vel að sér í mörgu. Sér- staklega var því við brugðið, hvað hann var góður reikningsmaður. Meðal annars lærði hann landmæl ingar með lítils háttar tilsögn og smíðaði sér sjálfur tæki, sem hann hallamældi með land með góðum árangri. Með því að greiða fyrir því, að Vilborg kæmist í skóla, sá Jón draum æsku sinnar um frek- ari menntun að nokkru rætast. Vilborg stundaði nám í skólan- um á Hvítárbakka 1907—1909, I Kvennaskólanum í Reykjavík 1909 —-1910 og var svo á kennaranám- skeiði um sumarið. Að námi loknu stundaði hún harnakennslu i Skeiðahreppi í ttokkur ár. Þann 28. júní 1914 giftist Vil- horg Þorgeiri Þorsteinssyni frá Keykjum. Tóku þau við búi á Hlemmiskeiði þá um vorið. Þor- geir var þriðji maður frá hinum ■frerku hjónum, Guðrúnu Kolbeins dóttur, Þorsteinssonar, sá’rna- skálds í Miðdal, og Eirik' Vigfús- syni, hreppstjóra á Reykjum. ÍSLENDINGAÞÆTTIR Heimili þeirra varð brátt eitt mesta myndar- og menningarheim ili sveitarinnar, og bar margt til. Þau höfðu bæði gl'æsilega fram- komu og voru gestrisin og félags- lynd. Jörðin var ekki stór, en þeg- ar áveitan kom, gerbreyttist þar aðstaða til búskapar, og möguleik- ar sköpuðust til þess að reka stór bú. Þorgeir varð einn af atkvæða- mestu bændum í hreppnum. Hann var fríður maður og vel vaxinn, bjartur yfirlitum og drengilegur og gneistaði af honum fjör og lífs- orka, aðlaðandi í framkomu, fljót- ur að setja sig inn í mál og hafði hvers manns traust. Öll störf Téku í höndum hans. Þorgeir var smið- ur ágætur og stundaði þær alltaf nokkuð jafnframt búskapnum. Vilborg og Þorgeir voru meðal stofnenda Ih.gmennafe .gs Skeið ananna vo’á*' 1908. Þ>rgeir var gjaldkeri félagtins fyrstu tíu árin, og Vilborg var ritari í jafnlangan tíma. Á öðru starfsári hóf féiagið út- gáfu handskrifaðs blaðs, sem le>ið var upp á fundum féTagsins. Vil- borg var fyrsti ritstjóri þessa blaðs og var það samfleytt í tíu ár. Blað ið er allt til ennþá og er hin merk asta heimild um þá menningar- starfsemi, sem félagið vann á fyrstu starfsárum sínum. Frágangur blaðsins hjá Vil- borgu var hinn ágætasti. Þau hjónin tóku virkan þátt í almennum málum sveitarinnar af miklum áhuga. Þorgeir var lengi í hreppsnefnd, og að Jóni tengda föður sínum látnum tók hann við sparisjóðnum og sá um rekstur hans til dauðadags. Þorgeiri var sýnt um reikningshald og skrifaði svo fagra rithönd, að af bar. Á kreppuárunum sótti margur til hans ráð og ýmiss konar fyrir- greiðslu í fjármálum. Það fór ekki fram hjá neinum, sem til þekkti, að hjónaband þeirra Vilborgar og Þorgeirs var óvenju gott. Þau áttu bæði huosiónir til að lifa fyrir. þau trúðu og treystu á efnahags- og menn»u.CTarIegar framfarir í sveitum landsins, og þau létu ekkert tækifæn ónotað til þess að vinna f.yrir hugsjónir sínar. Þau höfðu bæði mótazt í „félagsmálaskóla“ hinna fyrstu ungmennafélaga, og þar höfðu-þau unnið mikið og gott starf. Þau eignuðust átta börn, sem öll náðu fullorðinsaldri. Auk þess áttu þau eina fórsturdóttir. er lézt rúmlega tvítug að aldri Rósa, dótt ir þeirra, lézt tuttugu og átta ára gömul. Var hún húsmæ^rakennari að menntun, gift Karli (luðmunds syni, verkfræðingi frá Lapgar- vatni. Hin börnin eru: Unnur kenn ari, gift Sigurði Eyjólfssvni, fyrrv. skóTastjóra á Selfossi. Hörður, byggingameistari í Reykjavík, giftur Unni Guðmundsdóttur, Þór ir. íþróttakennari á Laugarvatni, giftur Ester M. Kristinsdóttur, íþróttakennara. Tngj kennari, var gift Ingólfi Guðbrandssyni, söngstjóra. Jón rafvirkjameistari í Reykjavík, giftur Kristinu Ólafs dóttur. Þorgerður kennari, gift Gísla Magnússyni pianóleikara. Vilborg kennari, gift F’nari Sverr- issyni viðskiptafræðingi. Búskapur Þorgeirs og Vilborgar var með miklum myndarbrag, og var bú þeirra eitt arðsamasta bú sveitarinnar. Þar var sífeTldur gestagangur, enda var heimilið aðlaðandi, og þeim hjónum báðum eiginlegt að blanda geði við fólk. Mann sinn missti ViTborg árið 1943. Eftir það bjó hún i tvö ár á Hlemmiskeiði með aðstoð barna sinna, en fluttist þá til Reykiavik- ur og hélt þar sjálfstætt heimili til dauðadags. Seinustu árin bjó hún í sama húsi og Vilborg dóttir hennar. Með Vilborgu Jónsdóttur, fyrr- um húsfreyju á Hlemmiskeiði, er gengin stórbrotin gáfu- og dugn- aðarkona. Hún var orðin öldruð og hafði öðlazt mikla lífsreynsTu á langri vegferð. Til hins síðasta lét hún sig mál samtfðarinnar miklu varða. Á síðustu árum var 27

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.