Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Blaðsíða 2
fögrum vorkvöldum og stjörnu- heiðum himmi var arfur, sem hún aldrei týndi. Áhugi henmar á mann lífinu og öllu litskrúði þess var igjöf að heiman, sem entist henni tii síðasta dags. Þess vegna sýndi hún mér blómin sín og garðinn, fáum dögum áður en hún andað- ist, af 'sama áhuga og sömu ástúð og hún hafði svo oft gert áður, og þess vegna talaði hún um menn ina, sorgir þeirra og gleði. af sömu hjartahlýju og umhyggju og hún hafði ætíð gert áður. Hinn 18. júlí 1915 giftist Aðal- björg Pálsdóttir unnusta sínum, Agli Þórlákssyni kennara. Hann fæddist að Þóroddsstað í Köldu- kinn 6. marz 1886. Föður sinn missti hann ungur. Var hann að miklu leyti alinn upp hjá Guðrúnu Tómasdóttur og Páli H. Jónssyni í Stafni í Reykjadal. Hann stund- aði nám í Gagnfræðaskólanum á Akureyri og lauk síðam kennara- prófi 1910. Hafði hann verið kenn ari í Bárðardal nokkur ár, er þau Aðalbjörg felldu hugi saman. Eg- ill Þórláksson var yfirburða kenn- ari, enda þjóðkunnur sem slíkur. Mjög var jafnræði með þessum ungu hjónum hvað snerti glæsi- menmsku, lífsgleði, lífsáhuga og ó- venjule'ga mannkosti. Aðalbjörg hafði verið við hússtjórnar- og hannyrðanám í Reykjavík. Verald- arauður var þeim hins vegar ekki tiltækur. Þó áttu þau einn þann grip, sem þeim var einkar kær og var þeim í einu sem fósturbarn, vinur og bróðir. Það var steimgrár gæðingur, sem fósturforeldrar Eg- iis höfðu gefið honum, þegar leið- ir hans og þeirra skildu. Ungu hjónin fluttu nú heimili sitt til Akureyrar. EgiII fékkst við heimiliskennslu, og safnaðist þeim hjónum fljótt, þá sem jafn- an síðan, auður mikillar vináttu og kærleika allra, sem þeim kynmt ust og sem þau höfðu eitthvert samneyti við. Til slíkrar auðsöfn- unar voru þau bæði jafnvel fallin. Árið 1919 réðst Egill Þórláks- son sem kennari til Húsavíkur. Þar gerðist Aðalbjörg Pálsdóttir húsmóðir á nýju heimili og í nýju umhverfi. Þau bjuggu þar í leigu- húsnæði á ýmsum stöðum og nutu vinsælda í nábýli, en kenmaralaun- in voru lág. Veraldarauðurinn var þeim óáleitinn enn sem fyrr. en gestrlsni, hjálpsemi og umhyggja fyrir mannlífinu þeim mun meiri. Egill leitaði sér atvinnu á sumrin t við ýmij störf og enda Aðalbjörg líka. M þurftu þau einnig að afla fóðurs handa gæðingnum góða á meðan samfylgd þeirra og hans entist. Nokkrum árum eftir að þau komu til Húsavíkur fékk Aðal- björg Pálsdóttir nýju verkefni að sinna, er hún gekk í móðurstað kornungri frænku sinni. Fórst henni jafnvel úr hendi hvort tveggja, húsmóðurstaðan og móð- urumhyg’gjam. Húsnióðir var hún í fremstu röð og heimili hennar, hvar sem það var og hvernig sem aðstaðan var, bar bott mannkost- um henmar og hæfileikum. Fóstur- barnið varð þeim hjónum báðum sem það væri þeirra eigið barn. En aldrei var húsmóðurstarfið henni sá fjötur um fót, að hún sinnti ekki gestum sínum og rækti vináttu við fjölda heimila á Húsa- vík. Þegar þau, Egill og Aðalbjörg fluttu þaðan eftir 20 ára dvöl, höfðu þau með sér dýran sjóð ást- úðar fjölda fólks, jafnt ungra sem aldraðra. Entist sá sjóður þeim ævilamgt og átti enda eftir að auk- ast og margfaldast. Vinsældir þeirra hjóna voru spunmar úr mörg um þáttum og þættir hvors um sig undnir þráðum hins, svo að sú voð verður ekki rakin sundur. Einn þessara þátta var gleðin, og hláturinn hennar Aðalbjargar er vinum hennar ógleymanlegur. Og hæfileikinn til gleði entist henni til hinzta dags. Annað sterkt ein- kenni í skapgerð hemnar var hinn brennandi áhugi. Náði sá áhugi til fjölmargra viðfangsefna í félags- málum og þjóðmálum, þótt hún hefði sig lítt í frammi á þeim svið- um. En hún brann af löngun til að ræða þau mál í einrúmi við vini sína. Þau voru henni hluti af mannlífinu og arfur heiman að frá Stóruvöllum. Leiðin lá nú aftur til Akureyr- ar. Þar gerðist Egill kennari við barnaskólann í 10 ár og síðan við Gagnfræðaskóla Akureyrar á með- an aldur hans leyfði lögum sam- kvæmt. Á Akureyri bjuggu þau enn í leiguhúsnæði á ýmsum stöðum. Enn sem fyrr bjó Áðalheiður heim ili sitt þeirri hlýju og reisn er ein- kennt hafði hana í föðurgarði og fylgdi henni alla ævi. Þegar hús- bóndinn fór til vinnu sinnar gekk húm með honum til dyra, eins og hún væri að fylgja kærum vini, klæddi hann í frakkann, hagræddi tref'linum um háls hans og bjó hann að öllu því iíkast sem hann væri að fara til fundar við þjóð- höfðingja til að setjast þar í rit- ara stól. Síðan kvöddust þau, eins og verið væri að skilja til lang- frama. Úti á götunrli leið ekki á löingu þar til Iitlum, köldum hönd- um hafði verið smokrað í lófa kenn arans, þegar ungir nemendur áttu með honum samleið í skólann, en húsmóðirin gekk til vinnu sinnar og heimilismennin'gar innan húss, þar sem handbragð hennar, hvort heldur var á hannyrðum eða heim ilisstörfum, bar slí'kri menningu fagurt vitni. Þannig liðu árin, þar til að því kom að Aðalbjörg og Egill Þórláks son fiuttu í eigið húsnæði í nýju einbýlishúsi að Grænumýri 5 á skipti i lífi þeirra og þótti mörg- um sem fyrr hefði mátt verða. En Egill og Aðalbjörg gengu samstíga straumi tímans og létu brambolt og byltingar eftir þeim er slíkt hentar. Þau ræktuðu garð mann- lífsins hvar sem þau voru, og hvert sem þau fóru. Um það voru þau samtaka, en biðu veraldargæð anna í fyllingu tímans Umhverfis hið nýja og góða hús komu þau sér upp fögrum skrúð- garði og þar annaðist Aðalbjörg blóm sín og trjáplöntur eins og börn væru. Innan húss lauk hún uppeldi fósturdótturinnar og tók síðan son hennar til fósturs og flutti yfir til hans móðurást sína og umhyggju. Þar bjó hún ástvin- um sínum hið fegursta og hlýjasta heimili. Og þaðan fylgdi hún manni sínum á sjúkrahúsið í síð- ustu ferðina. Hann andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 26. júlí 1966. Þegar Egill Þórláksson hætti kennslu fyrir aldurs sakir við Gagnfræðaskóla Akureyrar, var starfsorka hans og þó einkum mannræktaráhugi engan veginn þrotinn. Þá stofnaði hann sinn eig in smábarnaskóla heima í stofu þeirra hjóna. Þar kenndi hann mörgum ungum Akureyring'um að stíga fyrstu sporin á menntabraut- inni, sem stundum átti eftir að verða löng. Það þótti mikið happ að ’koma barni sínu i þennan litla skóla. Þá fékk Aðalbjörg Pálsdótt- ir enn nýtt fóstrustarf. Hún tók á móti nemendunum í forstofunni, klæddi þá úr 'kápum og skóm. Börnin komu oft löngu áður en ekólinn átti að byrja, full eftirvænt ISLENDiNGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.