Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Blaðsíða 11
MINNING INGUNN TEITSDÓTTIR ég Jóni bezt. Á aðalfunduSi hafði ég dálæti á málflutningi hans. Sam- starf við hann í stjórninni var énægjulegt, enda duldist ekki á- hugi hans á að þjóna félaginu sem bezt. Og á gleðifundum lagði hann manma mest til samstilltrar gleði þátttalkenda. Þá stjórnaði hann oft Söng í smitandi gleðiham „Þelr sem guðirnir elska, deyja ongir". Þessi orð koma mér í hug, þegar ég minnist Jóns. Aldursára- íjöldinn er ekki réttur mælikvarði á ungdóm manns. Jóni entist ung- dómurinn til dauðadags. Það er imín hyggja að Jón hafi verið gæfu- maður. Hann fæddist á Hrafnkeis- stöðum og lifði þar að telja má öll sín jarðvistarár. Hann kvæntist égætri konu, sem stofmaði með faonum gott heimili. Og Jón lifði faað að sjá börn sín uppkomin og vænleg. Vænleg barnaböm voru einnig farin að gleðja hann. Jón sagði sér ekki að skapi að verða vesælt gamalmenni og virtist hafa hugboð um að svo yrði ekki, þótt enn sé f gildi hið forna máltæki. „Enginn veit sína ævina fyrr en öll er“. Sjálfsagt tel ég, að menn með Jóns þroska, þurfi efcki að kvíða vistaskiptunum. Almennt þakklæti fyrir störf og samvistir fær hann í veganesti. Söknuðurinn er okkar, sem eftir sitjum, en hryggðina ættu hugljúfar minningar að kæfa. Blessunar bið ég ástvinum hans. Blessuð sé minning hans. Magnús Guðmundsson. t Það er með döprum huga, að ég rita þessi fátæklegu kveðjuorð um vin minn Jón á Hrafnkels- stöðum, þótt ég viti, að stæði hann við hlið mér og læsi þessi orð, myndi hann slá hressilega á öxl imér, og segja hlæjandi. „Blessað- ur vertu efcki að súta þetta, að þessu hlaut að koma, við skulum heldur lyfta glasi og vera kátir." Engan manu hef 'ég þefckt, sem dáði gleðina sem Jón, engan jafn frábitinn því að sjá eftir orðnum falut, engan sem gat hrifið svo marga á gleðinnar stund. Hvar sem Jón var staddur í mannfagn- aði, var hann sá er bar uppi og stýrði gleðimálum, svo mifcill var glæsileifci hans og ótví- ræðir hæfileikar til að vekja menu af drunga hvers- dagsliifsins. Mér hefur orðið tíð- rætt um gieðimanninn Jón, en það ÍSLENDÍfaSGAÞÆTTIR Þann 21. maí síðastliðinn andað- ist á sjúkrahúsi hér í bong Ingunn Teitsdóttir, Álftamýri 58 eftir skamma legu. Ingunn fæddist 1. ágúst 1912 að Víðidalstungu í Víðidal, dóttir hjón anna Jóhönnu Björnsdóttur og Teits Teitssonar, er þar bjuggu. Hún ólst þar upp í stórum syst- kinahópi og fögru umhverfi. Hún vandist snemma við öll störf sem unnin voru til sveita á þeim tíma, enda hygg ég, að fá hafi þau störf verið, sem hún kunni ekki skil á. Mig langar að minnast þin, Inga mín þó seint sé, því aldrei finnur maður betur hvað erfitt getur ver- ið að tjá sig með orðum. Margar minuingar leita á, og allar fagrar, það var ávallt svo bjart yfir þér, vina mín, svo mikil hjartahlýja streymdi frá þér og fyrir þína nán- ustu var hún einstök, en einnig mikils virði þeim, sem minna voru þér skyldir eða tengd- ir. Sjálf varstu búin að eiga svo erfitt vegna heilsu brests, en alltaf stóðstu þig eius og hetja, hve erfitt sem var. Kvart anir um eigin líðan heyrðust ekki, en hugurinn var oftast við það, hvernig börnunum og barnabörn- má enginn skilja orð mín svo, að alvöruimaðurinn Jón hafi eigi verið nærri. í samstarfi ofckar við Kaup- félag Héraðsbúa á Egilsstöðum kynntist ég báðum þessum eðlisþáttum Jóns. Við áttum þar svo margar samverustund- ir og ræddum þá margt, efcfci sízt hinar alvarlegri hliðar lífsins, en mottóið hjá Jóni var ætíð, „gakfctu glaðúr til móts við alvöruna, gættu þess eins að gleðjast aldrei á annarra kostnað." Þannig minnist ég Jóns og mun ávallt gera. Vert-u sæll félagi og vinur og þökk fyrir samfylgdina, sem var alltof skammvinu. Ég votta eftirlifandi konu Jóns, frú Láru og börnum þeirra, Ólafi. Metúsalem, Hauki og Guðrúnu mína dýpstu samúð. Gunnar Sigurðsson. unum liði, og hvernig hægt væri að gleðja þau á einhvern hátt. Enga ósk á ég barnabörnum þín- um betri til handa, en þau eigi eft- ir að líkjast ömmu sinni, sem mest, en þeim þótti ákaflega vænt um hana. Við andlát góðra samferða- manna rifjast upp margar endur- minningar frá liðnúm árum, þann- ig fór fyrir mér. Það var svo gott að vera með þér og ræða hlutina. Þann 31. mai 1941 giftlst þú Guðmundi Daníelssyni kaupmanni og eignuðust þið tvö börn, Stein- unni og Ragnar, sem bæði eru gift og búsett hér í borg og hafa þau nú mikið misst. Þú varst trúuð kona, og efast ég ekki um, að það hafi verið þinn mesti styrkur, þegar mest á reyndi. Mig langar að þakka þér að síð- ustu fyrir allt, sem þú gerðir fyrir mig, bæði heimsóknir og hjálp i veikindum mínum, en á svona stund eru orð svo fátækleg og lít- ils megandi. Þú kvaddir þennan heim um það leyti, sem í hönd fór nóttlaus voraldar veröld. Þannig mun birta og heiðríkja sfcína yfir minningunni um hina mætu konu í hugum allra, sem kynntust henni. Birta og blessun guðs fylgi þér á eilífðarlandi lífs og friðar. Kristín Sænumdsdóttir. II

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.