Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Blaðsíða 22

Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Blaðsíða 22
N BJARNI M. JÓNSSON FYRRVERANDI NÁMSSTJÓRI Nú í sumar, þann 1. ágúst, and- aðist Bjarni M. Jónsson námsstjóri, rúmlega 69 ára gamall. Bjarni fæddist 23. júlí 1901 á Stokkseyri, sonur hjónanna GuSrúnar Sigurð- ardóttur og Jóns Bjarnasonar söðlasmiðs. Að Bjarna M. Jónssyni er mikill sjónarsviptir öllum þeim, er fræðslumál landsins láta sig nokkru varða. Hann var gagnmerk ur skólamaður, heill og sannur í hverju starfi og brautryðjandi um ýmsar gagnlegar nýjungar í kennslu- og uppeldismálum þjóð- arinnar. Árið 1925 útskrifaðist Bjarni úr Kennaraskóla íslands og tókst það sama ár á hendur skólastjórn barnaskóla Grindavíkur. Gegndi hann því starfi til ársins 1929, en samhliða hélt hann þar kvöldskóla fyrir unglinga staðarins. Árði 1929 gerðist hann kennari við barna- skóla Hafnarfjarðar og kenndi þar samfleytt í 11 ár, við mikinn og góðan orðstír Hann kenndi þar þá einnig við skóla fyrir atvinnulaus ungmenni á árunum 1936—‘37. Eftir lát föður hans fyrir nokkr- um árum, var hann skipað- ur stöðvarstjóri á Fossvöllum. En systir hans Ragnheiður, annaðist venjulega símaafgreiðslu. Gunnar var póstur frá Egiisstöð- um upp Jökuldal og verður það starf vamdfyllt. Að fara með vél- 'knúin tæki eftir Jökuldalnum að vetrinum til er mjög hættusöm leið, einkum á Efradal. En Gunn- ari hlekktist aldrei á. Hann var ágætur bílstióri, hraustmenni hið mesta og hörkuduglegur ferðamað ur. Náleea kom Gunnar alltaf með póstinn á áæriunardegi. þótt bað væri blinóh' hir það sýndi hans miklu hörk" «vo og samvizkusemi. Jökuldæ'm'rum eru minnisstæð vetrarferðaiög Gunnars í mis- jafnri veðráttu og þá hitt, að hann Það er m.a. til marks um kennsluhæfni Bjarna og álit það, sem hann ungur ávann sér á þeim var alltaf boðinn og búinn að gera öllum greiða, og koma til hjálpar ef með þurfti, var slíkur á þvi sviði, að aldrei mun úr minni líða. Gunnar var hvers manns hug- Ijúfi, ósérhlífinn í öllu starfi, höfð- ingi í lund, hlédrægur og drengur hinn bezti. Um leið og við kveðjum þennan góða dreng, munum við minnast hans með miklum söknuði, minn- ast mannkosta hans allra, sem hann hafði að geyma. Og i okkar hópi, samferðamannanna, verður hans alltaf minnzt, sem manns heiðríkjunnar. Megi góður guð leggja móður hans og systkinum líkn með raun. Blesisuð sé hans minning. Einar Jónsson. vettvangi, að árið 1931—‘32, sam- hliða kennslustörfum sínum í Hafn arfirði, var honum falið að hafa umsjón og eftirlit með allri bama- fræðslu í Gullbringu- og Kjósar- sýslu, að meðtaldri Borgarfjarðar- sýslu sunnan Skarðsheiðar. Voru þessi eftirlitsstörf þá í mótun með þjóðinni og þá sem alger auka- störf. Árin 1941—‘47 var Bjarni náms stjóri yfir Suðvesturlandi og síðar öllum Sunnlendingafjórðungi. Af því umsvifamikla starfi lét hann að mestu fyrir tveim árum, en vann þó enn að skýrslugerðum og gagnasöfnun þar að lútandi, þegar hið mikla kall heimti þenna vinnu- ' glaða og starfsama mann til hinztu hvíldar. Ýmsum kann að þýkja, að fram anskráð störf hafi verið ærin verk- efni einum manni, einkum þó með tilliti til þeirrar miklu alúðar og vandvirkni, sem einkenndu öll vinnubrögð Bjarna, en hér er þó síður en svo að allt sé upp talið. Árin 1929—‘46 vann hann alltaf öðrum þræði á fræðslumálaskrif- stofunni og voru störf hans þar einkum helguð landsprófunum og lestrarfélögunum. Bjarni var við framhaldsnám 1 Englandi, Danmörku og Svíþjóð árið 1932—‘33, og 1938 fór hann aðra námsför til Norðurlandanna. Á þessum námsferðum hlýddi hann á fyrirlestra við kunna há- skóla og kynntist merkum skóla- mönnum og ýmsum nýjum, hag- kvæmum kennsluaðferðum, sem ís lenzkir skólar síðar nutu. Sýnir þetta vel, hve mikla rækt og alúð Bjarni hefur lagt við nám sitt og ’ störf. f félagslífi kennara var Bjarni með af lífi og sál. Hann stofnaði Kenn araf élag Gullbri ngúsýslu 1928 og var fyrsti formaður bess. Hann var einnig stofnandi Kenn- arafélags Hafnarfjarðar árið 1931 og þá formaður þess um sjö ára 22 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.