Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Blaðsíða 15
MINNING Tryggvi Jóhannsson bóndi á Ytri-Varðgjá Þann 13. október síðastliðinn andaðist í fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri Tryggvi Jóhannsson, bóndi á Ytri-Varðgjá, í Öngulstaða hreppi í Eyjafirði. Hann var 85 ára að aldri. Tryggvi fæddist 7. marz árið 1885 í Kálfsskinni á Árskógsströnd. Foreldrar hans voru þau Þóra Vig- fúsdóttir frá Hellu og Jóhann Fran'klín frá Látrum á Látra- strönd. Ólst Tryggvi upp hjá for- eldrum sínum og langt innan við fermingu fór hann að stunda sjóinn með föður sínum. Var sjómennskan honum einbar huglæg. Faðir hans reri á eigin bát frá Látrum á sumrin og hef- ur Tryggvi lýst þessum sumrum sem ógleymanlegum stundum. Öðl aðist hann þá strax á unglingsár- unum þann dugnað, þrek og hug- prýði, sem hver góður sjómaður þurfti að hafa við veiðar á opnum og vélarlausum árabátum. En sjór inn hafði aðdráttarafl, auk þess sem veiðarnar gáfu ágætau skild- ing í aðra hönd. Þá var Tryggvi ágætur skotmaður og stundaði hann m.a. selaveiði á vorin. Það átti þó ekki eftir að liggja fyrir Tryggva að verða sjómaður. Árið 1906 gekk hann að eiga unn- ustu sína, Svövu Hermannsdóttur frá Ytri-Varðgjá, mestu myndar- og dugnaðarstúlku. Voru þau jafn- aldrar, bæði 21 árs gömul. Var þetta báðum mikið heillaspor og til hinnar mestu gæfu, sem entist þeim ævilangt. Svava lézt fyrir nokkrum árum. Skömmu eftir brúðkaupið festu þau kaup á jörðinni Ytri-Reistará í Ármannshreppi. Bjuggu þau þar í nokkur ár og búnaðist' vel. Síðan fluttu þau að Ytri-Varðgjá, æsku- heimili Svövu, og bjuggu þar til æviloka. Undir handleiðslu Tryggva varð jörðin að hinni beztu jörð, ágætlega ræktuð og vel hús- uð. Vann hann þrotlaust starf við ræktunina og uppbyggingu hús- anna og eftir að gamli bærinn brann árið 1929, byggði Tryggvi nýtt og glæsilegt íbúðarhús á rúst- um þess gamla. Áður fyrr, áður en Eyjafjarðar- áin var brúuð, var Ytri-Varðgjá oft viðkomustaður ferðamanna, sem voru á leið til Akureyrar úr Þingeyjarsýslu. Var Tryggvi árum saman ferjumaður og ferjaði menn og farangur yfir Pollinn, til Akur- eyrar. Var þar oft um að ræða erfitt starf og vandasamt. Aldrei brást þó Tryggva bogalistin, enda maðurinn varkár og öruggur. Á þessum tíma var oft mikill gesta- gangur á heimili þeirra hjóna. Komu þar oft hópar ferðafólks og kom það sér vel, að hjónin voru bæði gestrisin og greiðvikin og Jóhannes Magnússon Krossnesi, Strandasýslu, andaðist á Landspítal anum 4. okt. sl. eftir nokburra mán aða sjúkralegu. Á Krossnesi hafði hann átt heima átta síðustu æviár sín hjá þeim Eyjólfi Valgeirssyni og Sigurbjörgu Álexandersdóttur. Hjá þeim hjónum og börnum þeirra naut hann góðrar umhyggju og ástríkis, sem væri hann nákom- inn ættingi þeirra. Mér er skylt og Ijúft að þakka það, því með sér- stakri trúmennsku og góðvilja hafði Jóhannes unnið heimili minu um þrjá áratugi, og við bundizt þeim tryggðar- og vináttuböndum, sem ekkert nema dauðinn getur slitið. Jóhannes fæddist 10. maí 1877 að Skjalda/bjarnarvík, nyrzta bæ Strandasýslu. Það ár fluttust for- eldrar hans, þau Magnús Magnús- son og Steinunn Guðmunds- dóttir að Krossnesi með fjöl- höfðu yndi að því að láta gott af -sér leiða. Þau hjónin eignuðust átta börn, sjö syni og eina stúlfcu. Voru þau þessi: Hermann, fyrrum bóndi á Kambsstöðum í Ljósavatnsskarði. Kristján, lagermaður í Skipasmíða Framhald á bls. 30. skyldu sína, var Jóhannes þá nokkurra daga gamall. Á Krossnesi og næstu bæjum ólst Jóhannes upp fram á unglings ár. Snemma fór hann að vinna fyrir sér, fyrst sem smali og sat löng- um yfir kvíaám á sumrum. Þótti hann fóthvatur og sérlega sam- vizkusamur og var vel látinn af öll- um er honum kynntust. Skólaganga var engin á uppvaxt- arárum Jóhannesar og kennsla í heimahúsum af skornum skammti. Þrátt fyrir það varð Jóhannes snemma læs svo orð var á haft, enda skarpnæmur og hafði frábært. minni. Allar frístundir sínar notaði) hann til bókalesturs og lærði fjölda af rímum, ljóðum og sálm- um sem hann söng og kvað fram á elliár. Alla tíð fylgdist Jóhannes vel með þvi sem gérðist í þjóðmál- i um og ekki sízt efnahagsmálum Franiíiald á bls. 30. MINNING Jóhannes Magnússon ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.