Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Blaðsíða 4
þá hafði hann efc]ci mikinn áhuga • á hinum 'klassiskh émbættisstörf1 um, sem möríium þykja þó svo eft* irsóknarverð Bjarni urini fyrst og fremst frelsinu, tilbreytni og hraða hins nýja tíma. Kemur mér þá í hug, þegar hann var átta ára gam- all O'g átti að skrdfa stíl í skólan- um. Gerði hann þá lítinn leikþátt, sem bar nafnið: Allir eru að ferð- ast út um öll lönd. Hann var hald- inn útþrá og hefur hann þá vafa- laust ifylgzt af áhuga með þeim, sem gátu ferðast um heiminn, og hugsaði sér að gera það einhvem- tíma sjáifur. Og því fór sem fór. Bjarni hætti við lögfræðina og valdi flugið. Yf- ir fluginu var þá, og er að vissu leyti ennþá, ævintýraljómi. Það var því engin furða, þó að ungir menn heilluðust af þeim möguleikum, sem við flugið eru tengdir. Bjarni hafði þegar hafið flugnám meðan hann var í menntaskólanum og eignaðist þá ásamt félögum sínum litla flugvél. Sú var nefnd „Litla gula hænan“. En flugvélarnar stækkuðu fljótt, og viðfangsefnin urðu vandasam- ari og Bjarni óx með þeim. Ádð 1949 dvaldi hann í Bandaríkjunum við nám í flugumsjón og loftsigl- ingafræði. Tók hann síðan við flug- umsjón á Keflavíkurflugvelli, fyrst ur íslendinga. Var hann í því starfi til 1955, en þá gerðist hann at- vinnuflugmaður. Síðan hefur Bjami fengið að fljúga „út um öll lönd“. Hann hefur oft verið í erf- iðu flugi, eins og t.d. Grænlands- flugi og nú í Færeyjaflugi. Hann var í mikiu áliti sem öruggur og gætinn tflugmaður, og hann hefur lagt ríkulegan skerf í uppbyggingu og þróun flugsins á íslandi. Og nú er síðustu flugferð Bjarna lökið. Þessi endir var óvæntur, en hann var ekki óhugsandi, frekar en gerist þar sem siglt er um sjó eða loft. Og eins og margur skip- stjórinn hefur deilt örlögum með skipi sínu, þannig gekk nú eitt yf- ir báða flugstjórann og farkostinn. Bjarni var maður skapfastur og raunsær, einstaklega dagfarsgóður og prúður. Hann var vinfastur og góður hieim að sækja. Á heimili þeirra Halldóru var glaðzt á góðri stund, en þó allt í hófi. Sá söknuður fyllir nú hug okk- ar, hdnna fjölmörgu vina Bjarna Jenssonar. En þyngstur er þó harm ur eiginkonu hans og barna, móð- ur hans og bráeðra. * Bjarni kvæntist 22. febrúar 1958 eftídífandi konu sinni Ifalldóru Ás kelsdotl ur. Halldóra er fædd 22. deseriiber 1933 að Litlu-Laugum í S-Þingeyjarsýslu. Foreldrar henn- ar eru þau Askell sonur Sigurjóns skálds Friðjónssonar á Sandi og kona hans Dagbjört Gísladóttir frá Hofi í Svar.faðardal. Allir þekkja Sandsættina, en hin ættin mun ekki vera síðri. Börn þeirra Bjarna og Halldéru eru þrjú: Dagbjört Sigríður^ fædd 1958, Jens, fæddur 1960 og Ásfcell, sfæddur 1965. Á þessari sorgarstundu sendum við Selma eftirlifandi eiginkonu og börnum Bjarna, móður hans, bræðrum og tengdafólki innilegar samúðarkveðjur og óskum þeim farsældar í framtíðinni. Við kveðj- um Bjarna Jensson og þökkum vin áttu hans og tryggð. Sigurður Pétursson. f Hann var ræðinn og skemmtileg ur að vanda og við lögðumst ó- venju djúpt í glettni og gaman- semi þennan dag. Bjarni var á hraðri ferð eins og ævinlega og staldraði við aðeins stundarkorn. Hann var að bíða þess, að byr gæfi til Færeyja og Kaupmannahafnar og gat átt von á kalli á hverri stundu. Óteljandi slíkar stuttar samverustundir höfum við átt á síðari árum. Vinátta ungra dætra hafði gætt áratuga vináttu feðr- anna nýju lífi, einmitt þegar losna tek-ur um slík bönd milli gamalla skólabræðra og endurfundir gerast fátíðari. Um leið og hann stóð upp til að kveðja, lét hann þess getið, meðal annarra orða, og úr því að ég myndi ekiki eftir því, að hann væri reyndar hálffimmtugur á þess um drottins degi 24. september 1970. Við kvöddumst því með meiri kærleikum en venjulega og hann vatt sér snarlega út um dyrnar og var horfinn að vörmu spori. Allra sízt óraði mig fyrir því á þeirri stundu, að Bjarni vinur minn hefði þá mælt feigum munni. En áður en tveir sólarhringar voru liðnir höfðu svipleg tíðindi orðið á afskekktri eyju í Norður-Atlants- hafi. Tvær fámennar frændþjóðiæ við hjara veraldar, þar sem ein- staklingar jafngilda þúsundum meðal stórþjóða, höfðu ennþá eú.u sinni orðið fórnarlömb í gráum leik miskunnarlausra örlaga. Eng- inn mannlegur máttur, hvorki ó- bifanleg trúmennska og skyldu- rækni né góðar gáfur og grandvar leiki fá rönd við reist slíku yfir- mannlegu valdi, siem hér var að ver'ki. ísland hafði misst vandaðan, tápmikinn son og Flugfélag ís- lands einn af síinum reyndustu og traustustu flugstjórum. Þetta var mikið mannfall í svo fámennu liði. Nú þegar stundarhlé verður á fundum okkar Bjarna, og ég renni huganum yfir farinn veg, er mér Ijóst, að persónuleiki þessa sam- ferðamanms og félaga skilur eftir í hugskoti mínu skýrari mynd og eftirminnilegri en mig hefði grun- að. Það rifjast nú upp fyrir mér hversu oft ég var að því spurður, þegar leiðri okkar og annarra manna lágu saman, bæði heima og erlendis, hver hann væri þessi hóg væri og orðheppni maður, með gleðibragði sem talaði af glögg- skyggni og þekknigu í öllum grein um. Það var nefnilega eitthvað for- vitnilegt og aðlaðandi við _mann- inn, sem óðar vakti athygli. í skóla duldist engum, að Bjarni var gædd ur framúrskarandi góðum gáfum. Hann var fljótur, skarpur og jafn- vígur á flestar greinar, en þó var saga honum hugstæðust og tungu- mál lærðust honum til gagns fljót- ar en öðrum mönnum. Hann var vel á sig kominn líkamlega, góð- um íþróttum búinn, kvikur í hreyf ingum og fjörlegur í fasi, en stillt- ur vel og hafði fulla gát um orð og æði. Bjarna voru allir vegir greiðfær- ir til háskólanáms að loknu stú- dentsprófi, en hugur hans stefndi annað og hærra til meiri víðáttu. Skólapiltar styrjaldaráranna hrif- ust auðveldlega af mikilleik hrika- legra atburða og stórra dáða, sem vöktu þeim ævintýralöngun og at>- hafnaþrá. Einn af þeim var Bjarni Jensson, og það var einsýnt, þegar hann hafði lært að fljúga í frí- stundum sínum, að hann mundi hvergi eira langsetum á skólabekk eða sikriffinnsku. Að lonku stú- denteprófi settist Bjarni þó í laga- deild háskólans með okkur félög- um sínum, meðan hann beið færis til frekara flugnáms. Hann sótti tíma í lagadeildinni samvizkusam- lega í tvö ár, en ég hygg að hon- um hafi ekki þótt fræðin fýsileg, og brátt gaf hann sig allan að und- irbúningi þess, sem varð hans ævi- starí. Hann lærði flugumsjón og vakti athygli yfirmanna sinna fyr- ÍSLENDINGAÞÆTTiR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.