Íslendingaþættir Tímans - 26.08.1970, Side 31
HJALTI BENONYSSON
Af þessari ástæðu brugðu þau bú-
skap í Garði vorið 1925 og fluttu
til Húsavíkur. Frá Húsavík flutt-
ust hjónin með yngri son sinn um
haustið eftir til Vífilsstaða, en þar
var þá ráðskona systir Kára, Fjóla,
er síðar giftist Daníel Fjeldsteð
lækni. Á Vífilsstöðum fékk Kári
nokkutrn bata. Eftir tveggja ára
dvöl á Vífiisstöðum flytja þau Sig-
rún og Kári með börn sín þrjú,
Kristjönu, Árna og Stefán til Seyð-
isfjarðar. Gerðist Sigrún þar ráðs-
kona sjúkrahússins og gegndi því
starfi um skeið.
Árið 1943 fluttist Sigrún ásamt
börnum sínum til Reykjavíkur. í
Kópavogi hefur hún búið nokkuð
á annan tug ára með börnum sín-
um. En þau eru: Kristjana Kára-
dóttir, gift Hauki Davíðssyni lög-
manni, Stefán kvæntur Sigríði
Magnúsdóttur og Árni ókvæntur.
Ég, sem þessar línur rita, var
um aldarfjórðungsskeið sem barn,
unglingur og fulltíða maður i nánu
og vinsamlegu nágrenni við fólkið
í Garði. Frá þeim tíma á ég marg-
ar ógleymanlegar minningar. Ég
var elztur átta systkina í Austu»
görðum, en ári yngri en Sveinn
Vikingur, sem var allmikið yngst-
■Ur sinna systkina. Stutt er á milli
bæjanna. Var samgangur mikill á
öllum tímum árs, samhjálp og sam
vinna við störf og áhugamál. Fólk-
í Garði var gáfað, listrænt og
aðlaðandi. Þar var mikið lesið og
margt rætt. Þangað var bæði fróð-
leifc og skemmtan að sækja. Þeg-
ar svo þetta fólk flutti á brott úr
héraði nokkurn veginn samtímis,
var sem ský drægi fyrir sólu um
sinn. Yfitr þeim tímum öUum Jeifc-
ur f minningunni Ijúfur bllær, sem
Framhald af bls. 32.
Mikil útgerð og fjöldi fólks víðs-
vegar að af landinu, einkum ungt
fólk. Þar ríkti skemmtilegur og
heilbrigður félagsandi. Óreglu-
semi þekktist ekki. Þetta voru því
ákaflega skemmtileg sumur, sem
ljómar af í endurminningunum.
Búið var í verbúðum, sem Þor-
steinn átti. Flesta daga var róið,
nema á sunnudögum var alltaf frí.
Erfiðasta verkið var að bera fisk-
inn upp í pokum úr flæðarmál-
inu. En þá þurfti að fara 25—30
tröppur. Undir bakkanum var svo
grýtt urðin. Það fyrsta sam gera
þurfti á vorin var að hreinsa fjör-
una, sem var full af grjóti, sem
safnaðist þar saman í hafróti vetr-
arins. Tekjur manna á Skálum
voru yfirleitt góðar, bví fiskurinn
brást aldrei. Færafiskur var júní
og júlímánuð og síðan línufiskur
fram í september, en þá lauk veiði
tímanum. Það voru alitaf nokkrir
menn á Skálum héðan að sunnan
m.a. af Akranesi og þóttá það að
vonum hin mesta ævintýraferð
ungum mönnum.
Þú varst lengi vélstjóri?
— Á öðrum áratug aldarinnar
hófst vélbátaútgerðin fyrir alvöru.
Ég fór á vélstjóranámskeið hjá
ÓTafi Einarssyni véllfræðing árið
1923 og næstu 30 árin var ég nær
óslitið vélstjóri á bátum og var
raunar búinn að vera það nokkuð
áður.
Gaf ekki oft á bátinn öll þessi
ár?
— Ekki get ég sagt það og
komst ég blessunarlega fram hjá
öllum háska, þótt ég hafi verið á
naumast verður með orðum tjáð-
ur.
Minningin um Sigrúnu Gríms-
dóttur — Dúfu í Garði — er okk-
ur kær, systkinunum frá Austur-
görðum. Við litum upp til hennar
sem góðrar eldri systur og bárum
til hennar ótakmarkað traust. Því
trausti brást hún ekki. Fögur var
hún og glæsileg eins og drottning
í ævintýri og frá henni stafaði
birtu og yl. Svo mun hafa verið
til æviloka. Harm sinn bar hún í
hljóði en lífsgleðina setti hún ekki
undir mæliker.
Ég yotta afkomendum hennar,
otiánu vendafólki og ættingjum
inniliega samúð mína o<g minna.
Björn Ilaraldsson.
sjónum í öllu-m frægustu mann-
skaðaveðrum á þeim árum og
urðu þá oft hörmuleg sjóslys. Og
aldrei minnist ég annars, en þeir
bátar, sem ég var vélstjóri 4, hafi
komizt hjál'parlaust að landi öll
þessi ár. Oft dreymdi mig fyrir
ýmsum atburðum er fyrir komu
og tók ég verulegt mark á þeim.
Það gera líka held ég margir sjó-
menn.
Og svo fórstu í land?
— Já, eftir meira en 40 ára
starf á sjónum þótti mér vera kom
inn tími til að breyta um. Ég
stofnaði Hjólbarðaviðgerðina h.f.
á Akranesi 1952 og við það starf
hef ég verið undanfarin 18 ár. en
fer nú að hætta því líka. Aldurinn
er farinn að segja til sín og rétt
að þeir taki við sem yngri eru.
Þetta eru nokkrir drættir úr lífs
hlaupi Hjalta Benónýssonar á
langri og starfsamri ævi, breyti-
legra tíma og viðhorfa. Þess skal
að lokum getið, að hann hefur
ekki verið einn um ævina. Hann er
tvíkvæntur. Fyrri kona hans var
Guðbjörg Karól'ina Guðjónsdóttir
frá Sandfelli í Vestmannaeyjum.
Hún lézt eftir stutta sambúð. Syn-
ir þeirra eru tveir. Guðmundur
búsettur í Seattle í Bandaríkjun-
um og Guðjón á Akranesi. Síðari
kona Hjalta var Guðlaug Jónsdótt-
i-r frá Gröf í Skilamannahreppi.
Hún er látin fyrir fáum árum.
Börn þeirra eru: Jón og Guðbiörg,
bæði búsett á Akranesi.
Hjalti hefur alla ævi verið hið
mesta hraustmenni og ekki kvilla-
gjarnt. Hann er dugnaðarmaður
að hverju sem hann gengur. Starfs
samur, greindur og hinn mesti
gleðimaður. Tildur og hégóma-
skapur eiga ekki upp á pallborð-
ið hjá honum og getur hann brýnt
röddina, ef einhverjum þarf að
segja til syndanna, eins og sæmir
gömlum sækappa. En undir slær
hlýtt og viðkvæmt hjarta, sem öll-
um vil gott gera.
Persónulega á ég honum bakkir
að gjalda fyrir drengileg sam-,
skipti, hvatningu og vináttu, sem
ég tel' mér mikiTs virði. Árna ég
honum allra heilla á þessum tíma-
mótum í ævi hans og vænti þess,
að hann megi eiga sér blítt ævi-
kvöld eftir 60 ára þrotlaust starf
og strit á sjó og landi.
Dan. Ágústínusson.
ÍSLENDINGAÞÆTTIR 3?